„Drengurinn sem hafði tekið bílinn minn ófrjálsri hendi var svo handtekinn fyrir utan bakaríið“ Kristinn Haukur Guðnason skrifar 15. maí 2023 14:00 Daníel hefur ekki enn þá kært þjófnaðinn og skemmdirnar á bílnum sem er gerónýtur. Bílnum sem ekið var inn í Sauðárkróksbakarí í gærmorgun var stolið úr teiti. Eigandinn telur að tjón sitt sé um 700 þúsund krónur. Daníel Kristján Þorleifsson, eigandi Mercedes Benz bílsins sem ekið var í gegnum vegg bakarísins, hefur ekki kært þjófnaðinn og eignatjónið. Hann er búinn að gefa lögreglunni skýrslu. „Þetta gerist þannig að ég var að skemmta mér með vinum og var staddur í húsi hér á Sauðárkrók í smá teiti,“ segir Daníel sem er átján ára gamall. „Ég hafði fengið félaga minn til þess að keyra fyrir mig þessa nótt þar sem ég var að skemmta mér.“ Um stundarsakir vék Daníel sér frá í eitt herbergi til að tala við fólk og þá lét óprúttinn aðili til skarar skríða. „Ég hafði sjálfur ekki hugmynd um hvað hafði gerst fyrr en eftir allt saman,“ segir Daníel. „Ónefndur aðili hafði þá tekið bílinn minn þarna í leyfisleysi og farið.“ Gerðist hratt Þegar Daníel áttaði sig á því að bíllinn var horfinn fór hann að spyrjast fyrir um hann. Þá komst hann að því að bíl hafði verið ekið inn í bakaríið. Lagði hann saman tvo og tvo og fór að gruna að það væri sennilegast hans bíll sem væri inni í bakaríinu. Mikil mildi var að ekki varð slys á fólki. „Þetta gerðist auðvitað allt voðalega hratt en ég ákvað ásamt félaga mínum að ganga út að bakaríi og skoða aðstæður,“ segir Daníel. Höfðu þeir þá haft samband við lögregluna og tilkynnt atvikið. „Drengurinn sem hafði tekið bílinn minn ófrjálsri hendi var svo handtekinn fyrir utan bakaríið.“ Mildi að ekki hafi orðið slys Daníel segir að það sé mikil mildi að ekki hafi orðið slys á fólki. Gífurlegt tjón sé á bakaríinu og bíllinn sé gerónýtur. Virði bílsins er í kringum 700 þúsund krónur að sögn Daníels. Daníel segir að það eigi eftir að koma í ljós hvað gerist í framhaldinu. Hann segist þekkja til piltsins sem tók bílinn en kýs að tjá sig ekki frekar um hann. Kæra hefur ekki verið lögð fram af hans hálfu en Daníel fór á lögreglustöðina í gær til að segja frá sinni hlið. „Skýrslur voru teknar af mér og félaga mínum í gær en auðvitað mun þetta svo taka einhvern tíma í vinnslu allt saman,“ segir Daníel. Skagafjörður Lögreglumál Tengdar fréttir Fékk bíl í gegnum vegg á meðan hann undirbjó vínarbrauðið Miklar skemmdir urðu á Sauðárkróksbakaríi þegar bíl var ekið í gegnum vegg og inn í afgreiðslu þess snemma í morgun. Eigandi bakarísins sem var að undirbúa vínarbrauð í vinnslurými segir að ökumaðurinn hafi stungið af. 14. maí 2023 12:28 Sá sem keyrði inn í Sauðárkróksbakarí laus úr haldi Einstaklingurinn sem keyrði í gegnum vegg Sauðárkróksbakarís í gærmorgun er laus úr haldi. Tjónið á bæði húsnæðinu og bílnum verður nú metið. 15. maí 2023 11:14 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Daníel Kristján Þorleifsson, eigandi Mercedes Benz bílsins sem ekið var í gegnum vegg bakarísins, hefur ekki kært þjófnaðinn og eignatjónið. Hann er búinn að gefa lögreglunni skýrslu. „Þetta gerist þannig að ég var að skemmta mér með vinum og var staddur í húsi hér á Sauðárkrók í smá teiti,“ segir Daníel sem er átján ára gamall. „Ég hafði fengið félaga minn til þess að keyra fyrir mig þessa nótt þar sem ég var að skemmta mér.“ Um stundarsakir vék Daníel sér frá í eitt herbergi til að tala við fólk og þá lét óprúttinn aðili til skarar skríða. „Ég hafði sjálfur ekki hugmynd um hvað hafði gerst fyrr en eftir allt saman,“ segir Daníel. „Ónefndur aðili hafði þá tekið bílinn minn þarna í leyfisleysi og farið.“ Gerðist hratt Þegar Daníel áttaði sig á því að bíllinn var horfinn fór hann að spyrjast fyrir um hann. Þá komst hann að því að bíl hafði verið ekið inn í bakaríið. Lagði hann saman tvo og tvo og fór að gruna að það væri sennilegast hans bíll sem væri inni í bakaríinu. Mikil mildi var að ekki varð slys á fólki. „Þetta gerðist auðvitað allt voðalega hratt en ég ákvað ásamt félaga mínum að ganga út að bakaríi og skoða aðstæður,“ segir Daníel. Höfðu þeir þá haft samband við lögregluna og tilkynnt atvikið. „Drengurinn sem hafði tekið bílinn minn ófrjálsri hendi var svo handtekinn fyrir utan bakaríið.“ Mildi að ekki hafi orðið slys Daníel segir að það sé mikil mildi að ekki hafi orðið slys á fólki. Gífurlegt tjón sé á bakaríinu og bíllinn sé gerónýtur. Virði bílsins er í kringum 700 þúsund krónur að sögn Daníels. Daníel segir að það eigi eftir að koma í ljós hvað gerist í framhaldinu. Hann segist þekkja til piltsins sem tók bílinn en kýs að tjá sig ekki frekar um hann. Kæra hefur ekki verið lögð fram af hans hálfu en Daníel fór á lögreglustöðina í gær til að segja frá sinni hlið. „Skýrslur voru teknar af mér og félaga mínum í gær en auðvitað mun þetta svo taka einhvern tíma í vinnslu allt saman,“ segir Daníel.
Skagafjörður Lögreglumál Tengdar fréttir Fékk bíl í gegnum vegg á meðan hann undirbjó vínarbrauðið Miklar skemmdir urðu á Sauðárkróksbakaríi þegar bíl var ekið í gegnum vegg og inn í afgreiðslu þess snemma í morgun. Eigandi bakarísins sem var að undirbúa vínarbrauð í vinnslurými segir að ökumaðurinn hafi stungið af. 14. maí 2023 12:28 Sá sem keyrði inn í Sauðárkróksbakarí laus úr haldi Einstaklingurinn sem keyrði í gegnum vegg Sauðárkróksbakarís í gærmorgun er laus úr haldi. Tjónið á bæði húsnæðinu og bílnum verður nú metið. 15. maí 2023 11:14 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Fékk bíl í gegnum vegg á meðan hann undirbjó vínarbrauðið Miklar skemmdir urðu á Sauðárkróksbakaríi þegar bíl var ekið í gegnum vegg og inn í afgreiðslu þess snemma í morgun. Eigandi bakarísins sem var að undirbúa vínarbrauð í vinnslurými segir að ökumaðurinn hafi stungið af. 14. maí 2023 12:28
Sá sem keyrði inn í Sauðárkróksbakarí laus úr haldi Einstaklingurinn sem keyrði í gegnum vegg Sauðárkróksbakarís í gærmorgun er laus úr haldi. Tjónið á bæði húsnæðinu og bílnum verður nú metið. 15. maí 2023 11:14