Skaut kærustu sína til bana eftir að hún fór í þungunarrof Kjartan Kjartansson skrifar 13. maí 2023 08:43 Morðið var framið á bílastæði í Dallas á miðvikudag. Maðurinn flúði af vettvangi en var handtekinn síðar um daginn. Vísir/Getty Karlmaður á þrítugsaldri sem vildi ekki að kærastan sín færi í þungunarrof skaut hana til bana í Texas í Bandaríkjunum í vikunni. Konan fór til annars ríkis til að gangast undir þungunarrof þar sem það er bannað eftir sjöttu viku meðgöngu í Texas. Til ágreinings kom hjá parinu á bílastæði í Dallas á miðvikudag eftir að hún sneri heim frá Colorado þar sem hún fór í þungunarrof. Í greinargerð með handtökuskipun á hendur manninum kemur fram að lögreglan telji að maðurinn hafi verið faðirinn og að hann hafi ekki viljað að konan færi í þungunarrof. Maðurinn reyndi fyrst að taka konuna kverkataki en hún náði að hrista hann af sér. Á upptöku eftirlitsmyndavélar sást hvernig maðurinn dróg upp byssu og skaut konuna í höfuðið. Hann skaut hana nokkrum sinnum til viðbótar þar sem hún lá í jörðinni áður en hann tók til fótanna, að sögn AP-fréttastofunnar. Lögreglan hafði hendur í hári mannsins, sem er 22 ára gamall, síðar saman dag. Hann er nú í gæsluvarðhaldi, grunaður um morð, og á ekki möguleika á lausn gegn tryggingu. Hann átti fyrir yfir höfði sér ákæru fyrir að ráðast á náinn aðstandanda í mars. Konan sem var myrt var 26 ára gömul. Talið er að það hafi verið hún sem maðurinn réðst á í mars. Í skýrslu til lögreglu sagði kærandi í því máli að maðurinn hefði beitt hana ofbeldi ítrekað á meðan á sambandi þeirra stóð. Hún væri hrædd við manninn þar sem hann hefði hótað fjölskyldu hennar og börnum ofbeldi. Maðurinn sagði lögreglu að konan væri ólétt af barninu hans. Bann í Texas undanfari afnáms réttar til þungunarrofs Texas-ríki bannaði þungunarrof eftir sjöttu viku meðgöngu í september árið 2021 þrátt fyrir að konur ættu rétt til þess samkvæmt dómafordæmi Hæstaréttar Bandaríkjanna á þeim tíma. Til þess að komast í kringum það skrifuðu repúblikanar í Texas lögin þannig að það væri ekki í höndum yfirvalda að framfylgja lögunum heldur gætu almennir borgarar stefnt þeim sem brytu þau. Hæstiréttur Bandaríkjanna neitaði að skerast í leikinn og lögin fengu að taka gildi. Í fyrra sneri svo íhaldssamur meirihluti dómara við hálfrar aldar gömlu dómafordæmi og sviptu konur stjórnarskrárbundnum rétti til þungunarrofs. Síðan þá hefur fjöldi ríkja bannað þungunarrof svo gott sem alfarið. Konur í þeim ríkjum þurfa þá að leita til annarra ríkja vilji þær komast í þungunarrof. Skotárásir í Bandaríkjunum Þungunarrof Bandaríkin Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Til ágreinings kom hjá parinu á bílastæði í Dallas á miðvikudag eftir að hún sneri heim frá Colorado þar sem hún fór í þungunarrof. Í greinargerð með handtökuskipun á hendur manninum kemur fram að lögreglan telji að maðurinn hafi verið faðirinn og að hann hafi ekki viljað að konan færi í þungunarrof. Maðurinn reyndi fyrst að taka konuna kverkataki en hún náði að hrista hann af sér. Á upptöku eftirlitsmyndavélar sást hvernig maðurinn dróg upp byssu og skaut konuna í höfuðið. Hann skaut hana nokkrum sinnum til viðbótar þar sem hún lá í jörðinni áður en hann tók til fótanna, að sögn AP-fréttastofunnar. Lögreglan hafði hendur í hári mannsins, sem er 22 ára gamall, síðar saman dag. Hann er nú í gæsluvarðhaldi, grunaður um morð, og á ekki möguleika á lausn gegn tryggingu. Hann átti fyrir yfir höfði sér ákæru fyrir að ráðast á náinn aðstandanda í mars. Konan sem var myrt var 26 ára gömul. Talið er að það hafi verið hún sem maðurinn réðst á í mars. Í skýrslu til lögreglu sagði kærandi í því máli að maðurinn hefði beitt hana ofbeldi ítrekað á meðan á sambandi þeirra stóð. Hún væri hrædd við manninn þar sem hann hefði hótað fjölskyldu hennar og börnum ofbeldi. Maðurinn sagði lögreglu að konan væri ólétt af barninu hans. Bann í Texas undanfari afnáms réttar til þungunarrofs Texas-ríki bannaði þungunarrof eftir sjöttu viku meðgöngu í september árið 2021 þrátt fyrir að konur ættu rétt til þess samkvæmt dómafordæmi Hæstaréttar Bandaríkjanna á þeim tíma. Til þess að komast í kringum það skrifuðu repúblikanar í Texas lögin þannig að það væri ekki í höndum yfirvalda að framfylgja lögunum heldur gætu almennir borgarar stefnt þeim sem brytu þau. Hæstiréttur Bandaríkjanna neitaði að skerast í leikinn og lögin fengu að taka gildi. Í fyrra sneri svo íhaldssamur meirihluti dómara við hálfrar aldar gömlu dómafordæmi og sviptu konur stjórnarskrárbundnum rétti til þungunarrofs. Síðan þá hefur fjöldi ríkja bannað þungunarrof svo gott sem alfarið. Konur í þeim ríkjum þurfa þá að leita til annarra ríkja vilji þær komast í þungunarrof.
Skotárásir í Bandaríkjunum Þungunarrof Bandaríkin Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira