Sá markahæsti í Bestu deildinni fékk verðlaun úti í Bandaríkjunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. maí 2023 09:00 Stefán Ingi Sigurðarson hefur skorað sex mörk í fyrstu fimm leikjum sínum í Bestu deildinni í sumar. Vísir/Hulda Margrét Blikinn Stefán Ingi Sigurðarson hefur skorað sex mörk í fyrstu fimm umferðum Bestu deildar karla í fótbolta og var markahæsti leikmaður fyrstu fimm umferða deildarinnar. Hann er að raða inn mörkum þessa dagana hér heima á Íslandi en hann er á sama tíma að vinna til verðlauna hinum megin við Atlantshafið. Stefán Ingi kom heim í Breiðablik með bullandi sjálfstraust eftir frábært lokaár með Boston College í bandaríska háskólaboltanum. Stefán Ingi fékk verðlaun um helgina þegar hann var valinn Karlörn ársins en verðlaunin heita „Male Eagle of the Year Award“ úti í Bandaríkjunum. Stefán Ingi var sá karl sem var framúrskarandi íþróttamaður skólaársins en hjá konunum fékk verðlaunin frjálsíþróttakonan Katherine Mitchell. Það er margt sem telur þegar þessi verðlaun eru veitt og ekki aðeins frammistaðan með íþróttaliði skólans. Viðkomandi þarf að hafa unnið sér inn frammistöðuverðlaun, hafa sýnt leiðtogahæfileika, verið hjálpsamur við liðsfélaga, tekið þátt í vinnu í þágu samfélagsins og þá telur einnig góður námsárangur þegar valið er á milli nemanda Boston College skólans. Íþróttafólk Boston College skólans hafa viðurnefnið Ernirnir og er heiti verðlaunanna komið þaðan. Boston College skólinn sagði frá verðlaunum á miðlum sínum og fór þar lofsamlegum orðum um íslenska framherjann. Stefán Ingi var einn af bestu sóknarmönnum Atlantic Coast deildarinnar á árinu 2022 og var valinn í annað úrvalslið ársins. Hann skoraði alls tólf mörk á tímabilinu og fékk alls 25 markastig sem var það besta á hákólaferli hans. Stefán Ingi varð sá fimmti markahæsti í bandaríska háskólaboltanum og í tíunda sæti í markastigum. Hann var markahæstur í Atlantic Coast deildinni og sá þriðji stigahæsti. Alls skoraði hann 28 mörk á ferli sínum í skólanum. Stefán komst þrisvar í náms-úrvalslið vikunnar í deildinni og safnaði pening fyrir brjóstakrabbameinsdeild Newton Wellesley sjúkrahússins. Stefán útskrifast í desember með aðaláherslu á fjármálastjórn. View this post on Instagram A post shared by Boston College Athletics (@bceagles) Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Fleiri fréttir „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Sjá meira
Hann er að raða inn mörkum þessa dagana hér heima á Íslandi en hann er á sama tíma að vinna til verðlauna hinum megin við Atlantshafið. Stefán Ingi kom heim í Breiðablik með bullandi sjálfstraust eftir frábært lokaár með Boston College í bandaríska háskólaboltanum. Stefán Ingi fékk verðlaun um helgina þegar hann var valinn Karlörn ársins en verðlaunin heita „Male Eagle of the Year Award“ úti í Bandaríkjunum. Stefán Ingi var sá karl sem var framúrskarandi íþróttamaður skólaársins en hjá konunum fékk verðlaunin frjálsíþróttakonan Katherine Mitchell. Það er margt sem telur þegar þessi verðlaun eru veitt og ekki aðeins frammistaðan með íþróttaliði skólans. Viðkomandi þarf að hafa unnið sér inn frammistöðuverðlaun, hafa sýnt leiðtogahæfileika, verið hjálpsamur við liðsfélaga, tekið þátt í vinnu í þágu samfélagsins og þá telur einnig góður námsárangur þegar valið er á milli nemanda Boston College skólans. Íþróttafólk Boston College skólans hafa viðurnefnið Ernirnir og er heiti verðlaunanna komið þaðan. Boston College skólinn sagði frá verðlaunum á miðlum sínum og fór þar lofsamlegum orðum um íslenska framherjann. Stefán Ingi var einn af bestu sóknarmönnum Atlantic Coast deildarinnar á árinu 2022 og var valinn í annað úrvalslið ársins. Hann skoraði alls tólf mörk á tímabilinu og fékk alls 25 markastig sem var það besta á hákólaferli hans. Stefán Ingi varð sá fimmti markahæsti í bandaríska háskólaboltanum og í tíunda sæti í markastigum. Hann var markahæstur í Atlantic Coast deildinni og sá þriðji stigahæsti. Alls skoraði hann 28 mörk á ferli sínum í skólanum. Stefán komst þrisvar í náms-úrvalslið vikunnar í deildinni og safnaði pening fyrir brjóstakrabbameinsdeild Newton Wellesley sjúkrahússins. Stefán útskrifast í desember með aðaláherslu á fjármálastjórn. View this post on Instagram A post shared by Boston College Athletics (@bceagles)
Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Fleiri fréttir „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Sjá meira