PSG hársbreidd frá meistaratitlinum | Dortmund heldur í við Bayern Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. maí 2023 21:31 Mbappé skoraði tvö í kvöld. Ibrahim Ezzat/Getty Images París Saint-Germain vann öruggan 5-0 sigur á AC Ajaccio í frönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu i kvöld. Í Þýskalandi vann Borussia Dortmund 5-2 sigur á Gladbach og er því enn í harðri baráttu við Bayern um meistaratitilinn. París Saint-Germain vann öruggan 5-0 sigur á AC Ajaccio í frönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu i kvöld. Það hefur mikið gengið á hjá PSG að undanförnu en þó liðið verði franskur meistari er ljóst að um mikið vonbrigða tímabil er að ræða. Takist liðinu að henda frá sér meistaratitlinum má reikna með óeirðum í París. Liðið vann einkar öruggan sigur í kvöld þar sem Fabian Ruiz og Achraf Hakimi skoruðu í fyrri hálfleik. Í þeim síðari skoraði Kylian Mbappé tvívegis áður en leikmaður gestanna varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. 2 6 * @KMbappe #PSGACA 4-0 https://t.co/p3MlyquZkb pic.twitter.com/9Ug25KXrq8— Paris Saint-Germain (@PSG_inside) May 13, 2023 Hakimi fékk beint rautt spjald þegar 13 mínútur lifðu leiks. Leikmaður gestanna fór sömu leið skömmu síðar. Það hafði engin áhrif á lokatölur en PSG vann 5-0 sigur. Þegar PSG og Lens eiga þrjá leiki eftir er Parísarliðið með 81 stig og Lens 75 stig. Marseille er svo í 3. sæti með 70 stig eftir 34 leiki. Í Þýskalandi heldur Dortmund í topplið Bayern eftir 5-2 sigur á Gladbach. Donyell Malen, Jude Bellingam og Sebastian Haller skoruðu allir í fyrri hálfleik, staðan 4-0 Dortmudn í vil þegar liðin gengu til búningsherbergja. pic.twitter.com/9UttrK7Y4L— Jude Bellingham (@BellinghamJude) May 13, 2023 Ramy Bensebaini og Lars Stindl minnkuðu muninn áður en Giovanni Reyna skoraði fimmta mark Dortmund, lokatölur 5-2. Þegar sex umferðir eru eftir af þýsku úrvalsdeildinni er Dortmund með 67 stig eða aðeins stigi minna en topplið Bayern. Gladbach er í 11. sæti með 39 stig. Fótbolti Franski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára strákur drukknaði Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Fleiri fréttir Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Sjá meira
París Saint-Germain vann öruggan 5-0 sigur á AC Ajaccio í frönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu i kvöld. Það hefur mikið gengið á hjá PSG að undanförnu en þó liðið verði franskur meistari er ljóst að um mikið vonbrigða tímabil er að ræða. Takist liðinu að henda frá sér meistaratitlinum má reikna með óeirðum í París. Liðið vann einkar öruggan sigur í kvöld þar sem Fabian Ruiz og Achraf Hakimi skoruðu í fyrri hálfleik. Í þeim síðari skoraði Kylian Mbappé tvívegis áður en leikmaður gestanna varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. 2 6 * @KMbappe #PSGACA 4-0 https://t.co/p3MlyquZkb pic.twitter.com/9Ug25KXrq8— Paris Saint-Germain (@PSG_inside) May 13, 2023 Hakimi fékk beint rautt spjald þegar 13 mínútur lifðu leiks. Leikmaður gestanna fór sömu leið skömmu síðar. Það hafði engin áhrif á lokatölur en PSG vann 5-0 sigur. Þegar PSG og Lens eiga þrjá leiki eftir er Parísarliðið með 81 stig og Lens 75 stig. Marseille er svo í 3. sæti með 70 stig eftir 34 leiki. Í Þýskalandi heldur Dortmund í topplið Bayern eftir 5-2 sigur á Gladbach. Donyell Malen, Jude Bellingam og Sebastian Haller skoruðu allir í fyrri hálfleik, staðan 4-0 Dortmudn í vil þegar liðin gengu til búningsherbergja. pic.twitter.com/9UttrK7Y4L— Jude Bellingham (@BellinghamJude) May 13, 2023 Ramy Bensebaini og Lars Stindl minnkuðu muninn áður en Giovanni Reyna skoraði fimmta mark Dortmund, lokatölur 5-2. Þegar sex umferðir eru eftir af þýsku úrvalsdeildinni er Dortmund með 67 stig eða aðeins stigi minna en topplið Bayern. Gladbach er í 11. sæti með 39 stig.
Fótbolti Franski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára strákur drukknaði Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Fleiri fréttir Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Sjá meira