Dorrit miður sín og stendur þétt við bak Khan Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. maí 2023 12:06 Dorrit birti myndina til vinstri á Instagram síðu sinni. Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrú, er miður sín fyrir handtöku Imrans Khans, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistan. Hún segist sannfærð um að Khan sé ekki spilltur. Lengi hefur staðið til að handtaka Khan sem er grunaður um spillingu. Hann var handtekinn þegar hann mætti í dómsal í Islamabad í gær. Khan, sem tók við embætti forsætisráðherra árið 2018, var komið frá völdum í apríl í fyrra með vantrauststillögu sem samþykkt var á þingi. Hann var í kjölfarið ákærður fyrir spillingu og önnur brot. Khan særðist í skotárás í nóvember þegar maður hóf skothríð á mótmælum í Wazirabad. Meðal þess sem hann er sakaður um er að hafa selt gjafir sem hann fékk í embætti og þar að auki er hann sakaður um að hafa reynt að leyna eigum sínum. Khan heldur því fram að hann sé fórnarlamb pólitískra ofsókna. Dorrit stendur með Khan sem var á sínum tíma einn besti krikketspilari í heimi áður en hann sneri sér að stjórnmálum. „Ég er miður mín að heyra af handtöku Imrans. Ég hef þekkt hann í yfir hálfa öld. Hann er ekki SPILLTUR!“ segir Dorrit í færslu á Instagram. Hún deilir gamalli mynd úr safni af þeim Khan á góðri stundu með drykk í hönd. Til blóðugra átaka og fjöldamótmæla hefur komið víða í Pakistan í kjölfar þess að forsætisráðherrann fyrrverandi Imran Khan var handtekinn í gær. Stuðningsmenn Khans hafa barist við lögreglumenn og vitað er um eitt dauðsfall hið minnsta, í borginni Quetta. Bandarísk og bresk stjórnvöld hafa hvatt deiluaðila til að fara að lögum en Khan segir að handtaka sín sé af póltískum rótum. Pakistan Ólafur Ragnar Grímsson Tengdar fréttir Blóðug átök í Pakistan Til blóðugra átaka og fjöldamótmæla hefur komið víða í Pakistan í kjölfar þess að forsætisráðherrann fyrrverandi Imran Khan var handtekinn í gær. 10. maí 2023 06:58 Imran Khan handtekinn í dómsal Imran Khan, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans, hefur verið handtekinn. Lengi hefur staðið til að handtaka Khan þar sem hann er grunaður um spillingu og var það gert er hann mætti í dómsal í Islamabad í morgun. 9. maí 2023 10:26 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Lengi hefur staðið til að handtaka Khan sem er grunaður um spillingu. Hann var handtekinn þegar hann mætti í dómsal í Islamabad í gær. Khan, sem tók við embætti forsætisráðherra árið 2018, var komið frá völdum í apríl í fyrra með vantrauststillögu sem samþykkt var á þingi. Hann var í kjölfarið ákærður fyrir spillingu og önnur brot. Khan særðist í skotárás í nóvember þegar maður hóf skothríð á mótmælum í Wazirabad. Meðal þess sem hann er sakaður um er að hafa selt gjafir sem hann fékk í embætti og þar að auki er hann sakaður um að hafa reynt að leyna eigum sínum. Khan heldur því fram að hann sé fórnarlamb pólitískra ofsókna. Dorrit stendur með Khan sem var á sínum tíma einn besti krikketspilari í heimi áður en hann sneri sér að stjórnmálum. „Ég er miður mín að heyra af handtöku Imrans. Ég hef þekkt hann í yfir hálfa öld. Hann er ekki SPILLTUR!“ segir Dorrit í færslu á Instagram. Hún deilir gamalli mynd úr safni af þeim Khan á góðri stundu með drykk í hönd. Til blóðugra átaka og fjöldamótmæla hefur komið víða í Pakistan í kjölfar þess að forsætisráðherrann fyrrverandi Imran Khan var handtekinn í gær. Stuðningsmenn Khans hafa barist við lögreglumenn og vitað er um eitt dauðsfall hið minnsta, í borginni Quetta. Bandarísk og bresk stjórnvöld hafa hvatt deiluaðila til að fara að lögum en Khan segir að handtaka sín sé af póltískum rótum.
Pakistan Ólafur Ragnar Grímsson Tengdar fréttir Blóðug átök í Pakistan Til blóðugra átaka og fjöldamótmæla hefur komið víða í Pakistan í kjölfar þess að forsætisráðherrann fyrrverandi Imran Khan var handtekinn í gær. 10. maí 2023 06:58 Imran Khan handtekinn í dómsal Imran Khan, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans, hefur verið handtekinn. Lengi hefur staðið til að handtaka Khan þar sem hann er grunaður um spillingu og var það gert er hann mætti í dómsal í Islamabad í morgun. 9. maí 2023 10:26 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Blóðug átök í Pakistan Til blóðugra átaka og fjöldamótmæla hefur komið víða í Pakistan í kjölfar þess að forsætisráðherrann fyrrverandi Imran Khan var handtekinn í gær. 10. maí 2023 06:58
Imran Khan handtekinn í dómsal Imran Khan, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans, hefur verið handtekinn. Lengi hefur staðið til að handtaka Khan þar sem hann er grunaður um spillingu og var það gert er hann mætti í dómsal í Islamabad í morgun. 9. maí 2023 10:26