Stöð 2 Sport
Klukkan 17.30 hefst útsending frá Hlíðarenda þar sem annar leikur úrslitaeinvígisins í Olís-deild kvenna fer fram. Staðan í einvíginu er 1-0 Val í vil.
Að leik loknum – klukkan 19.30 – verður farið yfir leikinn í Seinni bylgjunni.
Klukkan 19.45 hefst upphitun fyrir leik Aftureldingar og Hauka í Olís deild karla. Að leik loknum, klukkan 21.45, er Seinni bylgjan á dagskrá.
Stöð 2 Sport 2
Klukkan 21.00 eru Meistaradeildarmörkin á dagskrá. Þar verður farið yfir leik Inter og AC Milan í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu.
Stöð 2 Sport 5
Klukkan 19.05 hefst útsending frá Garðabænum þar sem Stjarnan og Selfoss mætast í Bestu deild kvenna í fótbolta.
Stöð 2 ESport
Klukkan 08.30 hefst upphitun fyrir fjórða dag Legends-stigs á BLAST.tv París Major-mótsins. Keppt er klukkan 09.30, 13.30 og 17.30.
Besta deildin
Klukkan 19.05 hefst útsending frá FH og Keflavíkur í Bestu deild kvenna.
Besta deildin 2
Klukkan 19.05 hefst útsending frá Selfossi þar sem heimakonur mæta Tindastól í Bestu deild kvenna.