„Drengurinn sem hafði tekið bílinn minn ófrjálsri hendi var svo handtekinn fyrir utan bakaríið“ Kristinn Haukur Guðnason skrifar 15. maí 2023 14:00 Daníel hefur ekki enn þá kært þjófnaðinn og skemmdirnar á bílnum sem er gerónýtur. Bílnum sem ekið var inn í Sauðárkróksbakarí í gærmorgun var stolið úr teiti. Eigandinn telur að tjón sitt sé um 700 þúsund krónur. Daníel Kristján Þorleifsson, eigandi Mercedes Benz bílsins sem ekið var í gegnum vegg bakarísins, hefur ekki kært þjófnaðinn og eignatjónið. Hann er búinn að gefa lögreglunni skýrslu. „Þetta gerist þannig að ég var að skemmta mér með vinum og var staddur í húsi hér á Sauðárkrók í smá teiti,“ segir Daníel sem er átján ára gamall. „Ég hafði fengið félaga minn til þess að keyra fyrir mig þessa nótt þar sem ég var að skemmta mér.“ Um stundarsakir vék Daníel sér frá í eitt herbergi til að tala við fólk og þá lét óprúttinn aðili til skarar skríða. „Ég hafði sjálfur ekki hugmynd um hvað hafði gerst fyrr en eftir allt saman,“ segir Daníel. „Ónefndur aðili hafði þá tekið bílinn minn þarna í leyfisleysi og farið.“ Gerðist hratt Þegar Daníel áttaði sig á því að bíllinn var horfinn fór hann að spyrjast fyrir um hann. Þá komst hann að því að bíl hafði verið ekið inn í bakaríið. Lagði hann saman tvo og tvo og fór að gruna að það væri sennilegast hans bíll sem væri inni í bakaríinu. Mikil mildi var að ekki varð slys á fólki. „Þetta gerðist auðvitað allt voðalega hratt en ég ákvað ásamt félaga mínum að ganga út að bakaríi og skoða aðstæður,“ segir Daníel. Höfðu þeir þá haft samband við lögregluna og tilkynnt atvikið. „Drengurinn sem hafði tekið bílinn minn ófrjálsri hendi var svo handtekinn fyrir utan bakaríið.“ Mildi að ekki hafi orðið slys Daníel segir að það sé mikil mildi að ekki hafi orðið slys á fólki. Gífurlegt tjón sé á bakaríinu og bíllinn sé gerónýtur. Virði bílsins er í kringum 700 þúsund krónur að sögn Daníels. Daníel segir að það eigi eftir að koma í ljós hvað gerist í framhaldinu. Hann segist þekkja til piltsins sem tók bílinn en kýs að tjá sig ekki frekar um hann. Kæra hefur ekki verið lögð fram af hans hálfu en Daníel fór á lögreglustöðina í gær til að segja frá sinni hlið. „Skýrslur voru teknar af mér og félaga mínum í gær en auðvitað mun þetta svo taka einhvern tíma í vinnslu allt saman,“ segir Daníel. Skagafjörður Lögreglumál Tengdar fréttir Fékk bíl í gegnum vegg á meðan hann undirbjó vínarbrauðið Miklar skemmdir urðu á Sauðárkróksbakaríi þegar bíl var ekið í gegnum vegg og inn í afgreiðslu þess snemma í morgun. Eigandi bakarísins sem var að undirbúa vínarbrauð í vinnslurými segir að ökumaðurinn hafi stungið af. 14. maí 2023 12:28 Sá sem keyrði inn í Sauðárkróksbakarí laus úr haldi Einstaklingurinn sem keyrði í gegnum vegg Sauðárkróksbakarís í gærmorgun er laus úr haldi. Tjónið á bæði húsnæðinu og bílnum verður nú metið. 15. maí 2023 11:14 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Daníel Kristján Þorleifsson, eigandi Mercedes Benz bílsins sem ekið var í gegnum vegg bakarísins, hefur ekki kært þjófnaðinn og eignatjónið. Hann er búinn að gefa lögreglunni skýrslu. „Þetta gerist þannig að ég var að skemmta mér með vinum og var staddur í húsi hér á Sauðárkrók í smá teiti,“ segir Daníel sem er átján ára gamall. „Ég hafði fengið félaga minn til þess að keyra fyrir mig þessa nótt þar sem ég var að skemmta mér.“ Um stundarsakir vék Daníel sér frá í eitt herbergi til að tala við fólk og þá lét óprúttinn aðili til skarar skríða. „Ég hafði sjálfur ekki hugmynd um hvað hafði gerst fyrr en eftir allt saman,“ segir Daníel. „Ónefndur aðili hafði þá tekið bílinn minn þarna í leyfisleysi og farið.“ Gerðist hratt Þegar Daníel áttaði sig á því að bíllinn var horfinn fór hann að spyrjast fyrir um hann. Þá komst hann að því að bíl hafði verið ekið inn í bakaríið. Lagði hann saman tvo og tvo og fór að gruna að það væri sennilegast hans bíll sem væri inni í bakaríinu. Mikil mildi var að ekki varð slys á fólki. „Þetta gerðist auðvitað allt voðalega hratt en ég ákvað ásamt félaga mínum að ganga út að bakaríi og skoða aðstæður,“ segir Daníel. Höfðu þeir þá haft samband við lögregluna og tilkynnt atvikið. „Drengurinn sem hafði tekið bílinn minn ófrjálsri hendi var svo handtekinn fyrir utan bakaríið.“ Mildi að ekki hafi orðið slys Daníel segir að það sé mikil mildi að ekki hafi orðið slys á fólki. Gífurlegt tjón sé á bakaríinu og bíllinn sé gerónýtur. Virði bílsins er í kringum 700 þúsund krónur að sögn Daníels. Daníel segir að það eigi eftir að koma í ljós hvað gerist í framhaldinu. Hann segist þekkja til piltsins sem tók bílinn en kýs að tjá sig ekki frekar um hann. Kæra hefur ekki verið lögð fram af hans hálfu en Daníel fór á lögreglustöðina í gær til að segja frá sinni hlið. „Skýrslur voru teknar af mér og félaga mínum í gær en auðvitað mun þetta svo taka einhvern tíma í vinnslu allt saman,“ segir Daníel.
Skagafjörður Lögreglumál Tengdar fréttir Fékk bíl í gegnum vegg á meðan hann undirbjó vínarbrauðið Miklar skemmdir urðu á Sauðárkróksbakaríi þegar bíl var ekið í gegnum vegg og inn í afgreiðslu þess snemma í morgun. Eigandi bakarísins sem var að undirbúa vínarbrauð í vinnslurými segir að ökumaðurinn hafi stungið af. 14. maí 2023 12:28 Sá sem keyrði inn í Sauðárkróksbakarí laus úr haldi Einstaklingurinn sem keyrði í gegnum vegg Sauðárkróksbakarís í gærmorgun er laus úr haldi. Tjónið á bæði húsnæðinu og bílnum verður nú metið. 15. maí 2023 11:14 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Fékk bíl í gegnum vegg á meðan hann undirbjó vínarbrauðið Miklar skemmdir urðu á Sauðárkróksbakaríi þegar bíl var ekið í gegnum vegg og inn í afgreiðslu þess snemma í morgun. Eigandi bakarísins sem var að undirbúa vínarbrauð í vinnslurými segir að ökumaðurinn hafi stungið af. 14. maí 2023 12:28
Sá sem keyrði inn í Sauðárkróksbakarí laus úr haldi Einstaklingurinn sem keyrði í gegnum vegg Sauðárkróksbakarís í gærmorgun er laus úr haldi. Tjónið á bæði húsnæðinu og bílnum verður nú metið. 15. maí 2023 11:14