Segist ekki hafa verið Meghan Markle í dulargervi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 10. maí 2023 23:49 Sir Karl Jenkins tekur þátt í furðulegu gríni netverja sem velta fyrir sér hvort hann hafi í raun verið hertogaynjan Meghan Markle í dulargervi í krýningu Karls síðastliðna helgi. Samsett/Getty Velska tónskáldið Sir Karl Jenkins neitar því að hann hafi verið Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex í dulargervi við krýningu Karls Bretakonungs síðastliðna helgi, í bráðfyndnu myndbandi þar sem hann útskýrir klæðnað sinn. Horfa má á myndbandið hér fyrir neðan. Sky fréttastöðin greinir frá því að netverjar hafi velt vöngum yfir því hvort að hinn 79 ára gamli tónlistarmaður, sem sat við hlið tónskáldsins Andrew Lloyd Webber í Westminster Abbey kirkjunni síðastliðinn laugardag, hafi í raun verið hertogaynjan af Sussex í dulargervi. Eins og frægt er orðið mætti hertogaynjan ekki í krýninguna svo athygli vakti. Einungis eiginmaður hennar Harry Bretaprins mætti og tók hann engan sérstakan þátt í hátíðarhöldunum. Var hann sömuleiðis fljótur að fljúga aftur til Meghan og barnanna í Los Angeles að krýningu lokinni. Sir Karl lætur orðrómana ekki á sig fá og gerir góðlátlegt grín að málinu öllu saman. Í myndbandi á samfélagsmiðlinum TikTo útskýrir hann að þetta hafi svo sannarlega verið hann, á léttum nótum. „Ég var nokkuð hissa að heyra að nokkrir hafi haldið að ég væri Meghan Markle í dulargervi. Einhver skrifaði að ég hefði verið þarna til þess að stela krúnudjásnunum. Ég lít alltaf svona út.“ Þá tók félagi hans Andrew Lloyd Webber þátt í gríninu og staðfesti á Twitter að þetta hafi svo sannarlega verið vinur sinn en ekki hertogaynjan. „Ég get staðfest að þetta var að öllum líkindum ekki MM og að hann var ekki með krúnudjásn á sér, svo ég gat séð.“ @karljenkinsofficial Sir Karl Jenkins sets the record straight on his attendance at the coronation. #fyp #coronation #disguise #karljenkins Jenkins: Adiemus - Karl Jenkins Kóngafólk Harry og Meghan Karl III Bretakonungur Bretland Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Hera Björk mun kynna stigin Lífið Fleiri fréttir Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Sjá meira
Sky fréttastöðin greinir frá því að netverjar hafi velt vöngum yfir því hvort að hinn 79 ára gamli tónlistarmaður, sem sat við hlið tónskáldsins Andrew Lloyd Webber í Westminster Abbey kirkjunni síðastliðinn laugardag, hafi í raun verið hertogaynjan af Sussex í dulargervi. Eins og frægt er orðið mætti hertogaynjan ekki í krýninguna svo athygli vakti. Einungis eiginmaður hennar Harry Bretaprins mætti og tók hann engan sérstakan þátt í hátíðarhöldunum. Var hann sömuleiðis fljótur að fljúga aftur til Meghan og barnanna í Los Angeles að krýningu lokinni. Sir Karl lætur orðrómana ekki á sig fá og gerir góðlátlegt grín að málinu öllu saman. Í myndbandi á samfélagsmiðlinum TikTo útskýrir hann að þetta hafi svo sannarlega verið hann, á léttum nótum. „Ég var nokkuð hissa að heyra að nokkrir hafi haldið að ég væri Meghan Markle í dulargervi. Einhver skrifaði að ég hefði verið þarna til þess að stela krúnudjásnunum. Ég lít alltaf svona út.“ Þá tók félagi hans Andrew Lloyd Webber þátt í gríninu og staðfesti á Twitter að þetta hafi svo sannarlega verið vinur sinn en ekki hertogaynjan. „Ég get staðfest að þetta var að öllum líkindum ekki MM og að hann var ekki með krúnudjásn á sér, svo ég gat séð.“ @karljenkinsofficial Sir Karl Jenkins sets the record straight on his attendance at the coronation. #fyp #coronation #disguise #karljenkins Jenkins: Adiemus - Karl Jenkins
Kóngafólk Harry og Meghan Karl III Bretakonungur Bretland Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Hera Björk mun kynna stigin Lífið Fleiri fréttir Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Sjá meira