Slær líka á putta Kópavogs vegna nemendakerfis Árni Sæberg skrifar 12. maí 2023 13:32 Grunnskólar í Kópavogi brutu í bága við persónuverndarlöggjöf með notkun Seesaw. Vísir/Vilhelm Persónuvernd hefur gert Kópavogsbæ að greiða fjögurra milljóna króna stjórnvaldssekt vegna notkunar bæjarins á nemendakerfinu Seesaw. Reykjavíkurborg var gert að greiða fimm milljónakróna sekt vegna notkunar sama kerfis í fyrra. Persónuvernd tók ákvörðun um að sekta sveitarfélagið í byrjun mánaðar en ákvörðunin var birt á vef stjórnvaldsins í dag. Í ákvörðuninni segir að grunnskólar Kópavogsbæjar hafi notað upplýsingatæknikerfi án þess að gætt væri að kröfum persónuverndarlöggjafarinnar. Úttekt Persónuverndar á notkun kerfisins hafi leitt í ljós margvísleg brot sveitarfélagsins á löggjöfinni. „Persónuupplýsingar barna njóta sérstakrar verndar. Þegar nota á upplýsingatæknikerfi í grunnskólastarfi er mikilvægt að hugað sé að þeirri vernd og farið að kröfum persónuverndarlöggjafarinnar til hins ýtrasta,“ segir í ákvörðuninni. Reykjvíkurborg var sektuð fyrir sams konar brot í fyrra. Sviðsstjóri skóla- og frístundassviðs Reykjavíkurborgar, sagði þá að niðurstaða stofnunarinnar myndi leiða til þess að skólum um allt land yrði ókleift að innleiða tæknilausnir í óbreyttu umhverfi. Fara þyrfti vandlega yfir stöðu mála. Samevrópsk úttekt Upphaf málsins má rekja til úttektar Persónuverndar á notkun skýjaþjónustu Seesaw og Google í grunnskólastarfi. Úttektin var þáttur í víðtækara verkefni sem unnið var að frumkvæði Evrópska persónuverndarráðsins, þar sem meirihluti aðildarríkja ráðsins sinnir sameiginlegum viðfangsefnum á samræmdan hátt, en ákveðið var að setja notkun opinberra aðila á skýjaþjónustu í forgang árið 2022. Úttektin leiddi í ljós margvísleg brot Kópavogsbæjar á persónuverndarlöggjöfinni. Meðal annars studdist vinnsla persónuupplýsinga grunnskólanemenda í kerfinu ekki við fullnægjandi vinnsluheimild þar sem hún rúmaðist ekki að öllu leyti innan þeirra lögbundnu verkefna sem Kópavogsbæ eru falin með lögum um grunnskóla. Að auki var vinnslan ekki talin vera í samræmi við meginreglur persónuverndarlöggjafarinnar um lögmæta, sanngjarna og gagnsæja vinnslu, skýrt tilgreindan, lögmætan og málefnalegan tilgang, meðalhóf og varðveislu persónuupplýsinga. Áhætta fylgir því að senda upplýsingar til Bandaríkjanna Í ákvörðuninni segir að við ákvörðun um hvort leggja skyldi á sekt og hver fjárhæð hennar skyldi vera hafi verið litið til þess meðal annars að brot Kópavogsbæjar vörðuðu persónuupplýsingar barna, sem njóta sérstakrar verndar samkvæmt persónuverndarlöggjöfinni og líkur hafi þótt á að skráðar væru í kerfið viðkvæmar persónuupplýsingar þeirra og upplýsingar viðkvæms eðlis. Þá hafi verið horft til þess að áhætta fylgi því að persónuupplýsingar séu fluttar til Bandaríkjanna og unnar þar án þess að gripið hafi verið til viðeigandi verndarráðstafana. Á hinn bóginn hafi einnig verið litið til þess að ekkert tjón virtist hafa orðið vegna brotanna, ekkert benti til annars en að almennt upplýsingaöryggi Seesaw væri fullnægjandi og að Kópavogsbær svaraði erindum Persónuverndar við meðferð málsins með skýrum og greinargóðum hætti. Persónuvernd Kópavogur Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Sektar borgina um fimm milljónir króna vegna Seesaw-nemendakerfisins Persónuvernd hefur lagt fyrir Reykjavíkurborg að greiða fimm milljónir króna stjórnvaldssekt á grundvelli fyrri ákvörðunar stofnunarinnar um notkun Seesaw-nemendakerfisins í grunnskólum borgarinnar. 9. maí 2022 08:02 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Sjá meira
Persónuvernd tók ákvörðun um að sekta sveitarfélagið í byrjun mánaðar en ákvörðunin var birt á vef stjórnvaldsins í dag. Í ákvörðuninni segir að grunnskólar Kópavogsbæjar hafi notað upplýsingatæknikerfi án þess að gætt væri að kröfum persónuverndarlöggjafarinnar. Úttekt Persónuverndar á notkun kerfisins hafi leitt í ljós margvísleg brot sveitarfélagsins á löggjöfinni. „Persónuupplýsingar barna njóta sérstakrar verndar. Þegar nota á upplýsingatæknikerfi í grunnskólastarfi er mikilvægt að hugað sé að þeirri vernd og farið að kröfum persónuverndarlöggjafarinnar til hins ýtrasta,“ segir í ákvörðuninni. Reykjvíkurborg var sektuð fyrir sams konar brot í fyrra. Sviðsstjóri skóla- og frístundassviðs Reykjavíkurborgar, sagði þá að niðurstaða stofnunarinnar myndi leiða til þess að skólum um allt land yrði ókleift að innleiða tæknilausnir í óbreyttu umhverfi. Fara þyrfti vandlega yfir stöðu mála. Samevrópsk úttekt Upphaf málsins má rekja til úttektar Persónuverndar á notkun skýjaþjónustu Seesaw og Google í grunnskólastarfi. Úttektin var þáttur í víðtækara verkefni sem unnið var að frumkvæði Evrópska persónuverndarráðsins, þar sem meirihluti aðildarríkja ráðsins sinnir sameiginlegum viðfangsefnum á samræmdan hátt, en ákveðið var að setja notkun opinberra aðila á skýjaþjónustu í forgang árið 2022. Úttektin leiddi í ljós margvísleg brot Kópavogsbæjar á persónuverndarlöggjöfinni. Meðal annars studdist vinnsla persónuupplýsinga grunnskólanemenda í kerfinu ekki við fullnægjandi vinnsluheimild þar sem hún rúmaðist ekki að öllu leyti innan þeirra lögbundnu verkefna sem Kópavogsbæ eru falin með lögum um grunnskóla. Að auki var vinnslan ekki talin vera í samræmi við meginreglur persónuverndarlöggjafarinnar um lögmæta, sanngjarna og gagnsæja vinnslu, skýrt tilgreindan, lögmætan og málefnalegan tilgang, meðalhóf og varðveislu persónuupplýsinga. Áhætta fylgir því að senda upplýsingar til Bandaríkjanna Í ákvörðuninni segir að við ákvörðun um hvort leggja skyldi á sekt og hver fjárhæð hennar skyldi vera hafi verið litið til þess meðal annars að brot Kópavogsbæjar vörðuðu persónuupplýsingar barna, sem njóta sérstakrar verndar samkvæmt persónuverndarlöggjöfinni og líkur hafi þótt á að skráðar væru í kerfið viðkvæmar persónuupplýsingar þeirra og upplýsingar viðkvæms eðlis. Þá hafi verið horft til þess að áhætta fylgi því að persónuupplýsingar séu fluttar til Bandaríkjanna og unnar þar án þess að gripið hafi verið til viðeigandi verndarráðstafana. Á hinn bóginn hafi einnig verið litið til þess að ekkert tjón virtist hafa orðið vegna brotanna, ekkert benti til annars en að almennt upplýsingaöryggi Seesaw væri fullnægjandi og að Kópavogsbær svaraði erindum Persónuverndar við meðferð málsins með skýrum og greinargóðum hætti.
Persónuvernd Kópavogur Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Sektar borgina um fimm milljónir króna vegna Seesaw-nemendakerfisins Persónuvernd hefur lagt fyrir Reykjavíkurborg að greiða fimm milljónir króna stjórnvaldssekt á grundvelli fyrri ákvörðunar stofnunarinnar um notkun Seesaw-nemendakerfisins í grunnskólum borgarinnar. 9. maí 2022 08:02 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Sjá meira
Sektar borgina um fimm milljónir króna vegna Seesaw-nemendakerfisins Persónuvernd hefur lagt fyrir Reykjavíkurborg að greiða fimm milljónir króna stjórnvaldssekt á grundvelli fyrri ákvörðunar stofnunarinnar um notkun Seesaw-nemendakerfisins í grunnskólum borgarinnar. 9. maí 2022 08:02