„Hann lítur til hliðar og lemur hann í andlitið“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. maí 2023 09:19 Kjartan Henry Finnbogason útskýrir olnbogaskotið fyrir fórnarlambinu Nikolaj Hansen. S2 Sport Það var mikill hiti í mönnum í leik Víkings og FH í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöldi og eftir leikinn töluðu báðir þjálfarar liðanna, Arnar Gunnlaugsson og Heimir Guðjónsson, um grófan leik andstæðinganna. Stúkan ræddi þennan leik og fór meðal annars yfir nokkur atriði tengdum þeim Kjartani Henry Finnbogasyni hjá FH og Pablo Punyed hjá Víkingum. „Að kannski máli málanna. Arnar (Gunnlaugsson) var reiður við Kjartan Henry (Finnbogason). Við getum séð þetta,“ sagði Guðmundur Benediktsson, umsjónarmaður Stúkunnar, og sýndi myndbrot af því þegar Kjartan Henry sparkar í átt að andliti Birnis Snæs Ingasonar en hittir ekki. „Hér er Kjartan í baráttunni við Birni Snæ. Við sjáum hvernig Kjartan Henry sparkar frá sér. Það er ekki honum að þakka að hann fer ekki í Birni Snæ þarna,“ sagði Guðmundur. „Þetta er klárlega gult ef ekki rautt spjald. Ef þú reynir að slá einhvern er það ekki rautt spjald? Hann reynir klárlega að sparka í manninn eftir að boltinn er farinn,“ sagði Lárus Orri Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar. Í dag sendi Kjartan frá sér yfirlýsingu vegna framgöngu sinnar í gær og kvaðst harma sparkið. Gummi Ben var ekki hættur að sýna atvik með Kjartani Henry. „Síðan er þetta atvik hér þegar Niko Hansen liggur eftir alblóðugur. Hér er Kjartan að gæta hans og fer klárlega með olnbogann í andlitið á honum hér,“ sagði Guðmundur. „Þegar ég horfi á þetta þá met ég þetta þannig að hann lítur til hliðar og lemur hann í andlitið,“ sagði Lárus Orri. „Ég er sammála því. Hann horfir alveg augljóslega á hann þarna,“ sagði Albert Brynjar Ingason, sérfræðingur Stúkunnar. „Ég sé það bara þannig. Það er enginn tími eða pláss fyrir svona hluti. Við nennum ekki svona hlutum. Takist vel á innan fótboltans en ekki þetta bull,“ sagði Lárus. Það er sýnt myndbrot af því þegar Kjartan Henry ræðir málin við Nikolaj Hansen og útskýrir að þetta hafi ekki verið viljandi. Þeir takast síðan í hendur. „Niko trúði þessu kannski þarna en ef hann horfir á þetta núna þá er hann enn þá meira pirraður. Ef að það væri gamla góða Varsjáin í gangi þá hefði Kjartan endað með tvö rauð spjöld,“ sagði Albert og hélt áfram. „Þetta minnir mig rosalega á Patrick Vieira og Ruud van Nistelrooy þegar hann sparkaði upp. Rautt spjald þar og rautt spjald þarna,“ sagði Albert. Guðmundur og strákarnir í Stúkunni fór einnig yfir það þegar Pablo Punyed fékk gult spjald fyrir að keyra niður Úlf Ágúst Björnsson sem hafði áður sparkað hann niður. „Við sjáum þetta kannski ekki eins vel og við sjáum atvikið áðan hjá Kjartani. Þetta er ekki eins slæmt og hjá Kjartani. Það er alveg augljóst. Hann fer ekki með olnboga í andlitið á honum en hann keyrir í hann,“ sagði Lárus. Hér fyrir neðan má sjá Stúkuna fara yfir brotin hjá Kjartani Henry og brotið hjá Pablo. Klippa: Umræða um brot Kjartans Henry og Pablo Besta deild karla Stúkan Víkingur Reykjavík FH Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjá meira
Stúkan ræddi þennan leik og fór meðal annars yfir nokkur atriði tengdum þeim Kjartani Henry Finnbogasyni hjá FH og Pablo Punyed hjá Víkingum. „Að kannski máli málanna. Arnar (Gunnlaugsson) var reiður við Kjartan Henry (Finnbogason). Við getum séð þetta,“ sagði Guðmundur Benediktsson, umsjónarmaður Stúkunnar, og sýndi myndbrot af því þegar Kjartan Henry sparkar í átt að andliti Birnis Snæs Ingasonar en hittir ekki. „Hér er Kjartan í baráttunni við Birni Snæ. Við sjáum hvernig Kjartan Henry sparkar frá sér. Það er ekki honum að þakka að hann fer ekki í Birni Snæ þarna,“ sagði Guðmundur. „Þetta er klárlega gult ef ekki rautt spjald. Ef þú reynir að slá einhvern er það ekki rautt spjald? Hann reynir klárlega að sparka í manninn eftir að boltinn er farinn,“ sagði Lárus Orri Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar. Í dag sendi Kjartan frá sér yfirlýsingu vegna framgöngu sinnar í gær og kvaðst harma sparkið. Gummi Ben var ekki hættur að sýna atvik með Kjartani Henry. „Síðan er þetta atvik hér þegar Niko Hansen liggur eftir alblóðugur. Hér er Kjartan að gæta hans og fer klárlega með olnbogann í andlitið á honum hér,“ sagði Guðmundur. „Þegar ég horfi á þetta þá met ég þetta þannig að hann lítur til hliðar og lemur hann í andlitið,“ sagði Lárus Orri. „Ég er sammála því. Hann horfir alveg augljóslega á hann þarna,“ sagði Albert Brynjar Ingason, sérfræðingur Stúkunnar. „Ég sé það bara þannig. Það er enginn tími eða pláss fyrir svona hluti. Við nennum ekki svona hlutum. Takist vel á innan fótboltans en ekki þetta bull,“ sagði Lárus. Það er sýnt myndbrot af því þegar Kjartan Henry ræðir málin við Nikolaj Hansen og útskýrir að þetta hafi ekki verið viljandi. Þeir takast síðan í hendur. „Niko trúði þessu kannski þarna en ef hann horfir á þetta núna þá er hann enn þá meira pirraður. Ef að það væri gamla góða Varsjáin í gangi þá hefði Kjartan endað með tvö rauð spjöld,“ sagði Albert og hélt áfram. „Þetta minnir mig rosalega á Patrick Vieira og Ruud van Nistelrooy þegar hann sparkaði upp. Rautt spjald þar og rautt spjald þarna,“ sagði Albert. Guðmundur og strákarnir í Stúkunni fór einnig yfir það þegar Pablo Punyed fékk gult spjald fyrir að keyra niður Úlf Ágúst Björnsson sem hafði áður sparkað hann niður. „Við sjáum þetta kannski ekki eins vel og við sjáum atvikið áðan hjá Kjartani. Þetta er ekki eins slæmt og hjá Kjartani. Það er alveg augljóst. Hann fer ekki með olnboga í andlitið á honum en hann keyrir í hann,“ sagði Lárus. Hér fyrir neðan má sjá Stúkuna fara yfir brotin hjá Kjartani Henry og brotið hjá Pablo. Klippa: Umræða um brot Kjartans Henry og Pablo
Besta deild karla Stúkan Víkingur Reykjavík FH Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjá meira