„Þetta þýðir að fólk þarf að vera heima með börnunum sínum“ Máni Snær Þorláksson skrifar 13. maí 2023 13:11 Formaður BSRB segir ólíklegt að samningar náist fyrir verkföll. Vísir/Vilhelm Formaður BSRB segir Samband íslenskra sveitarfélaga ekki hafa sýnt neinn samningsvilja í kjaraviðræðum. Því séu allar líkur á að verkföll meðal félagsfólks hefjist eftir helgi. Foreldrar geti búist við því að þurfa mögulega að vera heima með börnunum sínum sökum verkfallanna. Ekkert virðist ganga í samningsviðræðum BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fundur þeirra með ríkissáttasemjara í gær bar ekki árangur frekar en fyrri fundir. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir það vera vegna skorts á samningsvilja af hálfu sambandsins. Ekki hefur verið boðað til annars fundar. „Markmiðið okkar er auðvitað alltaf að gera kjarasamning, að grípa til aðgerða er neyðarúrræði. Þannig við vonumst auðvitað eftir því að sambandið fari að sýna einhvern samningsvilja en það hefur ekki gert það hingað til.“ Sonja segir að í grunninn sé BSRB að krefjast leiðréttingar á misrétti í launum félagsfólks síns gagnvart fólki sem er í öðrum stéttarfélum. BSRB telji að um sé að ræða brot á jafnréttislögum. „Það er svona kveikjan að þessum ágreiningi. En síðan í ljósi þess að við erum komin út í aðgerðir þá auðvitað, vegna þess að það er stefnt að svona skammtímasamningum með hóflegum kröfum, er það náttúrulega ekki þannig að okkar fólk sé tilbúið að slá af sínum kröfum. Þannig það er líka sömuleiðis krafa um að það sé lyfting á þeim sem eru á lægstu laununum og aukagreiðslur hjá þeim sem starfa á leikskólum og í þjónustu við fatlað fólk, sem eru á allra lægstu laununum á vinnumarkaði.“ Ólíklegt að samningar náist fyrir verkföll Að öllu óbreyttu munu verkföll félagsfólks í BSRB því hefjast á mánudaginn. Sonja segir samningaviðræður félagsins við sambandið ekki hafa gengið vel í gær. „Það er mjög ólíklegt að samningar náist í tæka tíð fyrir verkföll. Við áttum fund í gær með sambandinu og það þokaðist ekkert áfram.“ Sonja segir að verkföllin muni hafa víðtæk áhrif. „Þetta eru auðvitað störf okkar félagsfólks í grunnskólum, leikskólum og frístundahúsum í fjórum sveitarfélögum þessa fyrstu tvo daga. Svo fjölgar þeim í vikunni þar á eftir.“ Misjafnt verði eftir skólum hvernig verkfallið fer fram. „Þannig ég geri ráð fyrir því að skólarnir séu búnir að senda til foreldra hvaða áhrif þetta muni hafa á hvern og einn, þannig þau séu með skýrar upplýsingar um það.“ Hún segir að einhverjar leikskóladeildir gætu lokað eða að færri börn komist að. „Þetta þýðir að fólk þarf að vera heima með börnunum sínum.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Sjá meira
Ekkert virðist ganga í samningsviðræðum BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fundur þeirra með ríkissáttasemjara í gær bar ekki árangur frekar en fyrri fundir. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir það vera vegna skorts á samningsvilja af hálfu sambandsins. Ekki hefur verið boðað til annars fundar. „Markmiðið okkar er auðvitað alltaf að gera kjarasamning, að grípa til aðgerða er neyðarúrræði. Þannig við vonumst auðvitað eftir því að sambandið fari að sýna einhvern samningsvilja en það hefur ekki gert það hingað til.“ Sonja segir að í grunninn sé BSRB að krefjast leiðréttingar á misrétti í launum félagsfólks síns gagnvart fólki sem er í öðrum stéttarfélum. BSRB telji að um sé að ræða brot á jafnréttislögum. „Það er svona kveikjan að þessum ágreiningi. En síðan í ljósi þess að við erum komin út í aðgerðir þá auðvitað, vegna þess að það er stefnt að svona skammtímasamningum með hóflegum kröfum, er það náttúrulega ekki þannig að okkar fólk sé tilbúið að slá af sínum kröfum. Þannig það er líka sömuleiðis krafa um að það sé lyfting á þeim sem eru á lægstu laununum og aukagreiðslur hjá þeim sem starfa á leikskólum og í þjónustu við fatlað fólk, sem eru á allra lægstu laununum á vinnumarkaði.“ Ólíklegt að samningar náist fyrir verkföll Að öllu óbreyttu munu verkföll félagsfólks í BSRB því hefjast á mánudaginn. Sonja segir samningaviðræður félagsins við sambandið ekki hafa gengið vel í gær. „Það er mjög ólíklegt að samningar náist í tæka tíð fyrir verkföll. Við áttum fund í gær með sambandinu og það þokaðist ekkert áfram.“ Sonja segir að verkföllin muni hafa víðtæk áhrif. „Þetta eru auðvitað störf okkar félagsfólks í grunnskólum, leikskólum og frístundahúsum í fjórum sveitarfélögum þessa fyrstu tvo daga. Svo fjölgar þeim í vikunni þar á eftir.“ Misjafnt verði eftir skólum hvernig verkfallið fer fram. „Þannig ég geri ráð fyrir því að skólarnir séu búnir að senda til foreldra hvaða áhrif þetta muni hafa á hvern og einn, þannig þau séu með skýrar upplýsingar um það.“ Hún segir að einhverjar leikskóladeildir gætu lokað eða að færri börn komist að. „Þetta þýðir að fólk þarf að vera heima með börnunum sínum.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Sjá meira