Býst við dýrvitlausum KR-ingum í kvöld Aron Guðmundsson skrifar 7. maí 2023 12:15 Arnar Grétarsson, þjálfari Vals Sannkallaður stórleikur er á dagskrá Bestu deildar karla í knattspyrnu í kvöld þegar að Valur og KR mætast á Origovellinum að Hlíðarenda. Valsmenn hafa farið afar vel af stað í deildinni í ár og þjálfari liðsins, Arnar Grétarsson, segir sína menn ætla að sækja stigin þrjú í kvöld. „Þetta leggst mjög vel í mig, eins og er raunin með alla leiki sem maður fer í. Þetta er nágrannaslagur og maður hefur fundið það, í þennan stutta tíma sem ég hef verið í starfi hjá Val, að þetta er stór leikur fyrir stuðningsmenn beggja liða. Leikmenn eru meðvitaðir um það,“ sagði Arnar í samtali við Val Pál Eiríksson, íþróttafréttamann, fyrr í dag. Valsmenn sitja í 2.sæti Bestu deildarinnar fyrir leik kvöldsins og hafa unnið fjóra af fyrstu fimm leikjum í deildinni. KR hefur aftur á móti verið í brasi og er sem stendur í 9.sæti með fjögur stig. „Mínir menn vita að KR hefur verið að spila mun betur heldur en þau stig sem liðið er með. Ég á því von á hörku leik. KR-ingarnir munu mæta dýrvitlausir til leiks. Það er oft þunn lína á milli þess að vinna og tapa leikjum. Það sem hefur kannski vantað upp á hjá KR að undanförnu er að nýta færin, þeir hafa ekki gert það og vonandi verður ekki breyting á því í kvöld. Við ætlum okkur að sækja þessi þrjú stig, það er alveg klárt.“ Valsmenn eru þremur stigum á eftir toppliði Víkings Reykjavíkur og vill Arnar halda pressunni á þeim. „Við viljum halda áfram að elta Víkingana uppi og vitum að við þurfum að eiga topp leik til þess að sækja þessi þrjú stig í kvöld. Við erum búnir að spila heilt yfir mjög vel í þessum fimm leikjum til þessa. Það eina sem við erum ósáttir með eru úrslitin úr leiknum gegn Breiðablik en leikurinn og frammistaðan í þeim leik var mjög góð.“ Að sögn Arnars hefur verið svolítið bras á leikmannahópi Vals varðandi meiðsli en það horfir nú allt til betri vegar. „Við erum á réttri leið þar, erum að fá menn til baka. Ég sagði það fyrir mót að ef við kæmumst í gegnum fyrstu sex til níu umferðirnar með því að geta verið tiltölulega ofarlega í töflunni þá yrði ég bjartsýnn fyrir tímabilinu vegna þess að raðirnar eiga eftir að þéttast hjá okkur. Við verðum bara sterkari eftir því sem á líður. “ Leikur Vals og KR hefst klukkan 19:15 í kvöld. Bein útsending frá Origovellinum hefst klukkan 19:00 á Stöð 2 Sport Besta deild karla Valur KR Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Valsmenn hafa farið afar vel af stað í deildinni í ár og þjálfari liðsins, Arnar Grétarsson, segir sína menn ætla að sækja stigin þrjú í kvöld. „Þetta leggst mjög vel í mig, eins og er raunin með alla leiki sem maður fer í. Þetta er nágrannaslagur og maður hefur fundið það, í þennan stutta tíma sem ég hef verið í starfi hjá Val, að þetta er stór leikur fyrir stuðningsmenn beggja liða. Leikmenn eru meðvitaðir um það,“ sagði Arnar í samtali við Val Pál Eiríksson, íþróttafréttamann, fyrr í dag. Valsmenn sitja í 2.sæti Bestu deildarinnar fyrir leik kvöldsins og hafa unnið fjóra af fyrstu fimm leikjum í deildinni. KR hefur aftur á móti verið í brasi og er sem stendur í 9.sæti með fjögur stig. „Mínir menn vita að KR hefur verið að spila mun betur heldur en þau stig sem liðið er með. Ég á því von á hörku leik. KR-ingarnir munu mæta dýrvitlausir til leiks. Það er oft þunn lína á milli þess að vinna og tapa leikjum. Það sem hefur kannski vantað upp á hjá KR að undanförnu er að nýta færin, þeir hafa ekki gert það og vonandi verður ekki breyting á því í kvöld. Við ætlum okkur að sækja þessi þrjú stig, það er alveg klárt.“ Valsmenn eru þremur stigum á eftir toppliði Víkings Reykjavíkur og vill Arnar halda pressunni á þeim. „Við viljum halda áfram að elta Víkingana uppi og vitum að við þurfum að eiga topp leik til þess að sækja þessi þrjú stig í kvöld. Við erum búnir að spila heilt yfir mjög vel í þessum fimm leikjum til þessa. Það eina sem við erum ósáttir með eru úrslitin úr leiknum gegn Breiðablik en leikurinn og frammistaðan í þeim leik var mjög góð.“ Að sögn Arnars hefur verið svolítið bras á leikmannahópi Vals varðandi meiðsli en það horfir nú allt til betri vegar. „Við erum á réttri leið þar, erum að fá menn til baka. Ég sagði það fyrir mót að ef við kæmumst í gegnum fyrstu sex til níu umferðirnar með því að geta verið tiltölulega ofarlega í töflunni þá yrði ég bjartsýnn fyrir tímabilinu vegna þess að raðirnar eiga eftir að þéttast hjá okkur. Við verðum bara sterkari eftir því sem á líður. “ Leikur Vals og KR hefst klukkan 19:15 í kvöld. Bein útsending frá Origovellinum hefst klukkan 19:00 á Stöð 2 Sport
Besta deild karla Valur KR Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira