Sá markahæsti í Bestu deildinni fékk verðlaun úti í Bandaríkjunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. maí 2023 09:00 Stefán Ingi Sigurðarson hefur skorað sex mörk í fyrstu fimm leikjum sínum í Bestu deildinni í sumar. Vísir/Hulda Margrét Blikinn Stefán Ingi Sigurðarson hefur skorað sex mörk í fyrstu fimm umferðum Bestu deildar karla í fótbolta og var markahæsti leikmaður fyrstu fimm umferða deildarinnar. Hann er að raða inn mörkum þessa dagana hér heima á Íslandi en hann er á sama tíma að vinna til verðlauna hinum megin við Atlantshafið. Stefán Ingi kom heim í Breiðablik með bullandi sjálfstraust eftir frábært lokaár með Boston College í bandaríska háskólaboltanum. Stefán Ingi fékk verðlaun um helgina þegar hann var valinn Karlörn ársins en verðlaunin heita „Male Eagle of the Year Award“ úti í Bandaríkjunum. Stefán Ingi var sá karl sem var framúrskarandi íþróttamaður skólaársins en hjá konunum fékk verðlaunin frjálsíþróttakonan Katherine Mitchell. Það er margt sem telur þegar þessi verðlaun eru veitt og ekki aðeins frammistaðan með íþróttaliði skólans. Viðkomandi þarf að hafa unnið sér inn frammistöðuverðlaun, hafa sýnt leiðtogahæfileika, verið hjálpsamur við liðsfélaga, tekið þátt í vinnu í þágu samfélagsins og þá telur einnig góður námsárangur þegar valið er á milli nemanda Boston College skólans. Íþróttafólk Boston College skólans hafa viðurnefnið Ernirnir og er heiti verðlaunanna komið þaðan. Boston College skólinn sagði frá verðlaunum á miðlum sínum og fór þar lofsamlegum orðum um íslenska framherjann. Stefán Ingi var einn af bestu sóknarmönnum Atlantic Coast deildarinnar á árinu 2022 og var valinn í annað úrvalslið ársins. Hann skoraði alls tólf mörk á tímabilinu og fékk alls 25 markastig sem var það besta á hákólaferli hans. Stefán Ingi varð sá fimmti markahæsti í bandaríska háskólaboltanum og í tíunda sæti í markastigum. Hann var markahæstur í Atlantic Coast deildinni og sá þriðji stigahæsti. Alls skoraði hann 28 mörk á ferli sínum í skólanum. Stefán komst þrisvar í náms-úrvalslið vikunnar í deildinni og safnaði pening fyrir brjóstakrabbameinsdeild Newton Wellesley sjúkrahússins. Stefán útskrifast í desember með aðaláherslu á fjármálastjórn. View this post on Instagram A post shared by Boston College Athletics (@bceagles) Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Golf Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Sjá meira
Hann er að raða inn mörkum þessa dagana hér heima á Íslandi en hann er á sama tíma að vinna til verðlauna hinum megin við Atlantshafið. Stefán Ingi kom heim í Breiðablik með bullandi sjálfstraust eftir frábært lokaár með Boston College í bandaríska háskólaboltanum. Stefán Ingi fékk verðlaun um helgina þegar hann var valinn Karlörn ársins en verðlaunin heita „Male Eagle of the Year Award“ úti í Bandaríkjunum. Stefán Ingi var sá karl sem var framúrskarandi íþróttamaður skólaársins en hjá konunum fékk verðlaunin frjálsíþróttakonan Katherine Mitchell. Það er margt sem telur þegar þessi verðlaun eru veitt og ekki aðeins frammistaðan með íþróttaliði skólans. Viðkomandi þarf að hafa unnið sér inn frammistöðuverðlaun, hafa sýnt leiðtogahæfileika, verið hjálpsamur við liðsfélaga, tekið þátt í vinnu í þágu samfélagsins og þá telur einnig góður námsárangur þegar valið er á milli nemanda Boston College skólans. Íþróttafólk Boston College skólans hafa viðurnefnið Ernirnir og er heiti verðlaunanna komið þaðan. Boston College skólinn sagði frá verðlaunum á miðlum sínum og fór þar lofsamlegum orðum um íslenska framherjann. Stefán Ingi var einn af bestu sóknarmönnum Atlantic Coast deildarinnar á árinu 2022 og var valinn í annað úrvalslið ársins. Hann skoraði alls tólf mörk á tímabilinu og fékk alls 25 markastig sem var það besta á hákólaferli hans. Stefán Ingi varð sá fimmti markahæsti í bandaríska háskólaboltanum og í tíunda sæti í markastigum. Hann var markahæstur í Atlantic Coast deildinni og sá þriðji stigahæsti. Alls skoraði hann 28 mörk á ferli sínum í skólanum. Stefán komst þrisvar í náms-úrvalslið vikunnar í deildinni og safnaði pening fyrir brjóstakrabbameinsdeild Newton Wellesley sjúkrahússins. Stefán útskrifast í desember með aðaláherslu á fjármálastjórn. View this post on Instagram A post shared by Boston College Athletics (@bceagles)
Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Golf Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti