Fleiri fangar koma út úr fangelsum í verri stöðu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. maí 2023 22:31 Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu. Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu félags fanga, segir fleiri fanga koma í verri stöðu út úr fangelsinu en þeir voru í þegar þeir hófu afplánun. Hann kveðst bjartsýnn á að breytingar verði gerðar en Guðmundur Ingi ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu félags fanga, segir fleiri fanga koma í verri stöðu út úr fangelsinu en þeir voru í þegar þeir hófu afplánun. Hann kveðst bjartsýnn á að breytingar verði gerðar en Guðmundur Ingi ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Tilefnið eru fréttir af því að dómsmálaráðherra vilji fjölga opnum úrræðum í fangelsi, í kjölfar umfjöllunar Kompáss þar sem fjallað var um úrræðaleysi þegar kemur að alvarlega andlega veikum föngum sem ekki fá viðeigandi aðstoð í fangelsum landsins. „Ég get ekki séð að fangavist eins og hún er í dag hjálpi fólk. Þú þarft að vera með mjög sterkt og öflugt bakland til þess að ná þér á strik og það er ekki sjálfgefið.“ Hrósar dómsmálaráðherra Guðmundur Ingi segist fagna því að Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hyggist nú endurmeta það hvernig sakhæfi sé metið. Alltof oft séu einstaklingar ýmist dæmdir sakhæfir eða ósakhæfir til skiptist. „Það eru allt upp í átta einstaklingar hverju sinni sem falla undir þennan flokk,“ segir Guðmundur Ingi. Lenskan hér á landi sé sú að einangra þessa einstaklinga. „Það hefur sýnt sig að það skemmir fólk enn frekar og fólk kemur mjög veikt úr fangelsunum, ef það kemur þá aftur úr fangelsunum. Fólk er að deyja.“ Guðmundur Ingi hrósar dómsmálaráðherra í hástert. „Það má hrósa dómsmálaráðherra fyrir það að við höfum aldrei séð eins mikið verið að gerast í fangelsismálum og akkúrat núna og það eru stöðugt að koma hugmyndir úr ráðuneytinu og frá ráðherra um þessi mál.“ Vill betri aðstöðu í fangelsin Guðmundur Ingi segir að Afstaða hafi ítrekað bent á það að það þurfi að koma upp betri aðstöðu fyrir andlega veika fanga inni í fangelsum. „Norðmenn hafa verið með svipaðan vanda, þar sem föngum hefur verið meinað að sækja venjulegar geðdeildir. Þá hafa þeir brugðið á það ráð að opna geðdeild inni í fangelsinu.“ Hann segir lykilatriðið að fallið verði frá refsistefnu þegar kemur að fangelsismálum. „Við komum alltaf niður að því sama. Það er alveg sama hvaða úrræði við komum með og hversu marga plástra við setjum á sárið, að ef við tökum ekki á þessu í grunninn, þessi grunnbreyting að breyta um refsistefnu yfir í endurhæfingarstefnu í fangelsum. Við komum alltaf niður á það.“ Reykjavík síðdegis Fangelsismál Geðheilbrigði Heilbrigðismál Tengdar fréttir Vill fjölga opnum úrræðum í fangelsi og segir mat á sakhæfi til skoðunar Dómsmálaráðherra vill stíga frekari skref í átt að betrunarstefnu og fjölga opnum úrræðum í fangelsi. Hann segir sérfræðinga í ráðuneytinu nú skoða mat á sakhæfi og hefur áhyggjur af skorti á úrræðum fyrir fólk að afplánun lokinni. 8. maí 2023 07:00 Eigi sama rétt og aðrir en ekki sömu möguleika Lögfræðingur sem rannsakaði hvort heilbrigðisþjónustu fanga væri ábótavant segir auðvelt að draga þá ályktun að stjórnvöld hafi ekki haft áhuga á málaflokknum enda hafi lítið sýnilegt breyst til batnaðar í málaflokknum þrátt fyrir mikinn þrýsting eftirlitsaðila. 4. maí 2023 08:18 „Getum lítið stutt við þegar veikindin eru orðin svona mikil“ Teymisstjóri Geðheilsuteymis fangelsa segir það hafa komið á óvart hve margir alvarlega veikir afpláni í fangelsi. Hún segir fólk ekki hætta að vera skjólstæðingar spítalans þó það hefji afplánun í fangelsi. Samstarf skorti á milli fangelsa og Landspítala. 1. maí 2023 08:20 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu félags fanga, segir fleiri fanga koma í verri stöðu út úr fangelsinu en þeir voru í þegar þeir hófu afplánun. Hann kveðst bjartsýnn á að breytingar verði gerðar en Guðmundur Ingi ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Tilefnið eru fréttir af því að dómsmálaráðherra vilji fjölga opnum úrræðum í fangelsi, í kjölfar umfjöllunar Kompáss þar sem fjallað var um úrræðaleysi þegar kemur að alvarlega andlega veikum föngum sem ekki fá viðeigandi aðstoð í fangelsum landsins. „Ég get ekki séð að fangavist eins og hún er í dag hjálpi fólk. Þú þarft að vera með mjög sterkt og öflugt bakland til þess að ná þér á strik og það er ekki sjálfgefið.“ Hrósar dómsmálaráðherra Guðmundur Ingi segist fagna því að Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hyggist nú endurmeta það hvernig sakhæfi sé metið. Alltof oft séu einstaklingar ýmist dæmdir sakhæfir eða ósakhæfir til skiptist. „Það eru allt upp í átta einstaklingar hverju sinni sem falla undir þennan flokk,“ segir Guðmundur Ingi. Lenskan hér á landi sé sú að einangra þessa einstaklinga. „Það hefur sýnt sig að það skemmir fólk enn frekar og fólk kemur mjög veikt úr fangelsunum, ef það kemur þá aftur úr fangelsunum. Fólk er að deyja.“ Guðmundur Ingi hrósar dómsmálaráðherra í hástert. „Það má hrósa dómsmálaráðherra fyrir það að við höfum aldrei séð eins mikið verið að gerast í fangelsismálum og akkúrat núna og það eru stöðugt að koma hugmyndir úr ráðuneytinu og frá ráðherra um þessi mál.“ Vill betri aðstöðu í fangelsin Guðmundur Ingi segir að Afstaða hafi ítrekað bent á það að það þurfi að koma upp betri aðstöðu fyrir andlega veika fanga inni í fangelsum. „Norðmenn hafa verið með svipaðan vanda, þar sem föngum hefur verið meinað að sækja venjulegar geðdeildir. Þá hafa þeir brugðið á það ráð að opna geðdeild inni í fangelsinu.“ Hann segir lykilatriðið að fallið verði frá refsistefnu þegar kemur að fangelsismálum. „Við komum alltaf niður að því sama. Það er alveg sama hvaða úrræði við komum með og hversu marga plástra við setjum á sárið, að ef við tökum ekki á þessu í grunninn, þessi grunnbreyting að breyta um refsistefnu yfir í endurhæfingarstefnu í fangelsum. Við komum alltaf niður á það.“
Reykjavík síðdegis Fangelsismál Geðheilbrigði Heilbrigðismál Tengdar fréttir Vill fjölga opnum úrræðum í fangelsi og segir mat á sakhæfi til skoðunar Dómsmálaráðherra vill stíga frekari skref í átt að betrunarstefnu og fjölga opnum úrræðum í fangelsi. Hann segir sérfræðinga í ráðuneytinu nú skoða mat á sakhæfi og hefur áhyggjur af skorti á úrræðum fyrir fólk að afplánun lokinni. 8. maí 2023 07:00 Eigi sama rétt og aðrir en ekki sömu möguleika Lögfræðingur sem rannsakaði hvort heilbrigðisþjónustu fanga væri ábótavant segir auðvelt að draga þá ályktun að stjórnvöld hafi ekki haft áhuga á málaflokknum enda hafi lítið sýnilegt breyst til batnaðar í málaflokknum þrátt fyrir mikinn þrýsting eftirlitsaðila. 4. maí 2023 08:18 „Getum lítið stutt við þegar veikindin eru orðin svona mikil“ Teymisstjóri Geðheilsuteymis fangelsa segir það hafa komið á óvart hve margir alvarlega veikir afpláni í fangelsi. Hún segir fólk ekki hætta að vera skjólstæðingar spítalans þó það hefji afplánun í fangelsi. Samstarf skorti á milli fangelsa og Landspítala. 1. maí 2023 08:20 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Vill fjölga opnum úrræðum í fangelsi og segir mat á sakhæfi til skoðunar Dómsmálaráðherra vill stíga frekari skref í átt að betrunarstefnu og fjölga opnum úrræðum í fangelsi. Hann segir sérfræðinga í ráðuneytinu nú skoða mat á sakhæfi og hefur áhyggjur af skorti á úrræðum fyrir fólk að afplánun lokinni. 8. maí 2023 07:00
Eigi sama rétt og aðrir en ekki sömu möguleika Lögfræðingur sem rannsakaði hvort heilbrigðisþjónustu fanga væri ábótavant segir auðvelt að draga þá ályktun að stjórnvöld hafi ekki haft áhuga á málaflokknum enda hafi lítið sýnilegt breyst til batnaðar í málaflokknum þrátt fyrir mikinn þrýsting eftirlitsaðila. 4. maí 2023 08:18
„Getum lítið stutt við þegar veikindin eru orðin svona mikil“ Teymisstjóri Geðheilsuteymis fangelsa segir það hafa komið á óvart hve margir alvarlega veikir afpláni í fangelsi. Hún segir fólk ekki hætta að vera skjólstæðingar spítalans þó það hefji afplánun í fangelsi. Samstarf skorti á milli fangelsa og Landspítala. 1. maí 2023 08:20