Helsjúkur leigumarkaður í Reykjavík Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 14. maí 2023 07:00 Við í Flokki fólksins viljum ræða leigumarkaðinn í Reykjavík á næsta borgarstjórnarfundi sem er 16. maí næstkomandi. Leiga er að sliga fjölmarga leigjendur sem eiga ekki krónu afgangs þegar búið er að greiða leigu og aðrar nauðsynjar. Grunnvandinn er húsnæðisskortur sem er mikill í Reykjavík. Það sárvantar húsnæði af öllu stærðum og gerðum. Framboð og eftirspurn er langt frá því að vera í jafnvægi og verður sennilega ekki næstu árin. Það hefur jú verið byggt en engan vegin nóg. Reykjavíkurborg ber hér ríka ábyrgð. Borgarmeirihlutinn hefur einblínt á að þétta byggð. Að þétta byggð er dýrt, tekur langan tíma og íbúðir á þéttingarreitum eru rándýrar. Efnafólk hefur notið góðs af og sölsað undir sig mörgum eignum sem leigðar eru á okurverði. Skortur á lóðaframboði kemur í veg fyrir hagkvæma húsnæðisuppbyggingu og hagkvæmt húsnæði verður ekki byggt á þéttingarreitum. Eitt leiðir af öðru, skortur á húsnæði hefur áhrif á vexti og verðbólgu sem bæði hafa hækkað. Námsmenn og ungt fólk er fast heima hjá foreldrum. Efnaminna og fátækt fólk eru sumt hvert á vergangi, þurfa sífellt að vera að færa sig um set. Hópur foreldrar sem eru á leigumarkaði þvælast frá einu húsnæði í annað með börn sín. Dæmi eru um að börn frá efnaminni heimilum hafi gengið í marga grunnskóla áður en þau brautskrást. Vart þarf að fjölyrða um hin neikvæðu áhrif sem tíðir flutningar hafa á andlega og félagslega líðan barnanna sem um ræðir. Frumskógarlögmálið Ójöfnuður og fátækt í Reykjavík hefur aukist mikið síðustu ár. Lágtekjufólk greiðir allt að 70% af ráðstöfunartekjum sínum í leigu og jafnvel meira. Segja má að frumskógarlögmálið gildi á þessum helsjúka markaði. Ekki er vitað hversu margir búa við óviðunandi og jafnvel við stór hættulegar aðstæður, í húsnæði sem er ekki samþykkt. Fyrir slíkt húsnæði sem kallast varla húsnæði er fólk kannski samt að borga okurleigu fyrir. Það er hlutverk stjórnvalda að tryggja sanngjarnt leiguverð í samræmi við greiðslugetu leigjenda og vill Flokkur fólksins skoða að setja á leiguþak /leigubremsu eins og víða tíðkast í löndum sem við berum okkur helst saman við. Borgin getur beitt sér fyrir að sett verði leiguþak eða leigubremsa t.d. tímabundið á meðan ástandið er svo bagalegt. Ljóst er að hvatning til leigusala að stilla leiguverði í hóf hefur ekki áhrif. Hvað er borgarmeirihlutinn annars að gera til að beita sér í þessum málum? Á meðan ástandið er svona slæmt þarf að huga enn betur að því að auka beinan stuðning við leigjendur í formi styrkja. Hlúa þarf sérstaklega að barnafjölskyldum. Einnig þarf að gera betur fyrir þá sem nú búa við hættulegar aðstæður vegna þess að húsnæði er óíbúðarhæft. Það er ekki ein báran stök því leiga hefur einnig hækkað hjá Félagsbústöðum og eru margir leigjendur að sligast. Sá hópur sem um ræðir hjá Félagsbústöðum eru flestir efnaminna fólk. Ef leigjendur standa ekki í skilum þá er skuld þeirra send í innheimtu til Motus. Harkalegar innheimtuaðgerðir eru ekki til að bæta þegar illa stendur á hjá fólki fjárhagslega. Borgarfulltrúi Flokks fólksins vill fá umræðu um hvað Reykjavíkurborg geti gert í stöðunni, hvað úrræða er hægt að grípa til svo létta megi undir með leigjendum á meðan leigumarkaðurinn er svona erfiður eins og raun ber vitni. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Flokkur fólksins Leigumarkaður Borgarstjórn Reykjavík Húsnæðismál Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Sjá meira
Við í Flokki fólksins viljum ræða leigumarkaðinn í Reykjavík á næsta borgarstjórnarfundi sem er 16. maí næstkomandi. Leiga er að sliga fjölmarga leigjendur sem eiga ekki krónu afgangs þegar búið er að greiða leigu og aðrar nauðsynjar. Grunnvandinn er húsnæðisskortur sem er mikill í Reykjavík. Það sárvantar húsnæði af öllu stærðum og gerðum. Framboð og eftirspurn er langt frá því að vera í jafnvægi og verður sennilega ekki næstu árin. Það hefur jú verið byggt en engan vegin nóg. Reykjavíkurborg ber hér ríka ábyrgð. Borgarmeirihlutinn hefur einblínt á að þétta byggð. Að þétta byggð er dýrt, tekur langan tíma og íbúðir á þéttingarreitum eru rándýrar. Efnafólk hefur notið góðs af og sölsað undir sig mörgum eignum sem leigðar eru á okurverði. Skortur á lóðaframboði kemur í veg fyrir hagkvæma húsnæðisuppbyggingu og hagkvæmt húsnæði verður ekki byggt á þéttingarreitum. Eitt leiðir af öðru, skortur á húsnæði hefur áhrif á vexti og verðbólgu sem bæði hafa hækkað. Námsmenn og ungt fólk er fast heima hjá foreldrum. Efnaminna og fátækt fólk eru sumt hvert á vergangi, þurfa sífellt að vera að færa sig um set. Hópur foreldrar sem eru á leigumarkaði þvælast frá einu húsnæði í annað með börn sín. Dæmi eru um að börn frá efnaminni heimilum hafi gengið í marga grunnskóla áður en þau brautskrást. Vart þarf að fjölyrða um hin neikvæðu áhrif sem tíðir flutningar hafa á andlega og félagslega líðan barnanna sem um ræðir. Frumskógarlögmálið Ójöfnuður og fátækt í Reykjavík hefur aukist mikið síðustu ár. Lágtekjufólk greiðir allt að 70% af ráðstöfunartekjum sínum í leigu og jafnvel meira. Segja má að frumskógarlögmálið gildi á þessum helsjúka markaði. Ekki er vitað hversu margir búa við óviðunandi og jafnvel við stór hættulegar aðstæður, í húsnæði sem er ekki samþykkt. Fyrir slíkt húsnæði sem kallast varla húsnæði er fólk kannski samt að borga okurleigu fyrir. Það er hlutverk stjórnvalda að tryggja sanngjarnt leiguverð í samræmi við greiðslugetu leigjenda og vill Flokkur fólksins skoða að setja á leiguþak /leigubremsu eins og víða tíðkast í löndum sem við berum okkur helst saman við. Borgin getur beitt sér fyrir að sett verði leiguþak eða leigubremsa t.d. tímabundið á meðan ástandið er svo bagalegt. Ljóst er að hvatning til leigusala að stilla leiguverði í hóf hefur ekki áhrif. Hvað er borgarmeirihlutinn annars að gera til að beita sér í þessum málum? Á meðan ástandið er svona slæmt þarf að huga enn betur að því að auka beinan stuðning við leigjendur í formi styrkja. Hlúa þarf sérstaklega að barnafjölskyldum. Einnig þarf að gera betur fyrir þá sem nú búa við hættulegar aðstæður vegna þess að húsnæði er óíbúðarhæft. Það er ekki ein báran stök því leiga hefur einnig hækkað hjá Félagsbústöðum og eru margir leigjendur að sligast. Sá hópur sem um ræðir hjá Félagsbústöðum eru flestir efnaminna fólk. Ef leigjendur standa ekki í skilum þá er skuld þeirra send í innheimtu til Motus. Harkalegar innheimtuaðgerðir eru ekki til að bæta þegar illa stendur á hjá fólki fjárhagslega. Borgarfulltrúi Flokks fólksins vill fá umræðu um hvað Reykjavíkurborg geti gert í stöðunni, hvað úrræða er hægt að grípa til svo létta megi undir með leigjendum á meðan leigumarkaðurinn er svona erfiður eins og raun ber vitni. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun