„Nú er maður bara allt í einu orðinn heimsmeistari“ Atli Ísleifsson skrifar 7. maí 2023 23:03 Katrín Pálsdóttir starfar sem fjármálastjóri Bolungarvíkur. Hún vann heimsmeistaratitil í tvíþraut á Ibiza fyrr í dag. Facebook Katrín Pálsdóttir, hjólreiðakona og fjármálastjóri Bolungarvíkur, varð heimsmeistari í tvíþraut, sund- og hjólreiðakeppni (long distance aquabike), á móti á vegum World Triathlon á spænsku eyjunni Ibiza fyrr í dag. Fréttastofa náði tali af Katrínu fyrr í kvöld og var hún skiljanlega mjög ánægð með árangurinn. „Þarna var allt besta fólkið í heiminum í þessari grein og nú er maður bara allt í einu orðinn heimsmeistari. Ég er bara ekkert smá hissa.“ Keppendur byrjuðu á því að synda þrjá kílómetra og þurftu svo að hjóla 116 kílómetra leið. Katrín var tæpar 50 mínútur að klára sundið og svo tæpa þrjá tíma og 24 mínútur á klára hjólreiðarnar. Heildartíminn var því rúmlega fjórir tímar og átján mínútur. Konan sem hafnaði í öðru sæti í keppninni, hin bandaríska Amber Smolik, var um 45 sekúndum á eftir Katrínu. „Ég hef alltaf keppt í þríþraut, verið að keppa í Ironman, hálfum og heilum. Þetta var í fyrsta skipti sem ég prófa svona tvíþraut og þetta kom því skemmtilega á óvart,“ segir Katrín. Hún lýsir framvindu keppninnar þannig að það hafi verið mikil þvaga í sundinu þar sem bæði karlar og konur syntu saman. „Eftir sundið fór ég svo á hjólið og ég tók eftir því að ég tók aldrei fram úr neinni konu í keppninni. Nema eftir sjötíu kílómetra, þá tók ég fram úr þessari bandarísku og þá fór ég að spá hvort það gæti staðist að ég væri fremst. Ég ákvað því að gefa enn meira í. Og svo fór það bara þannig að ég vann keppnina. Þvílíkt geggjaður dagur,“ segir Katrín glöð í bragði. Keppnin byrjaði um níuleytið í morgun að staðartíma og lauk því um 13:30 hjá Katrínu. „Þetta var bara frábært. Eftir keppnina fór ég að pakka hjólinu. Ég fékk mér svo pítsu og mætti svo á verðlaunaafhendinguna. Núna er ég svo að pakka saman og á bókað flug heim á morgun,“ segir Katrín. Íslendingar erlendis Sund Hjólreiðar Bolungarvík Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Breiðablik - Shamrock Rovers | Kemur fyrsti sigurinn? Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Frá Akureyri til Danmerkur Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Big Ben í kvöld: Óli Jó og Hjörvar gestir Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Nú hefst aðventan: HM í pílu af stað í kvöld Fór úr vondum degi í enn verri dag Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Dagskráin í dag: Blikar og Íslendingalið í Evrópu, HM í pílu og Bónus deildin Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Sjá meira
Fréttastofa náði tali af Katrínu fyrr í kvöld og var hún skiljanlega mjög ánægð með árangurinn. „Þarna var allt besta fólkið í heiminum í þessari grein og nú er maður bara allt í einu orðinn heimsmeistari. Ég er bara ekkert smá hissa.“ Keppendur byrjuðu á því að synda þrjá kílómetra og þurftu svo að hjóla 116 kílómetra leið. Katrín var tæpar 50 mínútur að klára sundið og svo tæpa þrjá tíma og 24 mínútur á klára hjólreiðarnar. Heildartíminn var því rúmlega fjórir tímar og átján mínútur. Konan sem hafnaði í öðru sæti í keppninni, hin bandaríska Amber Smolik, var um 45 sekúndum á eftir Katrínu. „Ég hef alltaf keppt í þríþraut, verið að keppa í Ironman, hálfum og heilum. Þetta var í fyrsta skipti sem ég prófa svona tvíþraut og þetta kom því skemmtilega á óvart,“ segir Katrín. Hún lýsir framvindu keppninnar þannig að það hafi verið mikil þvaga í sundinu þar sem bæði karlar og konur syntu saman. „Eftir sundið fór ég svo á hjólið og ég tók eftir því að ég tók aldrei fram úr neinni konu í keppninni. Nema eftir sjötíu kílómetra, þá tók ég fram úr þessari bandarísku og þá fór ég að spá hvort það gæti staðist að ég væri fremst. Ég ákvað því að gefa enn meira í. Og svo fór það bara þannig að ég vann keppnina. Þvílíkt geggjaður dagur,“ segir Katrín glöð í bragði. Keppnin byrjaði um níuleytið í morgun að staðartíma og lauk því um 13:30 hjá Katrínu. „Þetta var bara frábært. Eftir keppnina fór ég að pakka hjólinu. Ég fékk mér svo pítsu og mætti svo á verðlaunaafhendinguna. Núna er ég svo að pakka saman og á bókað flug heim á morgun,“ segir Katrín.
Íslendingar erlendis Sund Hjólreiðar Bolungarvík Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Breiðablik - Shamrock Rovers | Kemur fyrsti sigurinn? Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Frá Akureyri til Danmerkur Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Big Ben í kvöld: Óli Jó og Hjörvar gestir Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Nú hefst aðventan: HM í pílu af stað í kvöld Fór úr vondum degi í enn verri dag Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Dagskráin í dag: Blikar og Íslendingalið í Evrópu, HM í pílu og Bónus deildin Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Sjá meira