Hafa greint skæða fuglaflensu í stokkönd Atli Ísleifsson skrifar 10. maí 2023 07:51 Stokkönd á flugi. Vísir/Vilhelm Skæð fuglaflensa H5N1 hefur greinst í stokkönd sem fannst í húsagarði í Garðabæ í lok mars. Um er að ræða fyrstu skæðu fuglaflensuna sem greinist hér á landi á þessu ári. Sömuleiðis hefur verið tilkynnt um óútskýrðan fjöldadauða í ritum á síðustu vikum. Matvælastofnun greindi frá því í gær að niðurstöður lægju nú fyrir eftir rannsóknir á fuglunum í Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum í gær. Þar segir að fuglaflensan sem greindist í stokköndinni sé fyrsta greining á skæðri fuglaflensu í ár. Hætta á smiti frá villtum fuglum í alifugla sé álitin vera töluverð og því mikilvægt að allir sem haldi alifugla gæti ýtrustu smitvarna. Fyrirskipun ráðherra frá mars á síðasta ári sé enn í gildi. Óútskýrður ritudauði Ennfremur segir að frá því fyrir síðustu helgi hafi Matvælastofnun borist fjöldi tilkynninga um veikar og dauðar ritur og um eina dauða grágæs vestast á Seltjarnarnesi. Fullorðin rita er blágrá á baki og vængjum, með svarta vængbrodda en að öðru leyti hvít. Getty „Tilkynningar bárust sama dag einnig um fjölda veikra og dauðra rita í Keflavík. Síðan þá hafa daglega borist tilkynningar um fjölda dauðra rita við Bakkatjörn á Seltjarnarnesi og á stærra svæði vestanvert á Reykjanesi. Aðspurt segist fólk ekki sjá veikindi í öðrum fuglategundum og ekki heldur dauða fugla af öðrum tegundum á þessum slóðum. Á báðum stöðum voru tekin sýni, en ekki fundust fuglaflensuveirur í þeim samkvæmt niðurstöðum sem bárust frá Keldum í gær. Sýni var einnig tekið úr grágæsinni sem fannst fyrir helgi á Seltjarnarnesi og fuglaflensa greindist ekki heldur í henni. Það er því óljóst hvað veldur þessum skyndilega mikla dauða, en málið er í rannsókn og frekari sýni verða tekin. Matvælastofnun biður almenning áfram um að upplýsa stofnunina um fund á veikum og dauðum villtum fuglum. Frá þeim svæðum þar sem áberandi dauði er í ritum er æskilegt að fá tilkynningu ef aðrar tegundir en ritur finnast, svo hægt sé að taka frekari sýni og til að kanna útbreiðslu dauða í mismunandi fuglategundum,“ segir á vef Matvælastofnunar. Fuglar Dýraheilbrigði Dýr Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Fleiri fréttir Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Sjá meira
Matvælastofnun greindi frá því í gær að niðurstöður lægju nú fyrir eftir rannsóknir á fuglunum í Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum í gær. Þar segir að fuglaflensan sem greindist í stokköndinni sé fyrsta greining á skæðri fuglaflensu í ár. Hætta á smiti frá villtum fuglum í alifugla sé álitin vera töluverð og því mikilvægt að allir sem haldi alifugla gæti ýtrustu smitvarna. Fyrirskipun ráðherra frá mars á síðasta ári sé enn í gildi. Óútskýrður ritudauði Ennfremur segir að frá því fyrir síðustu helgi hafi Matvælastofnun borist fjöldi tilkynninga um veikar og dauðar ritur og um eina dauða grágæs vestast á Seltjarnarnesi. Fullorðin rita er blágrá á baki og vængjum, með svarta vængbrodda en að öðru leyti hvít. Getty „Tilkynningar bárust sama dag einnig um fjölda veikra og dauðra rita í Keflavík. Síðan þá hafa daglega borist tilkynningar um fjölda dauðra rita við Bakkatjörn á Seltjarnarnesi og á stærra svæði vestanvert á Reykjanesi. Aðspurt segist fólk ekki sjá veikindi í öðrum fuglategundum og ekki heldur dauða fugla af öðrum tegundum á þessum slóðum. Á báðum stöðum voru tekin sýni, en ekki fundust fuglaflensuveirur í þeim samkvæmt niðurstöðum sem bárust frá Keldum í gær. Sýni var einnig tekið úr grágæsinni sem fannst fyrir helgi á Seltjarnarnesi og fuglaflensa greindist ekki heldur í henni. Það er því óljóst hvað veldur þessum skyndilega mikla dauða, en málið er í rannsókn og frekari sýni verða tekin. Matvælastofnun biður almenning áfram um að upplýsa stofnunina um fund á veikum og dauðum villtum fuglum. Frá þeim svæðum þar sem áberandi dauði er í ritum er æskilegt að fá tilkynningu ef aðrar tegundir en ritur finnast, svo hægt sé að taka frekari sýni og til að kanna útbreiðslu dauða í mismunandi fuglategundum,“ segir á vef Matvælastofnunar.
Fuglar Dýraheilbrigði Dýr Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Fleiri fréttir Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent