„Gekk einfaldlega allt upp hjá okkur í dag“ Kári Mímisson skrifar 14. maí 2023 22:40 Rúnar Páll var mjög sáttur að leik loknum. Vísir/Diego Fylkir vann glæsilegan 3-1 sigur á Fram í Bestu deild karla. Fyrir leik voru fyrstu bikarhafar Fylkis heiðraðir og strákarnir náðu í þrjú stig fyrir þá hér í kvöld. Rúnar Páll Sigmundsson var að vonum ánægður með sigurinn og sagði að þetta hafi verið einn af þessum leikjum þar sem allt gekk upp. „Það er bara frábært fyrir okkur að geta heiðrað þessa snillinga með góðum sigri. Mér fannst við vera ótrúlega góðir í dag. Fáum á okkur klaufalegt mark í byrjun leiks en síðan fannst mér við bara vera fínir. Við komumst inn í leikinn síðustu 25 mínúturnar í fyrri hálfleik og komum bara ágætlega sáttir inn í hálfleik.“ „Skorum tvö auka frábær mörk í seinni hálfleik. Mörk tvö og þrjú eru algjör snilldar mörk. Einnig var markið í fyrri hálfleik algjör snilld og ótrúlega vel gert. Það var góður heildarbragur á liðinu. Við vörðumst vel og sérstaklega í föstum leikatriðum, Óli ver víti og það gekk einfaldlega allt upp hjá okkur í dag. Ég er bara hrikalega stoltur af liðinu. Það var kærkomið að fá þessi þrjú stig í dag.“ Ólafur Karl Finsen skoraði fyrsta mark Fylkis þegar hann jafnaði leikinn 1-1. Ólafur vippaði boltanum afar fallega yfir nafna sinn Ólaf Íshólm í marki Fram. Rúnar var að vonum ánægður með Ólaf eftir leik. „Þetta var snilldarleg afgreiðsla og þetta er bara Óli Kalli. Hann er svo góður í fótbolta að það hálfa væri nóg. Það er bara snilld að hafa hann hérna í okkar röðum. “ Fram voru betri aðili leiksins framan af og stjórnuðu öllu inni á vellinum. Er þetta eitthvað sem Rúnar hefur áhyggjur af? „Þeir voru kannski meira með boltann en þeir gerðu nú ekkert meira eftir að þeir skoruðu þetta mark. Ég hef engar áhyggjur af því. Við vorum með fínt skipulag. Við fórum aðeins framar og breytum aðeins eftir að þeir skoruðu markið, ýtum Nikulás Val aðeins hærra upp og fórum í 4-4-2. Við það breytist leikurinn smá og við náðum að ýta aðeins hærra á þá. Framararnir sköpuðu sér ekkert í sjálfu sér þó þeir væru meira með boltann. Framararnir eru með gott lið og um leið og við gefum þeim eitthvað svæði eða pláss þá geta þeir sundur spilað þig. Þeir gerðu það ekki í dag við okkur. Mér fannst við bara spila þennan leik í dag ágætlega þrátt fyrir að þeir hafi verið meira með boltann þarna í fyrri hálfleik.“ Þriðja mark Fylkis var einkar glæsilegt og virtist koma beint af æfingasvæðinu. Kom það beint af æfingarsvæðinu? „Nei, það held ég nú ekki. Þetta eru bara góðir fótboltamenn og þeir taka ákvörðunina um að gera þetta svona þá er það bara frábært. Frábær sending frá Bigga og aggresíft hlaup hjá Orra. En nei, nei þetta er ekkert af æfingasvæðinu.“ Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Fylkir Tengdar fréttir Leik lokið: Fylkir – Fram 3-1 | Heimamenn komu til baka og sendu KR á botninn Fylkir kom til baka gegn Fram í 7. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu eftir að lenda 0-1 undir. Sigur Fylkis þýðir að KR er komið á botn Bestu deildarinnar. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 14. maí 2023 21:15 Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Sjá meira
„Það er bara frábært fyrir okkur að geta heiðrað þessa snillinga með góðum sigri. Mér fannst við vera ótrúlega góðir í dag. Fáum á okkur klaufalegt mark í byrjun leiks en síðan fannst mér við bara vera fínir. Við komumst inn í leikinn síðustu 25 mínúturnar í fyrri hálfleik og komum bara ágætlega sáttir inn í hálfleik.“ „Skorum tvö auka frábær mörk í seinni hálfleik. Mörk tvö og þrjú eru algjör snilldar mörk. Einnig var markið í fyrri hálfleik algjör snilld og ótrúlega vel gert. Það var góður heildarbragur á liðinu. Við vörðumst vel og sérstaklega í föstum leikatriðum, Óli ver víti og það gekk einfaldlega allt upp hjá okkur í dag. Ég er bara hrikalega stoltur af liðinu. Það var kærkomið að fá þessi þrjú stig í dag.“ Ólafur Karl Finsen skoraði fyrsta mark Fylkis þegar hann jafnaði leikinn 1-1. Ólafur vippaði boltanum afar fallega yfir nafna sinn Ólaf Íshólm í marki Fram. Rúnar var að vonum ánægður með Ólaf eftir leik. „Þetta var snilldarleg afgreiðsla og þetta er bara Óli Kalli. Hann er svo góður í fótbolta að það hálfa væri nóg. Það er bara snilld að hafa hann hérna í okkar röðum. “ Fram voru betri aðili leiksins framan af og stjórnuðu öllu inni á vellinum. Er þetta eitthvað sem Rúnar hefur áhyggjur af? „Þeir voru kannski meira með boltann en þeir gerðu nú ekkert meira eftir að þeir skoruðu þetta mark. Ég hef engar áhyggjur af því. Við vorum með fínt skipulag. Við fórum aðeins framar og breytum aðeins eftir að þeir skoruðu markið, ýtum Nikulás Val aðeins hærra upp og fórum í 4-4-2. Við það breytist leikurinn smá og við náðum að ýta aðeins hærra á þá. Framararnir sköpuðu sér ekkert í sjálfu sér þó þeir væru meira með boltann. Framararnir eru með gott lið og um leið og við gefum þeim eitthvað svæði eða pláss þá geta þeir sundur spilað þig. Þeir gerðu það ekki í dag við okkur. Mér fannst við bara spila þennan leik í dag ágætlega þrátt fyrir að þeir hafi verið meira með boltann þarna í fyrri hálfleik.“ Þriðja mark Fylkis var einkar glæsilegt og virtist koma beint af æfingasvæðinu. Kom það beint af æfingarsvæðinu? „Nei, það held ég nú ekki. Þetta eru bara góðir fótboltamenn og þeir taka ákvörðunina um að gera þetta svona þá er það bara frábært. Frábær sending frá Bigga og aggresíft hlaup hjá Orra. En nei, nei þetta er ekkert af æfingasvæðinu.“
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Fylkir Tengdar fréttir Leik lokið: Fylkir – Fram 3-1 | Heimamenn komu til baka og sendu KR á botninn Fylkir kom til baka gegn Fram í 7. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu eftir að lenda 0-1 undir. Sigur Fylkis þýðir að KR er komið á botn Bestu deildarinnar. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 14. maí 2023 21:15 Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Sjá meira
Leik lokið: Fylkir – Fram 3-1 | Heimamenn komu til baka og sendu KR á botninn Fylkir kom til baka gegn Fram í 7. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu eftir að lenda 0-1 undir. Sigur Fylkis þýðir að KR er komið á botn Bestu deildarinnar. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 14. maí 2023 21:15