Algjör þögn ríkir um stöðu Rúnars Sindri Sverrisson skrifar 8. maí 2023 11:00 Rúnar Kristinsson þakkar Arnari Grétarssyni fyrir leikinn eftir 5-0 tap KR gegn Val í gærkvöld. vísir/Diego KR tapaði sínum fjórða leik í röð í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöld, 5-0 gegn erkifjendum sínum í Val, og það vekur upp spurningar um stöðu þjálfarans Rúnars Kristinssonar. Formaður knattspyrnudeildar KR vill ekki tjá sig um stöðu hans. Rúnar er á sínu ellefta tímabili sem þjálfari KR. Fyrst stýrði hann liðinu á árunum 2010-2014 og svo aftur frá árinu 2017. Hann hefur þrívegis gert liðið að Íslandsmeistara, árin 2011, 2013 og 2019, og þrívegis að bikarmeistara, síðast árið 2014. Í fyrra lenti KR í 4. sæti Bestu deildarinnar og missti af Evrópusæti, eftir að hafa hafnað í 3. sæti 2021 og 5. sæti 2020. Þegar fimm umferðum er lokið af Bestu deildinni í ár sitja KR-ingar hins vegar í 10. sæti, stigi frá botni deildarinnar og með verstu markatöluna í deildinni. Þeir hafa ekki skorað eitt einasta mark í fjórum síðustu leikjum, sem allir hafa tapast, gegn Val, HK, FH og Víkingi. Í viðtali við Fótbolti.net eftir tapið gegn Val í gær sagði Rúnar að það væri ekki sitt að segja til um framtíð sína sem þjálfari KR, og mátti skilja á honum að hann hefði að minnsta kosti sjálfur hug á að stýra liðinu áfram. Vísir hafði samband við Pál Kristjánsson, formann knattspyrnudeildar KR, en hann kvaðst ekki vilja tjá sig um stöðuna. „Allir þessir menn eru klárlega missir“ Staða KR og Rúnars var rædd í Tilþrifunum á Stöð 2 Sport í gærkvöld þar sem Ríkharð Óskar Guðnason var með þjálfarann og KR-inginn Brynjar Björn Gunnarsson sem sérfræðing. Klippa: Tilþrifin: Staða Rúnars og KR Ríkharð benti á að frá síðustu leiktíð, þegar KR endaði í 4. sæti, hefðu fjórir reynsluboltar kvatt liðið því Beitir Ólafsson og Pálmi Rafn Pálmason hættu, Arnór Sveinn Aðalsteinsson fór til Breiðabliks og Kjartan Henry Finnbogason til FH. „Þetta eru allt leiðtogar. Þeir hafa ekki fengið neina slíka fyrir þetta tímabil,“ sagði Ríkharð. KR-ingar leituðu meðal annars til Noregs eftir liðsstyrk í vetur og fengu leikmenn sem ekki hafa staðið undir væntingum til þessa, sem og aðstoðarþjálfarann Ole Martin Nesselquist. Brynjar tók undir með Ríkharð varðandi það að miklir leiðtogar hefðu kvatt KR, og sagði breytingarnar í Vesturbænum mögulega hafa verið of miklar. „Þeir hafa ekki fengið þessar [leiðtoga]týpur. Og fyrir utan það að þetta eru allt reyndir, góðir leikmenn þá er þetta allt í gegnum „hrygginn“ á liðinu; markmaður, hafsent, miðjumaður og senter, sem er oft það sem þú byggir upp fyrst og bætir svo utan á. Allir þessir menn [Beitir, Pálmi, Arnór og Kjartan] eru klárlega missir fyrir KR-liðið og fyrir ungu strákana sem er verið að gefa tækifæri núna, eins og var kominn tími á í Vesturbænum.“ „Sé ekki KR fara í þær breytingar núna“ Ríkharð beindi þá spjótum sínum að Rúnari: „Ef þetta væri einhver annar þjálfari en Rúnar Kristinsson, sem er stórkostlegur þjálfari og hefur náð frábærum árangri, og er hjartað og einn af sonum Vesturbæjar… Maður þarf að spyrja spurningarinnar. Þetta eru fjórir tapleikir í röð, markatalan 0-12, ef það væri einhver annar þjálfari að þjálfa KR núna þá væri hann undir gríðarlegri pressu á að missa starfið sitt.“ Norðmaðurinn Ole Martin Nesselquist kom inn í þjálfarateymi KR í vetur.vísir/Diego „Það væru allir þjálfarar í deildinni undir þeirri pressu. En ég sé ekki KR fara í þær breytingar núna. Þeir fengu Ole inn frá Noregi til að styðja við Rúnar og þjálfarateymið í KR,“ sagði Brynjar. En telur hann að Rúnar hugsi núna stöðu sína og velti fyrir sér hvort að hann sé kominn á endastöð með liðið? „Það hugsa ég ekki,“ sagði Brynjar og benti á þátt leikmanna: „Það þarf að fá frammistöðu frá leikmönnum. Mér finnst allt of margir skrefinu á eftir, hvort sem það er að pressa eða hlaupa til baka. Leikmenn verða að taka smá ábyrgð, og að sjálfsögðu Rúnar og þjálfarateymið líka. Kannski þurfa þeir aðeins að endurmeta stöðuna. Kannski voru þeir ekki alveg tilbúnir í allar þessar breytingar sem þeir eru búnir að gera síðustu 2-3 ár.“ Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla KR Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Fleiri fréttir „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Sjá meira
Rúnar er á sínu ellefta tímabili sem þjálfari KR. Fyrst stýrði hann liðinu á árunum 2010-2014 og svo aftur frá árinu 2017. Hann hefur þrívegis gert liðið að Íslandsmeistara, árin 2011, 2013 og 2019, og þrívegis að bikarmeistara, síðast árið 2014. Í fyrra lenti KR í 4. sæti Bestu deildarinnar og missti af Evrópusæti, eftir að hafa hafnað í 3. sæti 2021 og 5. sæti 2020. Þegar fimm umferðum er lokið af Bestu deildinni í ár sitja KR-ingar hins vegar í 10. sæti, stigi frá botni deildarinnar og með verstu markatöluna í deildinni. Þeir hafa ekki skorað eitt einasta mark í fjórum síðustu leikjum, sem allir hafa tapast, gegn Val, HK, FH og Víkingi. Í viðtali við Fótbolti.net eftir tapið gegn Val í gær sagði Rúnar að það væri ekki sitt að segja til um framtíð sína sem þjálfari KR, og mátti skilja á honum að hann hefði að minnsta kosti sjálfur hug á að stýra liðinu áfram. Vísir hafði samband við Pál Kristjánsson, formann knattspyrnudeildar KR, en hann kvaðst ekki vilja tjá sig um stöðuna. „Allir þessir menn eru klárlega missir“ Staða KR og Rúnars var rædd í Tilþrifunum á Stöð 2 Sport í gærkvöld þar sem Ríkharð Óskar Guðnason var með þjálfarann og KR-inginn Brynjar Björn Gunnarsson sem sérfræðing. Klippa: Tilþrifin: Staða Rúnars og KR Ríkharð benti á að frá síðustu leiktíð, þegar KR endaði í 4. sæti, hefðu fjórir reynsluboltar kvatt liðið því Beitir Ólafsson og Pálmi Rafn Pálmason hættu, Arnór Sveinn Aðalsteinsson fór til Breiðabliks og Kjartan Henry Finnbogason til FH. „Þetta eru allt leiðtogar. Þeir hafa ekki fengið neina slíka fyrir þetta tímabil,“ sagði Ríkharð. KR-ingar leituðu meðal annars til Noregs eftir liðsstyrk í vetur og fengu leikmenn sem ekki hafa staðið undir væntingum til þessa, sem og aðstoðarþjálfarann Ole Martin Nesselquist. Brynjar tók undir með Ríkharð varðandi það að miklir leiðtogar hefðu kvatt KR, og sagði breytingarnar í Vesturbænum mögulega hafa verið of miklar. „Þeir hafa ekki fengið þessar [leiðtoga]týpur. Og fyrir utan það að þetta eru allt reyndir, góðir leikmenn þá er þetta allt í gegnum „hrygginn“ á liðinu; markmaður, hafsent, miðjumaður og senter, sem er oft það sem þú byggir upp fyrst og bætir svo utan á. Allir þessir menn [Beitir, Pálmi, Arnór og Kjartan] eru klárlega missir fyrir KR-liðið og fyrir ungu strákana sem er verið að gefa tækifæri núna, eins og var kominn tími á í Vesturbænum.“ „Sé ekki KR fara í þær breytingar núna“ Ríkharð beindi þá spjótum sínum að Rúnari: „Ef þetta væri einhver annar þjálfari en Rúnar Kristinsson, sem er stórkostlegur þjálfari og hefur náð frábærum árangri, og er hjartað og einn af sonum Vesturbæjar… Maður þarf að spyrja spurningarinnar. Þetta eru fjórir tapleikir í röð, markatalan 0-12, ef það væri einhver annar þjálfari að þjálfa KR núna þá væri hann undir gríðarlegri pressu á að missa starfið sitt.“ Norðmaðurinn Ole Martin Nesselquist kom inn í þjálfarateymi KR í vetur.vísir/Diego „Það væru allir þjálfarar í deildinni undir þeirri pressu. En ég sé ekki KR fara í þær breytingar núna. Þeir fengu Ole inn frá Noregi til að styðja við Rúnar og þjálfarateymið í KR,“ sagði Brynjar. En telur hann að Rúnar hugsi núna stöðu sína og velti fyrir sér hvort að hann sé kominn á endastöð með liðið? „Það hugsa ég ekki,“ sagði Brynjar og benti á þátt leikmanna: „Það þarf að fá frammistöðu frá leikmönnum. Mér finnst allt of margir skrefinu á eftir, hvort sem það er að pressa eða hlaupa til baka. Leikmenn verða að taka smá ábyrgð, og að sjálfsögðu Rúnar og þjálfarateymið líka. Kannski þurfa þeir aðeins að endurmeta stöðuna. Kannski voru þeir ekki alveg tilbúnir í allar þessar breytingar sem þeir eru búnir að gera síðustu 2-3 ár.“ Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla KR Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Fleiri fréttir „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Sjá meira