Til hamingju Ísland, með safnafólkið Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar 17. maí 2023 07:01 Við erum ótrúlega heppin á Íslandi að hér sé jafn fjölbreytt, öflugt og áhugavert safnastarf og raun ber vitni. Á Íslandi má finna fjölda safna, t.d. náttúruminja-, lista-, og minjasöfn, auk hinna ýmsu sérsafna. Einnig er starfandi net skjala- og bókasafna um landið. Það er reyndar kannski ekki rétt að segja að við séum heppin, því þetta öfluga safnastarf sprettur ekki úr engu. Í safnaheiminum starfar nefnilega ótrúlega duglegt, hugmyndaríkt og drífandi fólk. Fólk sem hefur brennandi áhuga og metnað fyrir menningu, sögu, náttúru og list. Mikið af safnastarfi fer fram á bak við tjöldin og er ekki sýnilegt gestum safna. Það eru engu að síður mjög mikilvæg verkefni. Safnafólkið safnar munum og minjum, myndum og minningum, skráir menningararfinn og varðveitir fyrir komandi kynslóðir. Safnafólk stundar rannsóknir, setur viðfangsefni safnanna í nýtt samhengi og skoðar safngripi út frá nýjum vinklum. Þessi vinna skilar sér svo út í samfélagiðmeð allskonar miðlun, útgáfu og sýningargerð. Á söfnum starfar nefnilega ótrúlega skapandi fólk, sérfræðingar í sýningagerð, sem kunna þá kúnst að ná til ólíkra hópa sem koma í heimsókn. Í safnfræðslunni vinnur metnaðarfullt og hugmyndaríkt fólk sem kann að setja efnið fram á áhugaverðan hátt, flétta saman fróðleik og skemmtun, og vekja áhuga á viðfangsefninu. Á söfnum starfar fólk sem stendur fyrir ýmiskonar viðburðum, sem tengja saman ólíka hópa og vinna með því gegn einmannaleika og fordómum. Fólkið í móttöku safnanna er svo andlit þeirra út á við, tekur á móti gestum, leiðbeinir, svarar spurningum og passar upp á safnkostinn. Á litlum söfnum er einn og sami einstaklingurinn stundum allt þetta fólk. Öll þessi mikilvægu verkefni skila sér svo út í samfélagið. Rannsóknir og miðlun stuðla að betra samfélagi, vinna t.d. að auknu jafnrétti og gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum. Með fjölbreyttum viðburðum sem auka samkennd og eru undirstaða að mannlífi og menningu. Með því að varðveita söguna fyrir komandi kynslóðir. Með því að fræða börn um hvernig samtíminn byggir á fortíðinni og búa þannig til ábyrga einstaklinga. Með því að setja söguna í nýtt samhengi. Með því að laða að ferðafólk til Íslands og skemmta því og fræða. Með því að búa til menningarlegt og skemmtilegt samfélag sem fólk vill tilheyra. Á söfnum starfar stór hópur af duglegu, reynslumiklu og skapandi hugsjóna- og fagfólki. Mörg þeirra geta haldið mörgum boltum á lofti eins og ekkert sé og eru sérfræðingar í að gera mikið úr litlu. Það er mikilvægt að átta sig á þessari fagmennsku, reynslu og sérfræðikunnáttu þegar rætt er um söfn og leita til safnafólks þegar málaflokkurinn er ræddur. Það þarf að styðja betur við starf safna og safnafólks og gæta þess að taka ekki öllu því góða starfi sem unnið er á söfnunum sem sjálfsögðum hlut. Þann 18. maí, á Alþjóðlega safnadeginum, hvet ég öll sem þetta lesa til að heimsækja söfn í ykkar nágrenni og í leiðinni að muna eftir að hrósa öllu því harðduglega safnafólki sem þið þekkið eða starfa á ykkar safni! Við safnafólk segi ég; Innilega til hamingju með safnadaginn og takk fyrir ykkar frábæra og öfluga starf. Það skiptir máli. Miklu máli! Höfundur er verkefnisstjóri Alþjóðlega safnadagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Söfn Mest lesið Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Sjá meira
Við erum ótrúlega heppin á Íslandi að hér sé jafn fjölbreytt, öflugt og áhugavert safnastarf og raun ber vitni. Á Íslandi má finna fjölda safna, t.d. náttúruminja-, lista-, og minjasöfn, auk hinna ýmsu sérsafna. Einnig er starfandi net skjala- og bókasafna um landið. Það er reyndar kannski ekki rétt að segja að við séum heppin, því þetta öfluga safnastarf sprettur ekki úr engu. Í safnaheiminum starfar nefnilega ótrúlega duglegt, hugmyndaríkt og drífandi fólk. Fólk sem hefur brennandi áhuga og metnað fyrir menningu, sögu, náttúru og list. Mikið af safnastarfi fer fram á bak við tjöldin og er ekki sýnilegt gestum safna. Það eru engu að síður mjög mikilvæg verkefni. Safnafólkið safnar munum og minjum, myndum og minningum, skráir menningararfinn og varðveitir fyrir komandi kynslóðir. Safnafólk stundar rannsóknir, setur viðfangsefni safnanna í nýtt samhengi og skoðar safngripi út frá nýjum vinklum. Þessi vinna skilar sér svo út í samfélagiðmeð allskonar miðlun, útgáfu og sýningargerð. Á söfnum starfar nefnilega ótrúlega skapandi fólk, sérfræðingar í sýningagerð, sem kunna þá kúnst að ná til ólíkra hópa sem koma í heimsókn. Í safnfræðslunni vinnur metnaðarfullt og hugmyndaríkt fólk sem kann að setja efnið fram á áhugaverðan hátt, flétta saman fróðleik og skemmtun, og vekja áhuga á viðfangsefninu. Á söfnum starfar fólk sem stendur fyrir ýmiskonar viðburðum, sem tengja saman ólíka hópa og vinna með því gegn einmannaleika og fordómum. Fólkið í móttöku safnanna er svo andlit þeirra út á við, tekur á móti gestum, leiðbeinir, svarar spurningum og passar upp á safnkostinn. Á litlum söfnum er einn og sami einstaklingurinn stundum allt þetta fólk. Öll þessi mikilvægu verkefni skila sér svo út í samfélagið. Rannsóknir og miðlun stuðla að betra samfélagi, vinna t.d. að auknu jafnrétti og gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum. Með fjölbreyttum viðburðum sem auka samkennd og eru undirstaða að mannlífi og menningu. Með því að varðveita söguna fyrir komandi kynslóðir. Með því að fræða börn um hvernig samtíminn byggir á fortíðinni og búa þannig til ábyrga einstaklinga. Með því að setja söguna í nýtt samhengi. Með því að laða að ferðafólk til Íslands og skemmta því og fræða. Með því að búa til menningarlegt og skemmtilegt samfélag sem fólk vill tilheyra. Á söfnum starfar stór hópur af duglegu, reynslumiklu og skapandi hugsjóna- og fagfólki. Mörg þeirra geta haldið mörgum boltum á lofti eins og ekkert sé og eru sérfræðingar í að gera mikið úr litlu. Það er mikilvægt að átta sig á þessari fagmennsku, reynslu og sérfræðikunnáttu þegar rætt er um söfn og leita til safnafólks þegar málaflokkurinn er ræddur. Það þarf að styðja betur við starf safna og safnafólks og gæta þess að taka ekki öllu því góða starfi sem unnið er á söfnunum sem sjálfsögðum hlut. Þann 18. maí, á Alþjóðlega safnadeginum, hvet ég öll sem þetta lesa til að heimsækja söfn í ykkar nágrenni og í leiðinni að muna eftir að hrósa öllu því harðduglega safnafólki sem þið þekkið eða starfa á ykkar safni! Við safnafólk segi ég; Innilega til hamingju með safnadaginn og takk fyrir ykkar frábæra og öfluga starf. Það skiptir máli. Miklu máli! Höfundur er verkefnisstjóri Alþjóðlega safnadagsins.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun