Í gæsluvarðhaldi fyrir að falsa að fyrrverandi sambýliskonan væri á lífi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. maí 2023 11:33 Maðurinn situr í gæsluvarðhaldi þar til á föstudag. Hann á, samkvæmt erlendum lögregluyfirvöldum, það til að láta sig hverfa sporlaust. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni, sem er grunaður um fjársvik og skjalafals. Maðurinn er sagður hafa í áraraðir haldið því fram að fyrrverandi sambýliskona hans væri á lífi en hún lést árið 2014. Maðurinn dvaldi hins vegar í húsnæði Félagsbústaða, sem var skráð á konuna, tók út lyfseðilskyld lyf hennar og notaði fjármuni sem hún fær enn frá Tryggingastofnun. Landsréttur staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurðinn síðastliðinn þriðjudag, 2. maí, og sætir maðurinn gæsluvarðhaldi þar til föstudagsins 12. maí. Fram kemur í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur að 4. apríl síðastliðinn hafi lögregla verið kölluð á heimili mannsins vegna meints heimilisofbeldis hans gegn núverandi sambýliskonu. Sambýliskonan greindi þar frá því að fyrrverandi sambýliskona mannsins hafi látist fyrir mörgum árum og maðurinn taki enn út lyf í hennar nafni. Þá hafi maðurinn reynt að fá núverandi sambýliskonuna til að nota símanúmer hinnar látnu. Neitaði að konan væri látin Sagðist konan telja að maðurinn væri að reyna að fá hana til að koma fram sem fyrrverandi sambýliskonuna, þar sem íbúðin væri skráð í hennar nafni. Þá hafi hún boðist til að koma dánarvottorði fyrrverandi sambýliskonunnar til Íslands svo hægt væri að ganga frá hennar málum hér á landi. Maðurinn hafi hins vegar reiðst við það og meinað henni að gera það. Í skýrslutöku neitaði maðurinn því að fyrrverandi sambýliskona hans væri látin og kvaðst hafa talað við hana tveimur vikum áður en hún hafi farið erlendis fyrir síðustu jól. Þá kemur fram í úrskurðinum að hin látna sé hjá Félagsbústöðum skráður eigandi að íbúðinni og maðurinn ekki skráður íbúi í eigninni. Þá hafi konan þegið félagsbætur frá Tryggingastofnun ríkisins allt til dagsins í dag. Á sögu um að hverfa sporlaust Þann 19. apríl hafi lögreglan rætt símleiðis við bróður hinnar látnu sem tjáði lögreglu að hún hafi látist árið 2014. Samdægurs, þann 19. apríl, barst lögreglu dánarvottorð. Hinn ákærði er samkvæmt úrskurðinum erlendur ríkisborgari, þó ekki komi fram hvar, og hefur þar langan sakaferil og þekktur fyrir að hverfa sporlaust. 27. apríl síðastliðinn gerði lögregla húsleit á heimilinu þar sem fannst útrunnið vegabréf hinnar látnu og íslykill hennar. Þá fundust tvær stílabækur með innskráningarupplýsingum hennar og mannsins, meðal annars bankaupplýsingar, Paypal upplýsingar og fleiri. Á opinni tölvu á heimilinu fannst reikningur í nafni konunnar á bland.is þar sem verið var að selja vörur. Maðurinn var handtekinn sama dag. Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Fleiri fréttir Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Sjá meira
Landsréttur staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurðinn síðastliðinn þriðjudag, 2. maí, og sætir maðurinn gæsluvarðhaldi þar til föstudagsins 12. maí. Fram kemur í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur að 4. apríl síðastliðinn hafi lögregla verið kölluð á heimili mannsins vegna meints heimilisofbeldis hans gegn núverandi sambýliskonu. Sambýliskonan greindi þar frá því að fyrrverandi sambýliskona mannsins hafi látist fyrir mörgum árum og maðurinn taki enn út lyf í hennar nafni. Þá hafi maðurinn reynt að fá núverandi sambýliskonuna til að nota símanúmer hinnar látnu. Neitaði að konan væri látin Sagðist konan telja að maðurinn væri að reyna að fá hana til að koma fram sem fyrrverandi sambýliskonuna, þar sem íbúðin væri skráð í hennar nafni. Þá hafi hún boðist til að koma dánarvottorði fyrrverandi sambýliskonunnar til Íslands svo hægt væri að ganga frá hennar málum hér á landi. Maðurinn hafi hins vegar reiðst við það og meinað henni að gera það. Í skýrslutöku neitaði maðurinn því að fyrrverandi sambýliskona hans væri látin og kvaðst hafa talað við hana tveimur vikum áður en hún hafi farið erlendis fyrir síðustu jól. Þá kemur fram í úrskurðinum að hin látna sé hjá Félagsbústöðum skráður eigandi að íbúðinni og maðurinn ekki skráður íbúi í eigninni. Þá hafi konan þegið félagsbætur frá Tryggingastofnun ríkisins allt til dagsins í dag. Á sögu um að hverfa sporlaust Þann 19. apríl hafi lögreglan rætt símleiðis við bróður hinnar látnu sem tjáði lögreglu að hún hafi látist árið 2014. Samdægurs, þann 19. apríl, barst lögreglu dánarvottorð. Hinn ákærði er samkvæmt úrskurðinum erlendur ríkisborgari, þó ekki komi fram hvar, og hefur þar langan sakaferil og þekktur fyrir að hverfa sporlaust. 27. apríl síðastliðinn gerði lögregla húsleit á heimilinu þar sem fannst útrunnið vegabréf hinnar látnu og íslykill hennar. Þá fundust tvær stílabækur með innskráningarupplýsingum hennar og mannsins, meðal annars bankaupplýsingar, Paypal upplýsingar og fleiri. Á opinni tölvu á heimilinu fannst reikningur í nafni konunnar á bland.is þar sem verið var að selja vörur. Maðurinn var handtekinn sama dag.
Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Fleiri fréttir Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Sjá meira