„Eitt það erfiðasta sem ég hef gert“ Smári Jökull Jónsson skrifar 6. maí 2023 23:00 Hörður Axel verður ekki þjálfari kvennaliðs Keflavíkur á næstu leiktíð. Vísir Hörður Axel Vilhjálmsson segir að það hafi verið eitt það erfiðasta sem hann hefur gert að hætta sem þjálfari kvennaliðs Keflavíkur í körfuknattleik. Síðustu fimmtán árin er Keflavík eina félagið sem Hörður Axel hefur leikið með á Íslandi, með hléum þó þar sem hann lék um hríð sem atvinnumaður. Auk þess að leika með karlaliði félagsins var hann þjálfari kvennaliðsins á nýliðnu tímabili en hann tilkynnti í vikunni að hann haldi á önnur mið fyrir næsta tímabil. „Ánægður, ég er stoltur af því sem ég hef afrekað með Keflavík,“ svaraði Hörður Axel þegar Valur Páll Eiríksson íþróttafréttamaður spurði hann að því hvernig hann liti á þennan tíma sinn hjá Keflavík. „Ég er þakklátur fyrir fullt, fullt af fólki sem er búið að standa mér að baki á þessum tíma. Á þessum tíma er ég stoltur af framlagi mínu gagnvart yngri flokka starfinu. Eins og þessar stelpur sem ég er að ganga frá núna, þetta eru stelpur sem ég er búinn að vera með síðan þær voru í grunnskóla.“ „Þessi fundur sem ég átti með þeim er með því erfiðara sem ég hef gert. Að koma upp orðum og reyna að velja einhver rétt orð, það er eiginlega ekki hægt í þessum aðstæðum. Ég mun alltaf verða til staðar ef þær þurfa á mér að halda og hver veit nema ég eigi eftir að þjálfa þær aftur í framtíðinni.“ Á tíma sínum hjá Keflavík hefur Hörður Axel náð að vinna deildarmeistaratitla en hvorki náð að vinna Íslands- né bikarmeistaratitil. „Það vantar. Ég er ekki búinn að ná neinum titlum í Keflavík nema deildarmeistaratitli með karla og kvenna. Á sama tíma þarf maður að horfa í stóru myndina og það er margt annað sem íþróttir gefa þér annað en titla. Ég er í íþróttum núna fyrst og fremst til að gefa til baka og vera sá „mentor“ sem ég fékk ekki þegar ég var að alast upp í íþróttum.“ „Það er það helst sem ég brenn fyrir, að búa til leikmenn og hjálpa til með það. Auðvitað vantar titil, auðvitað væri ég mjög til í að hafa fengið þá upplifun að fá Íslandsmeistara- eða bikarmeistaratitil. Þegar maður er aðeins orðinn eldri þá fer maður að hugsa aðeins öðruvísi,“ sagði Hörður Axel. Subway-deild karla Keflavík ÍF Tengdar fréttir Gerir ráð fyrir að spila áfram og segir engin særindi út í Keflavík Í gær var greint frá því að Hörður Axel Vilhjálmsson mun ekki leika með Keflavík í Subway-deildinni á næstu leiktíð. Hörður Axel gerir ráð fyrir að spila á næstu leiktíð en segist setja fjölskylduna í fyrsta sætið. 5. maí 2023 07:00 Hörður Axel hættur hjá Keflavík Hörður Axel Vilhjálmsson mun ekki leika áfram með körfuknattleiksliði Keflavíkur og auk þess hætta sem þjálfari kvennaliðs félagsins. Þetta herma öruggar heimildir íþróttadeildar Vísis. 3. maí 2023 17:45 Mest lesið Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Fleiri fréttir Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ Sjá meira
Síðustu fimmtán árin er Keflavík eina félagið sem Hörður Axel hefur leikið með á Íslandi, með hléum þó þar sem hann lék um hríð sem atvinnumaður. Auk þess að leika með karlaliði félagsins var hann þjálfari kvennaliðsins á nýliðnu tímabili en hann tilkynnti í vikunni að hann haldi á önnur mið fyrir næsta tímabil. „Ánægður, ég er stoltur af því sem ég hef afrekað með Keflavík,“ svaraði Hörður Axel þegar Valur Páll Eiríksson íþróttafréttamaður spurði hann að því hvernig hann liti á þennan tíma sinn hjá Keflavík. „Ég er þakklátur fyrir fullt, fullt af fólki sem er búið að standa mér að baki á þessum tíma. Á þessum tíma er ég stoltur af framlagi mínu gagnvart yngri flokka starfinu. Eins og þessar stelpur sem ég er að ganga frá núna, þetta eru stelpur sem ég er búinn að vera með síðan þær voru í grunnskóla.“ „Þessi fundur sem ég átti með þeim er með því erfiðara sem ég hef gert. Að koma upp orðum og reyna að velja einhver rétt orð, það er eiginlega ekki hægt í þessum aðstæðum. Ég mun alltaf verða til staðar ef þær þurfa á mér að halda og hver veit nema ég eigi eftir að þjálfa þær aftur í framtíðinni.“ Á tíma sínum hjá Keflavík hefur Hörður Axel náð að vinna deildarmeistaratitla en hvorki náð að vinna Íslands- né bikarmeistaratitil. „Það vantar. Ég er ekki búinn að ná neinum titlum í Keflavík nema deildarmeistaratitli með karla og kvenna. Á sama tíma þarf maður að horfa í stóru myndina og það er margt annað sem íþróttir gefa þér annað en titla. Ég er í íþróttum núna fyrst og fremst til að gefa til baka og vera sá „mentor“ sem ég fékk ekki þegar ég var að alast upp í íþróttum.“ „Það er það helst sem ég brenn fyrir, að búa til leikmenn og hjálpa til með það. Auðvitað vantar titil, auðvitað væri ég mjög til í að hafa fengið þá upplifun að fá Íslandsmeistara- eða bikarmeistaratitil. Þegar maður er aðeins orðinn eldri þá fer maður að hugsa aðeins öðruvísi,“ sagði Hörður Axel.
Subway-deild karla Keflavík ÍF Tengdar fréttir Gerir ráð fyrir að spila áfram og segir engin særindi út í Keflavík Í gær var greint frá því að Hörður Axel Vilhjálmsson mun ekki leika með Keflavík í Subway-deildinni á næstu leiktíð. Hörður Axel gerir ráð fyrir að spila á næstu leiktíð en segist setja fjölskylduna í fyrsta sætið. 5. maí 2023 07:00 Hörður Axel hættur hjá Keflavík Hörður Axel Vilhjálmsson mun ekki leika áfram með körfuknattleiksliði Keflavíkur og auk þess hætta sem þjálfari kvennaliðs félagsins. Þetta herma öruggar heimildir íþróttadeildar Vísis. 3. maí 2023 17:45 Mest lesið Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Fleiri fréttir Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ Sjá meira
Gerir ráð fyrir að spila áfram og segir engin særindi út í Keflavík Í gær var greint frá því að Hörður Axel Vilhjálmsson mun ekki leika með Keflavík í Subway-deildinni á næstu leiktíð. Hörður Axel gerir ráð fyrir að spila á næstu leiktíð en segist setja fjölskylduna í fyrsta sætið. 5. maí 2023 07:00
Hörður Axel hættur hjá Keflavík Hörður Axel Vilhjálmsson mun ekki leika áfram með körfuknattleiksliði Keflavíkur og auk þess hætta sem þjálfari kvennaliðs félagsins. Þetta herma öruggar heimildir íþróttadeildar Vísis. 3. maí 2023 17:45
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum