Minnast Gunnhildar með göngu á mæðradaginn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. maí 2023 10:35 Gunnhildur Óskarsdóttir stofnaði Göngum saman árið 2007. Styrktarfélagið Göngum saman efnir til göngu á mæðradaginn, sunnudaginn 14. maí, til minningar um Gunnhildi Óskarsdóttur stofnanda félagsins. Hún lést þann 17. mars síðastliðinn. Með göngunni vilja félagar Gunnhildar í Göngum saman heiðra minningu hennar, gleðjast yfir því mikla sem hún fékk áorkað og þakka fyrir allt sem hún gaf af sér, að því er segir í tilkynningu. Gengið verður frá Háskólatorgi klukkan 11 undir lúðrablæstri. Gangan verður við allra hæfi, stuttur hringur um Suðurtjörn í Hljómskálagarði. Fyrir göngu flytur Vigdís Hafliðadóttir lag sitt Kæri heimur sem er lag barnamenningarhátíðar í ár. Á Háskólatorgi munu nokkrir styrkþegar Göngum saman kynna verk sín. Þá verða nýir höfuðklútar með merki Göngum saman seldir þar fyrir og eftir göngu. Gunnhildur Óskarsdóttir greindist árið 1998 með brjóstakrabbamein þá 38 ára gömul. „Hún lifði farsællega og af æðruleysi með sjúkdómnum til hinstu stundar. Gunnhildur stofnaði Göngum saman ásamt nokkrum vinum árið 2007 og var formaður félagsins allt þar til hún lést. Hún hafði brennandi áhuga á að styrkja grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini enda eru þær forsendur allra framfara í læknavísindum. Undir hennar stjórn hefur Göngum saman náð að veita hartnær 135 milljónum til grunnrannsókna á brjóstakrabbameini og byggja upp vísindasjóð félagsins. Í janúar árið 2017 var Gunnhildur sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag til stuðnings krabbameinsrannsóknum og fyrir að hvetja til heilbrigðra lífshátta,“ segir í tilkynningunni. Um Göngum saman Upphafið að stofnun styrktarfélagsing Göngum saman má rekja til vorsins 2007 er hópur kvenna, sem flestar áttu það sameiginlegt að tengjast Gunnhildi Óskarsdóttur núverandi formanni félagsins á einhvern hátt, ákváðu að taka þátt í Avon göngunni í New York 6.-7. október 2007. Til að taka þátt í Avon göngunni þurfti hver og ein að safna 1.800 dollurum til styrktar rannsóknum á krabbameini í brjóstum og meðferðarúrræðum kvenna með brjóstakrabbamein. Göngum saman hópurinn ákvað í kjölfarið að stofna félag sem hefði það að markmiði að styrkja innlendar grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini og var félagið stofnað 13. september 2007. Vorið, sumarið og haustið 2007 fóru í að safna peningum fyrir Avon framlaginu og ekki síður í styrktarsjóð Göngum saman. Samhliða því voru þrotlausar æfingar undir stjórn einnar í hópnum, Guðnýjar Aradóttur stafgönguþjálfara. Göngukonur komu sér í gott form þannig að þær gætu gengið keikar og uppréttar um götur New York þegar kæmi að stóru stundinni. Þegar á hólminn var komið stóðu þær sig allar með miklum sóma og gengu syngjandi glaðar í mark eftir 63 km. Þeir sem vilja minnast Gunnhildar og styrkja Göngum saman geta lagt félaginu lið með því að leggja inn á reikning: 301-13-304524 Kennitala: 650907-1750 Heilbrigðismál Hjálparstarf Tengdar fréttir Brjóstasnúður til styrktar rannsóknum á krabbameini Í dag fóru í sölu sérstakir brjóstasnúðar í bakaríum Brauð&Co til styrktar Göngum saman. 4. maí 2020 09:00 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Með göngunni vilja félagar Gunnhildar í Göngum saman heiðra minningu hennar, gleðjast yfir því mikla sem hún fékk áorkað og þakka fyrir allt sem hún gaf af sér, að því er segir í tilkynningu. Gengið verður frá Háskólatorgi klukkan 11 undir lúðrablæstri. Gangan verður við allra hæfi, stuttur hringur um Suðurtjörn í Hljómskálagarði. Fyrir göngu flytur Vigdís Hafliðadóttir lag sitt Kæri heimur sem er lag barnamenningarhátíðar í ár. Á Háskólatorgi munu nokkrir styrkþegar Göngum saman kynna verk sín. Þá verða nýir höfuðklútar með merki Göngum saman seldir þar fyrir og eftir göngu. Gunnhildur Óskarsdóttir greindist árið 1998 með brjóstakrabbamein þá 38 ára gömul. „Hún lifði farsællega og af æðruleysi með sjúkdómnum til hinstu stundar. Gunnhildur stofnaði Göngum saman ásamt nokkrum vinum árið 2007 og var formaður félagsins allt þar til hún lést. Hún hafði brennandi áhuga á að styrkja grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini enda eru þær forsendur allra framfara í læknavísindum. Undir hennar stjórn hefur Göngum saman náð að veita hartnær 135 milljónum til grunnrannsókna á brjóstakrabbameini og byggja upp vísindasjóð félagsins. Í janúar árið 2017 var Gunnhildur sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag til stuðnings krabbameinsrannsóknum og fyrir að hvetja til heilbrigðra lífshátta,“ segir í tilkynningunni. Um Göngum saman Upphafið að stofnun styrktarfélagsing Göngum saman má rekja til vorsins 2007 er hópur kvenna, sem flestar áttu það sameiginlegt að tengjast Gunnhildi Óskarsdóttur núverandi formanni félagsins á einhvern hátt, ákváðu að taka þátt í Avon göngunni í New York 6.-7. október 2007. Til að taka þátt í Avon göngunni þurfti hver og ein að safna 1.800 dollurum til styrktar rannsóknum á krabbameini í brjóstum og meðferðarúrræðum kvenna með brjóstakrabbamein. Göngum saman hópurinn ákvað í kjölfarið að stofna félag sem hefði það að markmiði að styrkja innlendar grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini og var félagið stofnað 13. september 2007. Vorið, sumarið og haustið 2007 fóru í að safna peningum fyrir Avon framlaginu og ekki síður í styrktarsjóð Göngum saman. Samhliða því voru þrotlausar æfingar undir stjórn einnar í hópnum, Guðnýjar Aradóttur stafgönguþjálfara. Göngukonur komu sér í gott form þannig að þær gætu gengið keikar og uppréttar um götur New York þegar kæmi að stóru stundinni. Þegar á hólminn var komið stóðu þær sig allar með miklum sóma og gengu syngjandi glaðar í mark eftir 63 km. Þeir sem vilja minnast Gunnhildar og styrkja Göngum saman geta lagt félaginu lið með því að leggja inn á reikning: 301-13-304524 Kennitala: 650907-1750
Um Göngum saman Upphafið að stofnun styrktarfélagsing Göngum saman má rekja til vorsins 2007 er hópur kvenna, sem flestar áttu það sameiginlegt að tengjast Gunnhildi Óskarsdóttur núverandi formanni félagsins á einhvern hátt, ákváðu að taka þátt í Avon göngunni í New York 6.-7. október 2007. Til að taka þátt í Avon göngunni þurfti hver og ein að safna 1.800 dollurum til styrktar rannsóknum á krabbameini í brjóstum og meðferðarúrræðum kvenna með brjóstakrabbamein. Göngum saman hópurinn ákvað í kjölfarið að stofna félag sem hefði það að markmiði að styrkja innlendar grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini og var félagið stofnað 13. september 2007. Vorið, sumarið og haustið 2007 fóru í að safna peningum fyrir Avon framlaginu og ekki síður í styrktarsjóð Göngum saman. Samhliða því voru þrotlausar æfingar undir stjórn einnar í hópnum, Guðnýjar Aradóttur stafgönguþjálfara. Göngukonur komu sér í gott form þannig að þær gætu gengið keikar og uppréttar um götur New York þegar kæmi að stóru stundinni. Þegar á hólminn var komið stóðu þær sig allar með miklum sóma og gengu syngjandi glaðar í mark eftir 63 km.
Heilbrigðismál Hjálparstarf Tengdar fréttir Brjóstasnúður til styrktar rannsóknum á krabbameini Í dag fóru í sölu sérstakir brjóstasnúðar í bakaríum Brauð&Co til styrktar Göngum saman. 4. maí 2020 09:00 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Brjóstasnúður til styrktar rannsóknum á krabbameini Í dag fóru í sölu sérstakir brjóstasnúðar í bakaríum Brauð&Co til styrktar Göngum saman. 4. maí 2020 09:00
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent