Fær bætur vegna einangrunar í máli tengdu amfetamínframleiðslu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. maí 2023 08:48 Einar Jökull Einarsson sætti einangrunarvistunar vegna gruns um framleiðslu fíkniefna á meðan hann beið aðalmeðferðar í öðru máli, vegna amfetamínframleiðslu í Borgarfirði. Hann, Alvar Óskarsson og Margeir Pétur voru vegna hennar sakfelldir og dæmdir í fimm og sex ára fangelsi. Vísir/Vilhelm Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða Einari Jökli Einarssyni, sem var sakfelldur fyrir framleiðslu á amfetamíni í Borgarfirði, 750 þúsund krónur í miskabætur vegna gæsluvarðhalds sem hann sætti í tengslum við rannsókn á öðru fíknefnamáli. Hann hafði farið fram á 3,4 milljónir króna í bætur. Einar er einn þriggja sem var sakfelldur vegna amfetamínframleiðslu í Borgarfirði í júní 2020. Hann hlaut sex ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur sem Landsréttur mildaði svo í fimm ár. Hann, auk Alvars Óskarssonar og Margeiri Pétri Jóhannssyni, var sakfelldur fyrir framleiðslu á átta kílóum af amfetamíni í sumarbústað í Borgarfirði. Einar sætti gæsluvarðhalds frá júní 2019 til júní 2020 vegna amfetamínframleiðslunnar. Í janúar 2020 var hann færður úr lausagæslu á Litla-Hrauni í fangaklefa á lögreglustöðinni við Hverfisgötu í þágu rannsóknar annars máls, sem varðar samkvæmt heimildum fréttastofu amfetamínframleiðslu annars staðar. Í janúar 2020 féllst Héraðsdómur Reykjavíkur á, og Landsréttur staðfesti, að Einar sætti einangrunarvist vegna málsins. Einangruninni var eftir skýrslutökur af Einari í febrúar 2020 aflétt. Einangrunin stóð yfir í sautján daga, samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 3. maí síðastliðnum. Rannsóknargögn málanna voru send héraðssaksóknara að lokinni rannsókn í janúar 2021. Í nóvember 2021 krafðist Einar skaðabóta frá íslenska ríkinu vegna einangrunarinnar sem hann sætti. Ríkið féllst á, í svarbréfi í febrúar 2022, bótaskyldu en mótmælti fjárhæðinni. Ólafur Valur Guðjónsson, lögmaður Einars, segir í samtali við fréttastofu að Einar hafi ekki fengið dóm í málinu sem hann sætti einangrunar vegna. Dómsmál Amfetamínframleiðsla í Borgarfirði Tengdar fréttir Amfetamínframleiðsla í Borgarfirði: Dómar yfir Alvari, Einari og Margeiri mildaðir Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Alvari Óskarssyni, Einari Jökli Einarssyni og Margeiri Pétri Jóhannssyni var í dag mildaður af landsrétti en þremenningarnir voru dæmdir fyrir framleiðslu á átta kílóum af amfetamíni í sumarbústað í Borgarfirði. 26. júní 2020 16:02 Mótmæltu gæsluvarðhaldskröfu með vísan í faraldurinn Þrír karlmenn sem hlutu þunga fangelsisdóma fyrir amfetamínframleiðslu í Borgarfirði vísuðu til kórónuveirufaraldursins þegar þeir mótmælu kröfu saksóknara um að þær sæti gæsluvarðhaldi á meðan þeir bíða þess að áfrýjun þeirra verði tekin fyrir. Landsréttur staðfesti gæsluvarðhald yfir þeim öllum. 16. apríl 2020 18:06 Amfetamínframleiðsla í Borgarfirði: Vitnið sem tók á sig sök gat ekki lýst framleiðsluferli amfetamíns Sakborningar í umfangsmiklu amfetamínsmáli fengu í dag þunga dóma fyrir aðild þeirra að málinu en dómur féll í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr í dag. Mennirnir þrír voru dæmdir fyrir framleiðslu á átta kílóum af amfetamíni í sumarbústað í Borgarfirði. 9. desember 2019 23:30 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Sjá meira
Einar er einn þriggja sem var sakfelldur vegna amfetamínframleiðslu í Borgarfirði í júní 2020. Hann hlaut sex ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur sem Landsréttur mildaði svo í fimm ár. Hann, auk Alvars Óskarssonar og Margeiri Pétri Jóhannssyni, var sakfelldur fyrir framleiðslu á átta kílóum af amfetamíni í sumarbústað í Borgarfirði. Einar sætti gæsluvarðhalds frá júní 2019 til júní 2020 vegna amfetamínframleiðslunnar. Í janúar 2020 var hann færður úr lausagæslu á Litla-Hrauni í fangaklefa á lögreglustöðinni við Hverfisgötu í þágu rannsóknar annars máls, sem varðar samkvæmt heimildum fréttastofu amfetamínframleiðslu annars staðar. Í janúar 2020 féllst Héraðsdómur Reykjavíkur á, og Landsréttur staðfesti, að Einar sætti einangrunarvist vegna málsins. Einangruninni var eftir skýrslutökur af Einari í febrúar 2020 aflétt. Einangrunin stóð yfir í sautján daga, samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 3. maí síðastliðnum. Rannsóknargögn málanna voru send héraðssaksóknara að lokinni rannsókn í janúar 2021. Í nóvember 2021 krafðist Einar skaðabóta frá íslenska ríkinu vegna einangrunarinnar sem hann sætti. Ríkið féllst á, í svarbréfi í febrúar 2022, bótaskyldu en mótmælti fjárhæðinni. Ólafur Valur Guðjónsson, lögmaður Einars, segir í samtali við fréttastofu að Einar hafi ekki fengið dóm í málinu sem hann sætti einangrunar vegna.
Dómsmál Amfetamínframleiðsla í Borgarfirði Tengdar fréttir Amfetamínframleiðsla í Borgarfirði: Dómar yfir Alvari, Einari og Margeiri mildaðir Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Alvari Óskarssyni, Einari Jökli Einarssyni og Margeiri Pétri Jóhannssyni var í dag mildaður af landsrétti en þremenningarnir voru dæmdir fyrir framleiðslu á átta kílóum af amfetamíni í sumarbústað í Borgarfirði. 26. júní 2020 16:02 Mótmæltu gæsluvarðhaldskröfu með vísan í faraldurinn Þrír karlmenn sem hlutu þunga fangelsisdóma fyrir amfetamínframleiðslu í Borgarfirði vísuðu til kórónuveirufaraldursins þegar þeir mótmælu kröfu saksóknara um að þær sæti gæsluvarðhaldi á meðan þeir bíða þess að áfrýjun þeirra verði tekin fyrir. Landsréttur staðfesti gæsluvarðhald yfir þeim öllum. 16. apríl 2020 18:06 Amfetamínframleiðsla í Borgarfirði: Vitnið sem tók á sig sök gat ekki lýst framleiðsluferli amfetamíns Sakborningar í umfangsmiklu amfetamínsmáli fengu í dag þunga dóma fyrir aðild þeirra að málinu en dómur féll í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr í dag. Mennirnir þrír voru dæmdir fyrir framleiðslu á átta kílóum af amfetamíni í sumarbústað í Borgarfirði. 9. desember 2019 23:30 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Sjá meira
Amfetamínframleiðsla í Borgarfirði: Dómar yfir Alvari, Einari og Margeiri mildaðir Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Alvari Óskarssyni, Einari Jökli Einarssyni og Margeiri Pétri Jóhannssyni var í dag mildaður af landsrétti en þremenningarnir voru dæmdir fyrir framleiðslu á átta kílóum af amfetamíni í sumarbústað í Borgarfirði. 26. júní 2020 16:02
Mótmæltu gæsluvarðhaldskröfu með vísan í faraldurinn Þrír karlmenn sem hlutu þunga fangelsisdóma fyrir amfetamínframleiðslu í Borgarfirði vísuðu til kórónuveirufaraldursins þegar þeir mótmælu kröfu saksóknara um að þær sæti gæsluvarðhaldi á meðan þeir bíða þess að áfrýjun þeirra verði tekin fyrir. Landsréttur staðfesti gæsluvarðhald yfir þeim öllum. 16. apríl 2020 18:06
Amfetamínframleiðsla í Borgarfirði: Vitnið sem tók á sig sök gat ekki lýst framleiðsluferli amfetamíns Sakborningar í umfangsmiklu amfetamínsmáli fengu í dag þunga dóma fyrir aðild þeirra að málinu en dómur féll í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr í dag. Mennirnir þrír voru dæmdir fyrir framleiðslu á átta kílóum af amfetamíni í sumarbústað í Borgarfirði. 9. desember 2019 23:30
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent