Vilja banna útivinnu í skæðum hitabylgjum Kjartan Kjartansson skrifar 10. maí 2023 18:46 Verkamenn hlaða stétt í Madríd í ágúst í fyrra. Á sumum svæðum þar sem íbúar eru vanir hita, eins og sjálfstjórnarhéraðinu Andalúsíu á Suður-Spáni, vinna byggingaverkamenn aðeins úti á morgnana yfir sumarið. AP/Andrea Comas Ríkisstjórn Spánar hyggst banna ákveðna vinnu utandyra í skæðum hitabylgjum. Bannið á að gilda þegar ríkisveðurstofan gefur út gular eða rauðar viðvaranir vegna hita. Dæmi eru um að götusóparar og sorptæknar láti lífi af völdum hitaslags í miklum hita. Yolanda Díaz, vinnumálaráðherra, greindi frá áformunum í dag. Ráðuneyti hennar segir að bannið næði meðal annars til götuþrifa og landbúnaðarstarfa. „Við höfum þegar séð mörg dæmi, sannarlega mjög alvarleg, frá hreinsunarstörfum og sorphirðu þar sem starfsmenn hafa látist af völdum hitaslags,“ sagði Díaz. Bannið er hluti af aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna langvarandi þurrks sem herjar á stóran hluta Spánar. Árið í fyrra var það heitasta frá upphafi mælinga í landinu. Fyrstu fjórir mánuðir þessa árs eru jafnframt þeir þurrustu frá upphafi. Úrkoma hefur verið innan við helming af meðaltali árstímans. Apríl var sá hlýjasti frá upphafi sömuleiðis, 4,7 gráðum yfir meðaltali mánaðarins. Úrkoma var um fimmtungur þess sem gerist í aprílmánuði í meðalári, að sögn AP-fréttastofunnar. Fyrir vikið standa vatnsból víða lágt. Að meðaltali eru þau við um helmingsgetu. Í Andalúsíu á Suður-Spáni og í Katalóníu í norðaustri er ástandið enn verra. Þar eru vatnsból aðeins fjórðungsfull, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Díaz sagði að loftslagsbreytingar væru þegar farnar að hafa áhrif á líf fólks og við því þyrftu stjórnvöld að bregðast. Bráðabirgðarannsókn alþjóðlegs hóps vísindamanna sem birt var í síðustu viku komst að þeirri niðurstöðu að hitabylgjan á Spáni, Portúgal og Norður-Afríku í apríl hafi verið hundrað sinnum líklegri en ella vegna áhrifa manna á loftslagið. Slík hitabylgja hefði verið nær óhugsandi áður en til þeirra áhrifa kom. Spánn Loftslagsmál Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Sjá meira
Yolanda Díaz, vinnumálaráðherra, greindi frá áformunum í dag. Ráðuneyti hennar segir að bannið næði meðal annars til götuþrifa og landbúnaðarstarfa. „Við höfum þegar séð mörg dæmi, sannarlega mjög alvarleg, frá hreinsunarstörfum og sorphirðu þar sem starfsmenn hafa látist af völdum hitaslags,“ sagði Díaz. Bannið er hluti af aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna langvarandi þurrks sem herjar á stóran hluta Spánar. Árið í fyrra var það heitasta frá upphafi mælinga í landinu. Fyrstu fjórir mánuðir þessa árs eru jafnframt þeir þurrustu frá upphafi. Úrkoma hefur verið innan við helming af meðaltali árstímans. Apríl var sá hlýjasti frá upphafi sömuleiðis, 4,7 gráðum yfir meðaltali mánaðarins. Úrkoma var um fimmtungur þess sem gerist í aprílmánuði í meðalári, að sögn AP-fréttastofunnar. Fyrir vikið standa vatnsból víða lágt. Að meðaltali eru þau við um helmingsgetu. Í Andalúsíu á Suður-Spáni og í Katalóníu í norðaustri er ástandið enn verra. Þar eru vatnsból aðeins fjórðungsfull, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Díaz sagði að loftslagsbreytingar væru þegar farnar að hafa áhrif á líf fólks og við því þyrftu stjórnvöld að bregðast. Bráðabirgðarannsókn alþjóðlegs hóps vísindamanna sem birt var í síðustu viku komst að þeirri niðurstöðu að hitabylgjan á Spáni, Portúgal og Norður-Afríku í apríl hafi verið hundrað sinnum líklegri en ella vegna áhrifa manna á loftslagið. Slík hitabylgja hefði verið nær óhugsandi áður en til þeirra áhrifa kom.
Spánn Loftslagsmál Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Sjá meira