Allt orðið að einhverjum Excel-æfingum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 11. maí 2023 16:44 Frá Þjóðskjalasafni sem á að taka við verkefnum Borgarskjalasafns og Héraðsskjalasafns Kópavogsbæjar. vísir Prófessorar lýstu yfir miklum áhyggjum af stöðu safnamála og sameiningu skjalasafna á opnum fundi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis í morgun. Fjárhagslegir hagsmunir ráði för en menningarhlutverkið mæti afgangi. Fyrirkomulag skjalavörslu hefur verið í deiglunni í kjölfar ákvarðana Reykjavíkurborgar um að leggja niður Borgarskjalasafn Reykjavíkur og Kópavogsbæjar að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs og flytja verkefnin til Þjóðskjalasafns. Efnt var til opins fundar í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis vegna málsins í morgun þar sem Ragnheiður Kristjánsdóttir, prófessor í sagnfræði, lýsti yfir miklum áhyggjum af þróuninni. Sérþekking tapast „Það er sérþekking á þessum skjalasöfnum sem nýtist bæði í héraði og okkur sem erum staðsett hér en höfum áhuga á sögu alls landsins. Ef þeim myndi fækka myndi það hafa bein og óbein áhrif á uppbyggingu menningartengdrar ferðaþjónustu, sem mikil áhersla hefur verið lögð á,“ sagði Ragnheiður. „Það er svo margt sem myndi tapast ef skjalasöfnum myndi fækka mikið, þannig ég held að það sé full ástæða til að hafa miklar áhyggjur af þessu.“ Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, ítrekaði að unnið væri að stefnu um rafræna langtímavörslu skjala og Hrefna Róbertsdóttir, þjóðskjalavörður, sem kom fyrir nefndina vísaði til þess að samkvæmt lögum hafi þjóðskjalasafn hið minnsta fulla heimild til að rukka sveitarfélög fyrir vörsluna. Sigurjón Baldur Hafsteinsson, prófessor í safnafræði, sagði skjalavörslu snúast um minni þjóðarinnar. Hlutverkið sé ekki að þjóna stjórnsýslunni. „Þetta er allt orðið að einhverjum Excel-skjals æfingum og fjárhagsleg viðmið eru númer eitt, tvö og þrjú. Réttindi borgaranna og hagsmunir þjóðarinnar eru algjörlega fyrir borð bornir,“ sagði Sigurjón „Það sést á því hvernig ríki og sveitarfélög eru að ráða til sín til ráðgjafafyrirtæki sem er á engan hátt með innanborðs þekkingu eða reynslu af því að stýra eða vinna inni á slíkum stofnunum. Það út af fyrir sig er mjög mikið áhyggjuefni held ég,“ sagði Sigurjón. Alþingi Menning Lokun Borgarskjalasafns Söfn Reykjavík Kópavogur Rekstur hins opinbera Mest lesið Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Fækkar ráðlögðum bóluefnum Erlent Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum Innlent „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ Erlent „Loksins ljós við enda ganganna“ Innlent Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Innlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Fleiri fréttir Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Varaþingmaður tekur slaginn í Hafnarfirði Snjóframleiðslan „fáránlega flott“ í Ártúnsbrekkunni Brynjar vill aðra setningu og Arndís Anna reynir aftur „Það mun reyna á okkur hér“ Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Sjá meira
Fyrirkomulag skjalavörslu hefur verið í deiglunni í kjölfar ákvarðana Reykjavíkurborgar um að leggja niður Borgarskjalasafn Reykjavíkur og Kópavogsbæjar að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs og flytja verkefnin til Þjóðskjalasafns. Efnt var til opins fundar í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis vegna málsins í morgun þar sem Ragnheiður Kristjánsdóttir, prófessor í sagnfræði, lýsti yfir miklum áhyggjum af þróuninni. Sérþekking tapast „Það er sérþekking á þessum skjalasöfnum sem nýtist bæði í héraði og okkur sem erum staðsett hér en höfum áhuga á sögu alls landsins. Ef þeim myndi fækka myndi það hafa bein og óbein áhrif á uppbyggingu menningartengdrar ferðaþjónustu, sem mikil áhersla hefur verið lögð á,“ sagði Ragnheiður. „Það er svo margt sem myndi tapast ef skjalasöfnum myndi fækka mikið, þannig ég held að það sé full ástæða til að hafa miklar áhyggjur af þessu.“ Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, ítrekaði að unnið væri að stefnu um rafræna langtímavörslu skjala og Hrefna Róbertsdóttir, þjóðskjalavörður, sem kom fyrir nefndina vísaði til þess að samkvæmt lögum hafi þjóðskjalasafn hið minnsta fulla heimild til að rukka sveitarfélög fyrir vörsluna. Sigurjón Baldur Hafsteinsson, prófessor í safnafræði, sagði skjalavörslu snúast um minni þjóðarinnar. Hlutverkið sé ekki að þjóna stjórnsýslunni. „Þetta er allt orðið að einhverjum Excel-skjals æfingum og fjárhagsleg viðmið eru númer eitt, tvö og þrjú. Réttindi borgaranna og hagsmunir þjóðarinnar eru algjörlega fyrir borð bornir,“ sagði Sigurjón „Það sést á því hvernig ríki og sveitarfélög eru að ráða til sín til ráðgjafafyrirtæki sem er á engan hátt með innanborðs þekkingu eða reynslu af því að stýra eða vinna inni á slíkum stofnunum. Það út af fyrir sig er mjög mikið áhyggjuefni held ég,“ sagði Sigurjón.
Alþingi Menning Lokun Borgarskjalasafns Söfn Reykjavík Kópavogur Rekstur hins opinbera Mest lesið Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Fækkar ráðlögðum bóluefnum Erlent Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum Innlent „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ Erlent „Loksins ljós við enda ganganna“ Innlent Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Innlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Fleiri fréttir Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Varaþingmaður tekur slaginn í Hafnarfirði Snjóframleiðslan „fáránlega flott“ í Ártúnsbrekkunni Brynjar vill aðra setningu og Arndís Anna reynir aftur „Það mun reyna á okkur hér“ Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Sjá meira