Vilja banna útivinnu í skæðum hitabylgjum Kjartan Kjartansson skrifar 10. maí 2023 18:46 Verkamenn hlaða stétt í Madríd í ágúst í fyrra. Á sumum svæðum þar sem íbúar eru vanir hita, eins og sjálfstjórnarhéraðinu Andalúsíu á Suður-Spáni, vinna byggingaverkamenn aðeins úti á morgnana yfir sumarið. AP/Andrea Comas Ríkisstjórn Spánar hyggst banna ákveðna vinnu utandyra í skæðum hitabylgjum. Bannið á að gilda þegar ríkisveðurstofan gefur út gular eða rauðar viðvaranir vegna hita. Dæmi eru um að götusóparar og sorptæknar láti lífi af völdum hitaslags í miklum hita. Yolanda Díaz, vinnumálaráðherra, greindi frá áformunum í dag. Ráðuneyti hennar segir að bannið næði meðal annars til götuþrifa og landbúnaðarstarfa. „Við höfum þegar séð mörg dæmi, sannarlega mjög alvarleg, frá hreinsunarstörfum og sorphirðu þar sem starfsmenn hafa látist af völdum hitaslags,“ sagði Díaz. Bannið er hluti af aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna langvarandi þurrks sem herjar á stóran hluta Spánar. Árið í fyrra var það heitasta frá upphafi mælinga í landinu. Fyrstu fjórir mánuðir þessa árs eru jafnframt þeir þurrustu frá upphafi. Úrkoma hefur verið innan við helming af meðaltali árstímans. Apríl var sá hlýjasti frá upphafi sömuleiðis, 4,7 gráðum yfir meðaltali mánaðarins. Úrkoma var um fimmtungur þess sem gerist í aprílmánuði í meðalári, að sögn AP-fréttastofunnar. Fyrir vikið standa vatnsból víða lágt. Að meðaltali eru þau við um helmingsgetu. Í Andalúsíu á Suður-Spáni og í Katalóníu í norðaustri er ástandið enn verra. Þar eru vatnsból aðeins fjórðungsfull, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Díaz sagði að loftslagsbreytingar væru þegar farnar að hafa áhrif á líf fólks og við því þyrftu stjórnvöld að bregðast. Bráðabirgðarannsókn alþjóðlegs hóps vísindamanna sem birt var í síðustu viku komst að þeirri niðurstöðu að hitabylgjan á Spáni, Portúgal og Norður-Afríku í apríl hafi verið hundrað sinnum líklegri en ella vegna áhrifa manna á loftslagið. Slík hitabylgja hefði verið nær óhugsandi áður en til þeirra áhrifa kom. Spánn Loftslagsmál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sjá meira
Yolanda Díaz, vinnumálaráðherra, greindi frá áformunum í dag. Ráðuneyti hennar segir að bannið næði meðal annars til götuþrifa og landbúnaðarstarfa. „Við höfum þegar séð mörg dæmi, sannarlega mjög alvarleg, frá hreinsunarstörfum og sorphirðu þar sem starfsmenn hafa látist af völdum hitaslags,“ sagði Díaz. Bannið er hluti af aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna langvarandi þurrks sem herjar á stóran hluta Spánar. Árið í fyrra var það heitasta frá upphafi mælinga í landinu. Fyrstu fjórir mánuðir þessa árs eru jafnframt þeir þurrustu frá upphafi. Úrkoma hefur verið innan við helming af meðaltali árstímans. Apríl var sá hlýjasti frá upphafi sömuleiðis, 4,7 gráðum yfir meðaltali mánaðarins. Úrkoma var um fimmtungur þess sem gerist í aprílmánuði í meðalári, að sögn AP-fréttastofunnar. Fyrir vikið standa vatnsból víða lágt. Að meðaltali eru þau við um helmingsgetu. Í Andalúsíu á Suður-Spáni og í Katalóníu í norðaustri er ástandið enn verra. Þar eru vatnsból aðeins fjórðungsfull, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Díaz sagði að loftslagsbreytingar væru þegar farnar að hafa áhrif á líf fólks og við því þyrftu stjórnvöld að bregðast. Bráðabirgðarannsókn alþjóðlegs hóps vísindamanna sem birt var í síðustu viku komst að þeirri niðurstöðu að hitabylgjan á Spáni, Portúgal og Norður-Afríku í apríl hafi verið hundrað sinnum líklegri en ella vegna áhrifa manna á loftslagið. Slík hitabylgja hefði verið nær óhugsandi áður en til þeirra áhrifa kom.
Spánn Loftslagsmál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sjá meira