„Er bara að lemja í okkur að þetta sé hægt“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. maí 2023 10:01 Sævar Atli og félagar fagna sigri í síðustu umferð. Lyngy Sævar Atli Magnússon skoraði það sem reyndist sigurmark Lyngby gegn Midtjylland í síðustu umferð dönsku úrvalsdeildarinnar. Það mark gæti reynst dýrmætt þegar uppi er staðið en á einhvern ótrúlegan hátt á Lyngby enn möguleika á að halda sér í deild þeirra bestu í Danmörku. Í Danmörku er tímabilið tvískipt þar sem það er lengra hlé um jólin - á miðju tímabili - en er á milli tímabila á sumrin. Þegar hlé var gert á deildinni fyrir áramót sat Íslendingalið Lyngby sem fastast á botninum. Lærisveinar Freys Alexanderssonar höfðu aðeins unnið einn leik en hann kom í síðasta leiknum fyrir frí. Freyr stýrði Lyngby upp í dönsku úrvalsdeildina á sínu 1. tímabili og stefnir á að halda liðinu þar.Lars Ronbog/Getty Images Flestir ef ekki allir voru búnir að dæma liðið niður í B-deild. Átti það einnig við um nokkra af leikmönnum liðsins og voru þeir í kjölfarið seldir áður en mótið fór af stað á nýjan leik. Þeir sem eftir voru lögðu hins vegar ekki árar í bát og nú þegar fjórar umferðir eru eftir er liðið vissulega enn fjórum stigum frá öruggu sæti en það er enn í séns og það skiptir öllu máli. Sést það best á fjölda fólks sem mætir á heimaleiki en alls mættu rúmlega 7500 á leikinn gegn Midtjylland. Vísir settist niður með Sævari Atla, einum af mönnunum sem er ástæða þess að Lyngby á enn möguleika á að spila í efstu deild á næstu leiktíð og fór yfir tímabilið. Sævar Atli hefur skorað 6 mörk og gefið 3 stoðsendingar í 25 leikjum í dönsku úrvalsdeildinni á leiktíðinni.Vísir/Getty „Það er hægt að horfa á sigurinn fyrir jól á tvo vegu. Við unnum og fórum ekki inn í fríð án þess að vera með einn sigur en vildum auðvitað keppa aftur næstu helgi því við vorum komnir með smá mómentum. Mikilvægt samt að vera með þennan eina sigur, að fara inn í pásuna án þess að hafa unnið einn leik ... úff.“ Eftir það seldi liðið nokkra „leikmenn sem höfðu staðið sig hvað best.“ Sævar Atli sagði að stemningin í klefanum hefði verið á þá átt að menn veltu fyrir sér hvort félagið væri einfaldlega að undirbúa sig fyrir fallið niður í B-deild. Eftir það sótti Lyngby nokkra leikmen, þar á meðal var Kolbeinn Birgir Finsson. Hann líkt og aðrir leikmenn sem félagið hefur sótt hafa lyft liðinu á hærra plan. „Okkur gekk síðan rosalega vel á undirbúningstímabilinu fyrir seinni hluta tímabilsins. Skrítið að vinna leiki sem skiptu engu máli en vorum að standa okkur rosalega vel. Búnir að finna liðið okkar og búnir að breyta um kerfi.“ Þetta breytta kerfi þýðir að Sævar Atli er nú kominn á miðjuna í 5-3-2 leikkerfi sem er þó mjög fljótandi. Áhugaverð hlutskipti þar sem hann var keyptur til Danmerkur sem framherji. Það hentar honum hins vegar ágætlega og þá býr hann að því að hafa spilað flestar ef ekki allar stöður á vellinum með uppeldisfélagi sínu Leikni Reykjavík á sínum tíma. „Núna fókusum við mikið á andstæðingana, Midtjylland var með tvo Brasilíumenn vinstra megin í vörninni sem eru báðir frekar villtir. Annar stígur rosalega mikið upp, um leið og ég myndi fara upp þá myndi annað hvort opnast svæði fyrir mig eða þá annan af framherjunum okkar. Það gekk rosalega vel, skorum fyrra markið [innskot: Kolbeinn Birgir með stoðsendinguna] eftir að við fórum í það svæði upphaflega og svo skora ég seinna eftir skyndisókn þeim megin.“ Kolbeinn Birgir var valinn í lið umferðarinnar eftir frammistöðu sína gegn Midtjylland.Lyngby Þessi fókus á andstæðingana gengur af því að liðið hefur trú á því sem er verið að gera. Í fyrsta leik eftir frí gerði Lyngby 1-1 jafntefli við topplið Nordsjælland. Alfreð Finnbogason með markið undir lok leiks. Það gaf mönnum trú sem og óbilandi trú Freysa á verkefninu. Hann fékk einnig íþróttasálfræðing til að ræða við liðið. „Það hjálpaði klárlega en það var bara í þetta eina skipti. Ég man að við komum til baka eftir HM og jólafríið, Freysi kemur inn í klefa - erum ekki búnir að taka æfingu eða neitt - og hann er bara að lemja í okkur að þetta sé hægt. Hann var með glærusýningu, fór yfir tölfræði og allskonar. Síðan kemur smá trú þegar það gengur vel í æfingaleikjum fyrir mót.“ Sigrar á Bröndby og Midtjylland skömmu eftir að mótið fór aftur af stað þýddi að Lyngby var farið að trúa. Sævar Atli segir að Freyr eigi mikið hrós skilið fyrir hvernig hann hefur mótað leikmannahópinn og séð til þess að allir leikmenn liðsins eru samstíga fyrir komandi verkefni. Bæði Freyr og Sævar Atli eru uppaldir hjá Leikni Reykjavík í Breiðholti og segja má að félögin séu nokkuð lík þó það sé vissulega erfitt að bera þau saman.Mynd/Lyngby „Þetta er líkt Leikni að því leyti að maður þekkir alla í kringum félagið, það er svona fjölskyldu stemning. Maður er í sama húsi og allir, þekkir alla og hittir alla á hverjum einasta degi.“ Þessi fjölskyldu stemning gerir það að verkum að fjöldi fólks mætir alltaf á leiki þó útlitið hafi verið orðið frekar dökkt á tímabili. „Magnað hvað er búið að vera góð mæting. Fyrir áramót gekk ógeðslega illa en það var alltaf fólk að koma á völlinn, bara ótrúlegt.“ SEJR OVER FC MIDTJYLLAND Sikke en eftermiddag på Lyngby Stadion Knapt 7.500 tilskuere var med til at skabe en elektrisk stemning, der var med til at bære De Kongeblå frem til en forrygende 2-1-sejr over FC Midtjylland Læs referat af kampen her: pic.twitter.com/vrrdyrClcf— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) May 7, 2023 Um framtíðina hjá Lyngby og landsliðinu „Hef mikla trú á að við höldum okkur uppi og sé enga ástæðu af hverju ég ætti að fara ef Lyngby er áfram í efstu deild. Yrði hrikalega stórt fyrir Lyngby að halda sér uppi, hafa ekki gert það undanfarin ár. Alltaf farið upp og niður,“ sagði Sævar Atli en núverandi samningur hans við félagið rennur út sumarið 2024. Sævar Atli hefur spilað tvo A-landsleiki og viðurkennir að hann telji leikstíl sinn henta núverandi landsliðsþjálfara ágætlega. „Ég myndi halda - veit ekkert um það - að allir séu með hreint blað. Það sem ég hef heyrt um hans leikstíl og hvernig hann mun leggja leiki íslenska landsliðsins upp þá held ég að ég sé alveg inn í myndinni. Það er bara undir mér komið að standa mig.“ Lyngby heimsækir Stefán Teit Þórðarson og félaga í Silkeborg á sunnudaginn kemur, 14. maí. Stig, í eintölu eða fleirtölu, er eflaust markmiðið en Silkeborg hefur tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum. Eftir það mætir liðið svo OB á heimavelli en fjórar umferðir eru eftir af deildinni. BLIV KLAR TIL NÆSTE HJEMMEKAMP Søndag venter der en utrolig vigtig og spændende udekamp mod Silkeborg IF, men allerede nu kan du købe billet til næste hjemmekamp, hvor vi igen skal have fyldt Lyngby Stadion Mod FC Midtjylland var der komplet udsolgt på Lyngby-afsnittene, pic.twitter.com/WfQWqKeMAg— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) May 11, 2023 Hvað gerist veit enginn en það að Lyngby eigi enn raunhæfan möguleika á að spila í efstu deild á næstu leiktíð er magnað eftir stigasöfnun liðsins fyrir áramót. Fótbolti Danski boltinn Landslið karla í fótbolta Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Í beinni: Ármann - Hamar | Sæti í Bónus deildinni í boði Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjá meira
Í Danmörku er tímabilið tvískipt þar sem það er lengra hlé um jólin - á miðju tímabili - en er á milli tímabila á sumrin. Þegar hlé var gert á deildinni fyrir áramót sat Íslendingalið Lyngby sem fastast á botninum. Lærisveinar Freys Alexanderssonar höfðu aðeins unnið einn leik en hann kom í síðasta leiknum fyrir frí. Freyr stýrði Lyngby upp í dönsku úrvalsdeildina á sínu 1. tímabili og stefnir á að halda liðinu þar.Lars Ronbog/Getty Images Flestir ef ekki allir voru búnir að dæma liðið niður í B-deild. Átti það einnig við um nokkra af leikmönnum liðsins og voru þeir í kjölfarið seldir áður en mótið fór af stað á nýjan leik. Þeir sem eftir voru lögðu hins vegar ekki árar í bát og nú þegar fjórar umferðir eru eftir er liðið vissulega enn fjórum stigum frá öruggu sæti en það er enn í séns og það skiptir öllu máli. Sést það best á fjölda fólks sem mætir á heimaleiki en alls mættu rúmlega 7500 á leikinn gegn Midtjylland. Vísir settist niður með Sævari Atla, einum af mönnunum sem er ástæða þess að Lyngby á enn möguleika á að spila í efstu deild á næstu leiktíð og fór yfir tímabilið. Sævar Atli hefur skorað 6 mörk og gefið 3 stoðsendingar í 25 leikjum í dönsku úrvalsdeildinni á leiktíðinni.Vísir/Getty „Það er hægt að horfa á sigurinn fyrir jól á tvo vegu. Við unnum og fórum ekki inn í fríð án þess að vera með einn sigur en vildum auðvitað keppa aftur næstu helgi því við vorum komnir með smá mómentum. Mikilvægt samt að vera með þennan eina sigur, að fara inn í pásuna án þess að hafa unnið einn leik ... úff.“ Eftir það seldi liðið nokkra „leikmenn sem höfðu staðið sig hvað best.“ Sævar Atli sagði að stemningin í klefanum hefði verið á þá átt að menn veltu fyrir sér hvort félagið væri einfaldlega að undirbúa sig fyrir fallið niður í B-deild. Eftir það sótti Lyngby nokkra leikmen, þar á meðal var Kolbeinn Birgir Finsson. Hann líkt og aðrir leikmenn sem félagið hefur sótt hafa lyft liðinu á hærra plan. „Okkur gekk síðan rosalega vel á undirbúningstímabilinu fyrir seinni hluta tímabilsins. Skrítið að vinna leiki sem skiptu engu máli en vorum að standa okkur rosalega vel. Búnir að finna liðið okkar og búnir að breyta um kerfi.“ Þetta breytta kerfi þýðir að Sævar Atli er nú kominn á miðjuna í 5-3-2 leikkerfi sem er þó mjög fljótandi. Áhugaverð hlutskipti þar sem hann var keyptur til Danmerkur sem framherji. Það hentar honum hins vegar ágætlega og þá býr hann að því að hafa spilað flestar ef ekki allar stöður á vellinum með uppeldisfélagi sínu Leikni Reykjavík á sínum tíma. „Núna fókusum við mikið á andstæðingana, Midtjylland var með tvo Brasilíumenn vinstra megin í vörninni sem eru báðir frekar villtir. Annar stígur rosalega mikið upp, um leið og ég myndi fara upp þá myndi annað hvort opnast svæði fyrir mig eða þá annan af framherjunum okkar. Það gekk rosalega vel, skorum fyrra markið [innskot: Kolbeinn Birgir með stoðsendinguna] eftir að við fórum í það svæði upphaflega og svo skora ég seinna eftir skyndisókn þeim megin.“ Kolbeinn Birgir var valinn í lið umferðarinnar eftir frammistöðu sína gegn Midtjylland.Lyngby Þessi fókus á andstæðingana gengur af því að liðið hefur trú á því sem er verið að gera. Í fyrsta leik eftir frí gerði Lyngby 1-1 jafntefli við topplið Nordsjælland. Alfreð Finnbogason með markið undir lok leiks. Það gaf mönnum trú sem og óbilandi trú Freysa á verkefninu. Hann fékk einnig íþróttasálfræðing til að ræða við liðið. „Það hjálpaði klárlega en það var bara í þetta eina skipti. Ég man að við komum til baka eftir HM og jólafríið, Freysi kemur inn í klefa - erum ekki búnir að taka æfingu eða neitt - og hann er bara að lemja í okkur að þetta sé hægt. Hann var með glærusýningu, fór yfir tölfræði og allskonar. Síðan kemur smá trú þegar það gengur vel í æfingaleikjum fyrir mót.“ Sigrar á Bröndby og Midtjylland skömmu eftir að mótið fór aftur af stað þýddi að Lyngby var farið að trúa. Sævar Atli segir að Freyr eigi mikið hrós skilið fyrir hvernig hann hefur mótað leikmannahópinn og séð til þess að allir leikmenn liðsins eru samstíga fyrir komandi verkefni. Bæði Freyr og Sævar Atli eru uppaldir hjá Leikni Reykjavík í Breiðholti og segja má að félögin séu nokkuð lík þó það sé vissulega erfitt að bera þau saman.Mynd/Lyngby „Þetta er líkt Leikni að því leyti að maður þekkir alla í kringum félagið, það er svona fjölskyldu stemning. Maður er í sama húsi og allir, þekkir alla og hittir alla á hverjum einasta degi.“ Þessi fjölskyldu stemning gerir það að verkum að fjöldi fólks mætir alltaf á leiki þó útlitið hafi verið orðið frekar dökkt á tímabili. „Magnað hvað er búið að vera góð mæting. Fyrir áramót gekk ógeðslega illa en það var alltaf fólk að koma á völlinn, bara ótrúlegt.“ SEJR OVER FC MIDTJYLLAND Sikke en eftermiddag på Lyngby Stadion Knapt 7.500 tilskuere var med til at skabe en elektrisk stemning, der var med til at bære De Kongeblå frem til en forrygende 2-1-sejr over FC Midtjylland Læs referat af kampen her: pic.twitter.com/vrrdyrClcf— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) May 7, 2023 Um framtíðina hjá Lyngby og landsliðinu „Hef mikla trú á að við höldum okkur uppi og sé enga ástæðu af hverju ég ætti að fara ef Lyngby er áfram í efstu deild. Yrði hrikalega stórt fyrir Lyngby að halda sér uppi, hafa ekki gert það undanfarin ár. Alltaf farið upp og niður,“ sagði Sævar Atli en núverandi samningur hans við félagið rennur út sumarið 2024. Sævar Atli hefur spilað tvo A-landsleiki og viðurkennir að hann telji leikstíl sinn henta núverandi landsliðsþjálfara ágætlega. „Ég myndi halda - veit ekkert um það - að allir séu með hreint blað. Það sem ég hef heyrt um hans leikstíl og hvernig hann mun leggja leiki íslenska landsliðsins upp þá held ég að ég sé alveg inn í myndinni. Það er bara undir mér komið að standa mig.“ Lyngby heimsækir Stefán Teit Þórðarson og félaga í Silkeborg á sunnudaginn kemur, 14. maí. Stig, í eintölu eða fleirtölu, er eflaust markmiðið en Silkeborg hefur tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum. Eftir það mætir liðið svo OB á heimavelli en fjórar umferðir eru eftir af deildinni. BLIV KLAR TIL NÆSTE HJEMMEKAMP Søndag venter der en utrolig vigtig og spændende udekamp mod Silkeborg IF, men allerede nu kan du købe billet til næste hjemmekamp, hvor vi igen skal have fyldt Lyngby Stadion Mod FC Midtjylland var der komplet udsolgt på Lyngby-afsnittene, pic.twitter.com/WfQWqKeMAg— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) May 11, 2023 Hvað gerist veit enginn en það að Lyngby eigi enn raunhæfan möguleika á að spila í efstu deild á næstu leiktíð er magnað eftir stigasöfnun liðsins fyrir áramót.
Fótbolti Danski boltinn Landslið karla í fótbolta Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Í beinni: Ármann - Hamar | Sæti í Bónus deildinni í boði Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn