Munu fara fram á himinháar bætur frá Grænlendingum Atli Ísleifsson skrifar 11. maí 2023 13:45 Fyrirhuguð námuvinnsla átti að fara fram í Kvanefledet, ekki langt frá bænum Narsaq á suðvesturströnd Grænlands. Getty Ástralska námuvinnslufyrirtækið Energy Transition Minerals, sem áður hét Greenland Minerals, ætla sér að stefna dönskum og grænlenskum stjórnvöldum og fara fram á himinháar skaðabætur, fái fyrirtækið ekki heimild til að halda fyrirhugaðri námuvinnslu áfram í Kuannersuit. Verði ekki farið að kröfum fyrirtækisins verði farið fram á 15 milljarða danskra króna í skaðabætur, rúmlega þrjú þúsund milljarða íslenskra króna. Danska blaðið Politiken segir frá þessu en málið má rekja til ákvörðunar grænlensku heimastjórnarinnar að banna alla úranvinnslu á Grænlandi. Ástralska fyrirtækið vill meina að ákvörðun heimastjórnarinnar um að stöðva námuvinnslu fyrirtækisins hafi falið í sér brot á reglum. Málið er nú á borði sérstaks dansks gerðardóms en svo kann að fara að málið rati til almennra dómstóla. Fer námuvinnslufyrirtækið fram á að fallið verði frá banninu og að fyrirtækið fái heimild til vinnslunnar, eða þá að fá greiddar himinháar skaðabætur úr hendi danska ríkisins og Grænlands. Politiken segir ennfremur að samkomulag hafi náðst um að dönsk stjórnvöld greiði þriðjung alls lögfræðikostnaðar í málinu. Missir ekki svefn vegna málsins Haft er eftir Jørgen Hammeken-Holm, ráðuneytisstjóra í danska auðlindaráðuneytinu, að málið sé ekki þannig vaxið að hann missi svefn vegna þess. „Það er alþekkt að fyrirtæki líkt og þetta ástralska stefni ríkisstjórnum og fari fram á gegndarlausar skaðabætur. Því hærri upphæð, því meira er því ætlað að láta mótaðilann skjálfa á beinunum.“ Var helsta kosningamálið Námuvinnsluverkefni Greenland Minerals var helsta kosningamálið í grænlensku þingkosningunum 2021 þar sem andstæðingar verkefnisins náðu meirihluta á grænlenska þinginu og lögðu skömmu síðar bann við úranvinnslu sem varð til þess að ekkert varð úr verkefninu. Greenland Minerals hafði þá verið starfandi á Grænlandi frá árinu 2007 með það að markmiði að hefja þar vinnslu á málmum. Í Kvanefjeldet í Kuannersuit er líka að finna úran og vinnsla á slíku yrði ávallt óhjákvæmilegur fylgifiskur fyrirhugaðrar málmvinnslunnar þar. Grænland Danmörk Námuvinnsla Tengdar fréttir Umdeilt námufyrirtæki yfirgefur Grænland Námufyrirtækið Greenland Minerals hefur yfirgefið Grænland, nú fáeinum vikum eftir eftir að ákveðið var að banna vinnslu úrans í landinu. 13. desember 2021 11:15 Grænlendingar banna úranvinnslu Grænlenska þingið samþykkti í gær að banna úranvinnslu og leit að úrani innan lögsögu Grænlands. Tólf þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu, en níu gegn. 10. nóvember 2021 08:06 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Versta fjöldaskotárás sem hefur gerst í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Sjá meira
Verði ekki farið að kröfum fyrirtækisins verði farið fram á 15 milljarða danskra króna í skaðabætur, rúmlega þrjú þúsund milljarða íslenskra króna. Danska blaðið Politiken segir frá þessu en málið má rekja til ákvörðunar grænlensku heimastjórnarinnar að banna alla úranvinnslu á Grænlandi. Ástralska fyrirtækið vill meina að ákvörðun heimastjórnarinnar um að stöðva námuvinnslu fyrirtækisins hafi falið í sér brot á reglum. Málið er nú á borði sérstaks dansks gerðardóms en svo kann að fara að málið rati til almennra dómstóla. Fer námuvinnslufyrirtækið fram á að fallið verði frá banninu og að fyrirtækið fái heimild til vinnslunnar, eða þá að fá greiddar himinháar skaðabætur úr hendi danska ríkisins og Grænlands. Politiken segir ennfremur að samkomulag hafi náðst um að dönsk stjórnvöld greiði þriðjung alls lögfræðikostnaðar í málinu. Missir ekki svefn vegna málsins Haft er eftir Jørgen Hammeken-Holm, ráðuneytisstjóra í danska auðlindaráðuneytinu, að málið sé ekki þannig vaxið að hann missi svefn vegna þess. „Það er alþekkt að fyrirtæki líkt og þetta ástralska stefni ríkisstjórnum og fari fram á gegndarlausar skaðabætur. Því hærri upphæð, því meira er því ætlað að láta mótaðilann skjálfa á beinunum.“ Var helsta kosningamálið Námuvinnsluverkefni Greenland Minerals var helsta kosningamálið í grænlensku þingkosningunum 2021 þar sem andstæðingar verkefnisins náðu meirihluta á grænlenska þinginu og lögðu skömmu síðar bann við úranvinnslu sem varð til þess að ekkert varð úr verkefninu. Greenland Minerals hafði þá verið starfandi á Grænlandi frá árinu 2007 með það að markmiði að hefja þar vinnslu á málmum. Í Kvanefjeldet í Kuannersuit er líka að finna úran og vinnsla á slíku yrði ávallt óhjákvæmilegur fylgifiskur fyrirhugaðrar málmvinnslunnar þar.
Grænland Danmörk Námuvinnsla Tengdar fréttir Umdeilt námufyrirtæki yfirgefur Grænland Námufyrirtækið Greenland Minerals hefur yfirgefið Grænland, nú fáeinum vikum eftir eftir að ákveðið var að banna vinnslu úrans í landinu. 13. desember 2021 11:15 Grænlendingar banna úranvinnslu Grænlenska þingið samþykkti í gær að banna úranvinnslu og leit að úrani innan lögsögu Grænlands. Tólf þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu, en níu gegn. 10. nóvember 2021 08:06 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Versta fjöldaskotárás sem hefur gerst í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Sjá meira
Umdeilt námufyrirtæki yfirgefur Grænland Námufyrirtækið Greenland Minerals hefur yfirgefið Grænland, nú fáeinum vikum eftir eftir að ákveðið var að banna vinnslu úrans í landinu. 13. desember 2021 11:15
Grænlendingar banna úranvinnslu Grænlenska þingið samþykkti í gær að banna úranvinnslu og leit að úrani innan lögsögu Grænlands. Tólf þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu, en níu gegn. 10. nóvember 2021 08:06