„Eitt það erfiðasta sem ég hef gert“ Smári Jökull Jónsson skrifar 6. maí 2023 23:00 Hörður Axel verður ekki þjálfari kvennaliðs Keflavíkur á næstu leiktíð. Vísir Hörður Axel Vilhjálmsson segir að það hafi verið eitt það erfiðasta sem hann hefur gert að hætta sem þjálfari kvennaliðs Keflavíkur í körfuknattleik. Síðustu fimmtán árin er Keflavík eina félagið sem Hörður Axel hefur leikið með á Íslandi, með hléum þó þar sem hann lék um hríð sem atvinnumaður. Auk þess að leika með karlaliði félagsins var hann þjálfari kvennaliðsins á nýliðnu tímabili en hann tilkynnti í vikunni að hann haldi á önnur mið fyrir næsta tímabil. „Ánægður, ég er stoltur af því sem ég hef afrekað með Keflavík,“ svaraði Hörður Axel þegar Valur Páll Eiríksson íþróttafréttamaður spurði hann að því hvernig hann liti á þennan tíma sinn hjá Keflavík. „Ég er þakklátur fyrir fullt, fullt af fólki sem er búið að standa mér að baki á þessum tíma. Á þessum tíma er ég stoltur af framlagi mínu gagnvart yngri flokka starfinu. Eins og þessar stelpur sem ég er að ganga frá núna, þetta eru stelpur sem ég er búinn að vera með síðan þær voru í grunnskóla.“ „Þessi fundur sem ég átti með þeim er með því erfiðara sem ég hef gert. Að koma upp orðum og reyna að velja einhver rétt orð, það er eiginlega ekki hægt í þessum aðstæðum. Ég mun alltaf verða til staðar ef þær þurfa á mér að halda og hver veit nema ég eigi eftir að þjálfa þær aftur í framtíðinni.“ Á tíma sínum hjá Keflavík hefur Hörður Axel náð að vinna deildarmeistaratitla en hvorki náð að vinna Íslands- né bikarmeistaratitil. „Það vantar. Ég er ekki búinn að ná neinum titlum í Keflavík nema deildarmeistaratitli með karla og kvenna. Á sama tíma þarf maður að horfa í stóru myndina og það er margt annað sem íþróttir gefa þér annað en titla. Ég er í íþróttum núna fyrst og fremst til að gefa til baka og vera sá „mentor“ sem ég fékk ekki þegar ég var að alast upp í íþróttum.“ „Það er það helst sem ég brenn fyrir, að búa til leikmenn og hjálpa til með það. Auðvitað vantar titil, auðvitað væri ég mjög til í að hafa fengið þá upplifun að fá Íslandsmeistara- eða bikarmeistaratitil. Þegar maður er aðeins orðinn eldri þá fer maður að hugsa aðeins öðruvísi,“ sagði Hörður Axel. Subway-deild karla Keflavík ÍF Tengdar fréttir Gerir ráð fyrir að spila áfram og segir engin særindi út í Keflavík Í gær var greint frá því að Hörður Axel Vilhjálmsson mun ekki leika með Keflavík í Subway-deildinni á næstu leiktíð. Hörður Axel gerir ráð fyrir að spila á næstu leiktíð en segist setja fjölskylduna í fyrsta sætið. 5. maí 2023 07:00 Hörður Axel hættur hjá Keflavík Hörður Axel Vilhjálmsson mun ekki leika áfram með körfuknattleiksliði Keflavíkur og auk þess hætta sem þjálfari kvennaliðs félagsins. Þetta herma öruggar heimildir íþróttadeildar Vísis. 3. maí 2023 17:45 Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn „Holan var of djúp“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Besta kvenna og umspil NBA Sport Fleiri fréttir Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Sjá meira
Síðustu fimmtán árin er Keflavík eina félagið sem Hörður Axel hefur leikið með á Íslandi, með hléum þó þar sem hann lék um hríð sem atvinnumaður. Auk þess að leika með karlaliði félagsins var hann þjálfari kvennaliðsins á nýliðnu tímabili en hann tilkynnti í vikunni að hann haldi á önnur mið fyrir næsta tímabil. „Ánægður, ég er stoltur af því sem ég hef afrekað með Keflavík,“ svaraði Hörður Axel þegar Valur Páll Eiríksson íþróttafréttamaður spurði hann að því hvernig hann liti á þennan tíma sinn hjá Keflavík. „Ég er þakklátur fyrir fullt, fullt af fólki sem er búið að standa mér að baki á þessum tíma. Á þessum tíma er ég stoltur af framlagi mínu gagnvart yngri flokka starfinu. Eins og þessar stelpur sem ég er að ganga frá núna, þetta eru stelpur sem ég er búinn að vera með síðan þær voru í grunnskóla.“ „Þessi fundur sem ég átti með þeim er með því erfiðara sem ég hef gert. Að koma upp orðum og reyna að velja einhver rétt orð, það er eiginlega ekki hægt í þessum aðstæðum. Ég mun alltaf verða til staðar ef þær þurfa á mér að halda og hver veit nema ég eigi eftir að þjálfa þær aftur í framtíðinni.“ Á tíma sínum hjá Keflavík hefur Hörður Axel náð að vinna deildarmeistaratitla en hvorki náð að vinna Íslands- né bikarmeistaratitil. „Það vantar. Ég er ekki búinn að ná neinum titlum í Keflavík nema deildarmeistaratitli með karla og kvenna. Á sama tíma þarf maður að horfa í stóru myndina og það er margt annað sem íþróttir gefa þér annað en titla. Ég er í íþróttum núna fyrst og fremst til að gefa til baka og vera sá „mentor“ sem ég fékk ekki þegar ég var að alast upp í íþróttum.“ „Það er það helst sem ég brenn fyrir, að búa til leikmenn og hjálpa til með það. Auðvitað vantar titil, auðvitað væri ég mjög til í að hafa fengið þá upplifun að fá Íslandsmeistara- eða bikarmeistaratitil. Þegar maður er aðeins orðinn eldri þá fer maður að hugsa aðeins öðruvísi,“ sagði Hörður Axel.
Subway-deild karla Keflavík ÍF Tengdar fréttir Gerir ráð fyrir að spila áfram og segir engin særindi út í Keflavík Í gær var greint frá því að Hörður Axel Vilhjálmsson mun ekki leika með Keflavík í Subway-deildinni á næstu leiktíð. Hörður Axel gerir ráð fyrir að spila á næstu leiktíð en segist setja fjölskylduna í fyrsta sætið. 5. maí 2023 07:00 Hörður Axel hættur hjá Keflavík Hörður Axel Vilhjálmsson mun ekki leika áfram með körfuknattleiksliði Keflavíkur og auk þess hætta sem þjálfari kvennaliðs félagsins. Þetta herma öruggar heimildir íþróttadeildar Vísis. 3. maí 2023 17:45 Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn „Holan var of djúp“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Besta kvenna og umspil NBA Sport Fleiri fréttir Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Sjá meira
Gerir ráð fyrir að spila áfram og segir engin særindi út í Keflavík Í gær var greint frá því að Hörður Axel Vilhjálmsson mun ekki leika með Keflavík í Subway-deildinni á næstu leiktíð. Hörður Axel gerir ráð fyrir að spila á næstu leiktíð en segist setja fjölskylduna í fyrsta sætið. 5. maí 2023 07:00
Hörður Axel hættur hjá Keflavík Hörður Axel Vilhjálmsson mun ekki leika áfram með körfuknattleiksliði Keflavíkur og auk þess hætta sem þjálfari kvennaliðs félagsins. Þetta herma öruggar heimildir íþróttadeildar Vísis. 3. maí 2023 17:45
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik