Krefja bændurna um síðustu kindurnar til slátrunar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. maí 2023 18:19 Daníel segir mikilvægt að bændurnir láti kindurnar sem fyrst af hendi. Vísir/Vilhelm Héraðsdýralæknir á Norðurlandi vestra segir mikilvægt að níu bændur í Miðfjarðarhólfi láti sem fyrst af hendi 35 fjár sem tilheyra bænum Syðri-Urriðaá vegna smithættu. Sjö hundruð kindum af bænum var slátrað í apríl vegna riðu. Alls var um 1400 kindum slátrað í hólfinu. Óttast er að kindurnar geti borið með sér smit á fjall í sumar og þaðan í réttirnar í haust. Matvælastofnun sendi bændum á bæjunum níu bréf þar sem þeir voru hvattir til afhendingar fjárins. Þeim var gefinn innan við tveggja sólarhringa andmælafrestur sem þeir nýttu sér. Daníel Haraldsson, héraðsdýralæknir á Norðurlandi vestra, segir Matvælastofnun vilja fá fram hvað bændur séu að hugsa. Skiptar skoðanir séu í þeim hópi. Einhverjir vilji afhenda kindurnar strax en aðrir vilja bíða átekta, meðal annars sökum anna í sauðburði. Fram kom í frétt Ríkisútvarpsins í gær að ef bændur neituðu að aðstoða og afhenda kindurnar þá yrði óskað eftir fyrirskipun frá ráðherra um aðgerðir. Yrðu bændur ekki við fyrirskipun ráðherra gæti réttur þeirra til skaðabóta frá ríkinu skerst eða glatast að öllu leyti. Daníel segir að náist samkomulag milli bændanna og MAST þá verði þó væntanlega ekki óskað eftir fyrirskipun ráðherra. Bilaður brennsluofn sé að komast í gagnið Daníel útskýrir vilja MAST til að fá allar kindurnar á sama tíma. Það sé kostnaðarsamt að setja brennsluofninn í gang í hvert skipti. Því þurfi allir bændurnir að samþykkja afhendingu á kindunum eða að lofa að gæta ítrustu sóttvarna yfir sauðburðinn, sem er víðast hvar hafinn, og lofa svo afhendingu að loknum sauðburði. Það þurfi að vera alveg skýrt. Smithætta sé meðal annars vegna legvökva við sauðburð. Þá áréttar hann að kindurnar 35 séu hluti af sömu hjörð og skorin var niður á Syðri-Urriðaá í apríl. Því sé ekki um nýjan niðurskurð að ræða, verið sé að ljúka við það verkefni. Brennsluofn sem hefur verið bilaður sé að komast í gagnið og þá sé aftur hægt að taka sýni á rannsóknarstofunni af Keldum. Þar hefur starfsemi legið niðri að undanförnu eftir að eldur kom upp. Daníel útskýrir að lítið hafi gerst undanfarnar fjórar vikur af þessum átæðum. En nú stefnir í að hægt verði að ráðast í verkefnið í næstu viku. Flestar kindurnar sem verður slátrað eru hrútar en eitthvað er um ær líka. Daníel áréttar að engar ær nærri sauðburði verði flutt í sláturhús. Það sé ekki gert vegna þess stress sem skapist við slíka flutninga. Gripirnir verði í þeim tilfellum felldir heima á bænum. Vonir standi til að bændurnir bregðist vel við, samstarf takist um að lágmarka smithættu og fé verði afhent sem fyrst. Riða í Miðfirði Landbúnaður Húnaþing vestra Dýraheilbrigði Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Sjá meira
Matvælastofnun sendi bændum á bæjunum níu bréf þar sem þeir voru hvattir til afhendingar fjárins. Þeim var gefinn innan við tveggja sólarhringa andmælafrestur sem þeir nýttu sér. Daníel Haraldsson, héraðsdýralæknir á Norðurlandi vestra, segir Matvælastofnun vilja fá fram hvað bændur séu að hugsa. Skiptar skoðanir séu í þeim hópi. Einhverjir vilji afhenda kindurnar strax en aðrir vilja bíða átekta, meðal annars sökum anna í sauðburði. Fram kom í frétt Ríkisútvarpsins í gær að ef bændur neituðu að aðstoða og afhenda kindurnar þá yrði óskað eftir fyrirskipun frá ráðherra um aðgerðir. Yrðu bændur ekki við fyrirskipun ráðherra gæti réttur þeirra til skaðabóta frá ríkinu skerst eða glatast að öllu leyti. Daníel segir að náist samkomulag milli bændanna og MAST þá verði þó væntanlega ekki óskað eftir fyrirskipun ráðherra. Bilaður brennsluofn sé að komast í gagnið Daníel útskýrir vilja MAST til að fá allar kindurnar á sama tíma. Það sé kostnaðarsamt að setja brennsluofninn í gang í hvert skipti. Því þurfi allir bændurnir að samþykkja afhendingu á kindunum eða að lofa að gæta ítrustu sóttvarna yfir sauðburðinn, sem er víðast hvar hafinn, og lofa svo afhendingu að loknum sauðburði. Það þurfi að vera alveg skýrt. Smithætta sé meðal annars vegna legvökva við sauðburð. Þá áréttar hann að kindurnar 35 séu hluti af sömu hjörð og skorin var niður á Syðri-Urriðaá í apríl. Því sé ekki um nýjan niðurskurð að ræða, verið sé að ljúka við það verkefni. Brennsluofn sem hefur verið bilaður sé að komast í gagnið og þá sé aftur hægt að taka sýni á rannsóknarstofunni af Keldum. Þar hefur starfsemi legið niðri að undanförnu eftir að eldur kom upp. Daníel útskýrir að lítið hafi gerst undanfarnar fjórar vikur af þessum átæðum. En nú stefnir í að hægt verði að ráðast í verkefnið í næstu viku. Flestar kindurnar sem verður slátrað eru hrútar en eitthvað er um ær líka. Daníel áréttar að engar ær nærri sauðburði verði flutt í sláturhús. Það sé ekki gert vegna þess stress sem skapist við slíka flutninga. Gripirnir verði í þeim tilfellum felldir heima á bænum. Vonir standi til að bændurnir bregðist vel við, samstarf takist um að lágmarka smithættu og fé verði afhent sem fyrst.
Riða í Miðfirði Landbúnaður Húnaþing vestra Dýraheilbrigði Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent