Finna hrútalykt af Íslenskum toppfótbolta og skora á KSÍ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. maí 2023 07:30 Murielle Tiernan hefur lengi verið í aðalhlutverki hjá kvennaliði Tindastóls. Vísir/Hulda Margrét Íslenskur toppfótbolti hefur fengið gagnrýni úr ýmsum áttum á síðustu misserum og nú síðast frá Byggðaráði Skagafjarðar sem furðar sig á þeim ójöfnuði sem ríkir í Bestu deild kvenna og karla í knattspyrnu. Knattspyrnusamband Íslands sleppur heldur ekki en núverandi formaður KSÍ, Vanda Sigurgeirsdóttir, er einmitt úr Skagafirðinum. Ríkisútvarpið fjallar um áskorun Byggðarráðs Skagafjarðar á stjórn KSÍ að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir mismunun á milli karla og kvenna í knattspyrnu á Íslandi. Nefndarmenn Byggðarráðs Skagafjarðar hafa vakið athygli á miklum aðstöðumun milli karla og kvenna í efstu deild í fótbolta og hve mikið minna tekjustreymið er til kvennadeildarinnar. Kvennalið Tindastóls spilar í Bestu deild kvenna en karlalið félagsins féll niður í E-deild í fyrra, hefur aldrei spilað í efstu deild og var síðast í B-deildinni sumarið 2014. „Mér finnst þetta bara mjög sérstakt á þessum tímum þar sem við tölum um jafnrétti á öllum sviðum - þegar þú ert komin með bestu deild kvenna og karla, af hverju fá þau ekki sama peningaflæði frá Íslenskum toppfótbolta og KSÍ til rekstrar á deildunum,“ segir Einar Einarsson, formaður byggðarráðs, í viðtali við RÚV. Íslenskur toppfótbolti eru hagsmunasamtök þeirra liða sem leika í efstu deildum karla og kvenna í knattspyrnu hér á landi. Talsmenn Byggðarráðs segja samtökin þó sníða sína hagsmunagæslu, markaðsefni og fjárhagslegan ávinning einkum að körlum. „Það vakti athygli mína þegar ég fór inn á heimasíðu íslensks toppfótbolta í gær og sá að stjórnin samanstendur af sjö einstaklingum og þar af eru sex karlar. Það kannski segir allt sem segja þarf um hrútalyktina í þessu máli,“ segir Einar í fyrrnefndu viðtali. Feykir hefur einnig fjallað um málið eins og sjá má hér. Áskorun Byggðarráðs Skagafjarðar á formann og stjórn KSÍ „Eins og kemur svo glögglega fram á heimasíðu Knattspyrnusambands Íslands (KSÍ) þá er þriðjungur skráðra knattspyrnuiðkenda á Íslandi kvenkyns. Samt sem áður virðist sem samtökin Íslenskur toppfótbolti (ÍTF), sem eru hagsmunasamtök þeirra félaga sem reka lið í efstu deildum karla og kvenna í knattspyrnu, miði hagsmunagæslu sína, markaðsefni og skili fjárhagslegum ávinningi af starfi samtakanna einkum til knattspyrnu karla. Á heimasíðu ÍTF er á meðal markmiða samtakanna að stuðla að samvinnu ÍTF og KSÍ að öllum málum er snúa að félögunum og hagsmunum þeirra. Einnig að hagnýta réttindi, svo sem sjónvarpsréttindi, markaðsréttindi, nafnaréttindi deilda, sölu auglýsinga og markaðssetningu fyrir þær deildir sem eiga aðild að ÍTF og ráðstafa þeim réttindum. Því vekur mikla furðu að ekki skuli gæta meira jafnræðis á milli karla og kvenna þegar kemur að því að skila fjárhagslegum ávinningi af starfi samtakanna til aðildarfélaga ÍTF. Byggðarráð Skagafjarðar hvetur formann og stjórn KSÍ og formann og stjórn ÍTF til að vinna saman að uppbyggingu og framgangi íslenskrar knattspyrnu, bæði á meðal karla og kvenna, og að gæta að jafnræði kynjanna í öllu starfi, hagsmunagæslu og fjárhagslegum úthlutunum á vegum beggja sambanda/samtaka. Byggðarráð Skagafjarðar beinir því einnig til stjórnar KSÍ að það er með öllu óeðlilegt að sambandið setji einhliða reglur og geri ítarlegar og mjög fjárfrekar kröfur til mannvirkja svo knattspyrnulið megi spila í efstu deildum karla og kvenna á Íslandi. Um er að ræða kröfur sem geta hljóðað upp á tugi og hundruð milljóna króna. Í mörgum tilfellum er um að ræða slíkar kröfur að óraunhæft er að íþróttafélög eða sveitarfélög kosti alla uppbyggingu og rekstur slíkra mannvirkja. Íslenska þjóðin telur innan við 400 þúsund manns og ljóst að óraunhæft er með öllu að gera sömu kröfur til fámennra samfélaga hér á landi líkt og gerist á meðal milljónaþjóða erlendis. Eðlilegt er að fram fari samtal á milli stjórnar KSÍ og Sambands íslenskra sveitarfélaga um raunhæfar og eðlilegar kröfur til knattspyrnumannvirkja hér á landi.“ Besta deild kvenna Besta deild karla Tindastóll Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Analúsíu Fótbolti Fleiri fréttir „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Sjá meira
Knattspyrnusamband Íslands sleppur heldur ekki en núverandi formaður KSÍ, Vanda Sigurgeirsdóttir, er einmitt úr Skagafirðinum. Ríkisútvarpið fjallar um áskorun Byggðarráðs Skagafjarðar á stjórn KSÍ að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir mismunun á milli karla og kvenna í knattspyrnu á Íslandi. Nefndarmenn Byggðarráðs Skagafjarðar hafa vakið athygli á miklum aðstöðumun milli karla og kvenna í efstu deild í fótbolta og hve mikið minna tekjustreymið er til kvennadeildarinnar. Kvennalið Tindastóls spilar í Bestu deild kvenna en karlalið félagsins féll niður í E-deild í fyrra, hefur aldrei spilað í efstu deild og var síðast í B-deildinni sumarið 2014. „Mér finnst þetta bara mjög sérstakt á þessum tímum þar sem við tölum um jafnrétti á öllum sviðum - þegar þú ert komin með bestu deild kvenna og karla, af hverju fá þau ekki sama peningaflæði frá Íslenskum toppfótbolta og KSÍ til rekstrar á deildunum,“ segir Einar Einarsson, formaður byggðarráðs, í viðtali við RÚV. Íslenskur toppfótbolti eru hagsmunasamtök þeirra liða sem leika í efstu deildum karla og kvenna í knattspyrnu hér á landi. Talsmenn Byggðarráðs segja samtökin þó sníða sína hagsmunagæslu, markaðsefni og fjárhagslegan ávinning einkum að körlum. „Það vakti athygli mína þegar ég fór inn á heimasíðu íslensks toppfótbolta í gær og sá að stjórnin samanstendur af sjö einstaklingum og þar af eru sex karlar. Það kannski segir allt sem segja þarf um hrútalyktina í þessu máli,“ segir Einar í fyrrnefndu viðtali. Feykir hefur einnig fjallað um málið eins og sjá má hér. Áskorun Byggðarráðs Skagafjarðar á formann og stjórn KSÍ „Eins og kemur svo glögglega fram á heimasíðu Knattspyrnusambands Íslands (KSÍ) þá er þriðjungur skráðra knattspyrnuiðkenda á Íslandi kvenkyns. Samt sem áður virðist sem samtökin Íslenskur toppfótbolti (ÍTF), sem eru hagsmunasamtök þeirra félaga sem reka lið í efstu deildum karla og kvenna í knattspyrnu, miði hagsmunagæslu sína, markaðsefni og skili fjárhagslegum ávinningi af starfi samtakanna einkum til knattspyrnu karla. Á heimasíðu ÍTF er á meðal markmiða samtakanna að stuðla að samvinnu ÍTF og KSÍ að öllum málum er snúa að félögunum og hagsmunum þeirra. Einnig að hagnýta réttindi, svo sem sjónvarpsréttindi, markaðsréttindi, nafnaréttindi deilda, sölu auglýsinga og markaðssetningu fyrir þær deildir sem eiga aðild að ÍTF og ráðstafa þeim réttindum. Því vekur mikla furðu að ekki skuli gæta meira jafnræðis á milli karla og kvenna þegar kemur að því að skila fjárhagslegum ávinningi af starfi samtakanna til aðildarfélaga ÍTF. Byggðarráð Skagafjarðar hvetur formann og stjórn KSÍ og formann og stjórn ÍTF til að vinna saman að uppbyggingu og framgangi íslenskrar knattspyrnu, bæði á meðal karla og kvenna, og að gæta að jafnræði kynjanna í öllu starfi, hagsmunagæslu og fjárhagslegum úthlutunum á vegum beggja sambanda/samtaka. Byggðarráð Skagafjarðar beinir því einnig til stjórnar KSÍ að það er með öllu óeðlilegt að sambandið setji einhliða reglur og geri ítarlegar og mjög fjárfrekar kröfur til mannvirkja svo knattspyrnulið megi spila í efstu deildum karla og kvenna á Íslandi. Um er að ræða kröfur sem geta hljóðað upp á tugi og hundruð milljóna króna. Í mörgum tilfellum er um að ræða slíkar kröfur að óraunhæft er að íþróttafélög eða sveitarfélög kosti alla uppbyggingu og rekstur slíkra mannvirkja. Íslenska þjóðin telur innan við 400 þúsund manns og ljóst að óraunhæft er með öllu að gera sömu kröfur til fámennra samfélaga hér á landi líkt og gerist á meðal milljónaþjóða erlendis. Eðlilegt er að fram fari samtal á milli stjórnar KSÍ og Sambands íslenskra sveitarfélaga um raunhæfar og eðlilegar kröfur til knattspyrnumannvirkja hér á landi.“
Áskorun Byggðarráðs Skagafjarðar á formann og stjórn KSÍ „Eins og kemur svo glögglega fram á heimasíðu Knattspyrnusambands Íslands (KSÍ) þá er þriðjungur skráðra knattspyrnuiðkenda á Íslandi kvenkyns. Samt sem áður virðist sem samtökin Íslenskur toppfótbolti (ÍTF), sem eru hagsmunasamtök þeirra félaga sem reka lið í efstu deildum karla og kvenna í knattspyrnu, miði hagsmunagæslu sína, markaðsefni og skili fjárhagslegum ávinningi af starfi samtakanna einkum til knattspyrnu karla. Á heimasíðu ÍTF er á meðal markmiða samtakanna að stuðla að samvinnu ÍTF og KSÍ að öllum málum er snúa að félögunum og hagsmunum þeirra. Einnig að hagnýta réttindi, svo sem sjónvarpsréttindi, markaðsréttindi, nafnaréttindi deilda, sölu auglýsinga og markaðssetningu fyrir þær deildir sem eiga aðild að ÍTF og ráðstafa þeim réttindum. Því vekur mikla furðu að ekki skuli gæta meira jafnræðis á milli karla og kvenna þegar kemur að því að skila fjárhagslegum ávinningi af starfi samtakanna til aðildarfélaga ÍTF. Byggðarráð Skagafjarðar hvetur formann og stjórn KSÍ og formann og stjórn ÍTF til að vinna saman að uppbyggingu og framgangi íslenskrar knattspyrnu, bæði á meðal karla og kvenna, og að gæta að jafnræði kynjanna í öllu starfi, hagsmunagæslu og fjárhagslegum úthlutunum á vegum beggja sambanda/samtaka. Byggðarráð Skagafjarðar beinir því einnig til stjórnar KSÍ að það er með öllu óeðlilegt að sambandið setji einhliða reglur og geri ítarlegar og mjög fjárfrekar kröfur til mannvirkja svo knattspyrnulið megi spila í efstu deildum karla og kvenna á Íslandi. Um er að ræða kröfur sem geta hljóðað upp á tugi og hundruð milljóna króna. Í mörgum tilfellum er um að ræða slíkar kröfur að óraunhæft er að íþróttafélög eða sveitarfélög kosti alla uppbyggingu og rekstur slíkra mannvirkja. Íslenska þjóðin telur innan við 400 þúsund manns og ljóst að óraunhæft er með öllu að gera sömu kröfur til fámennra samfélaga hér á landi líkt og gerist á meðal milljónaþjóða erlendis. Eðlilegt er að fram fari samtal á milli stjórnar KSÍ og Sambands íslenskra sveitarfélaga um raunhæfar og eðlilegar kröfur til knattspyrnumannvirkja hér á landi.“
Besta deild kvenna Besta deild karla Tindastóll Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Analúsíu Fótbolti Fleiri fréttir „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Sjá meira