Innlent

Kristján endurkjörinn formaður

Máni Snær Þorláksson skrifar
Kristján Þórður Snæbjarnarson var endurkjörinn formaður Rafiðnaðarsambandsins.
Kristján Þórður Snæbjarnarson var endurkjörinn formaður Rafiðnaðarsambandsins. Vísir/Vilhelm

Kristján Þórður Snæbjarnarson var endurkjörinn formaður Rafiðnaðarsambands Íslands á tuttugasta þingi sambandsins sem lauk í dag. Einnig var Andri Reyr Haraldsson kjörinn varaformaður, Jakob Tryggvason var kjörinn gjaldkeri og Bára Laxdal Halldórsdóttir ritari.

Rafiðnaðarsamband Íslands greinir frá niðurstöðu kosningarinnar í færslu sem birt er á Facebook-síðu sambandsins. Þar kemur fram að Kristján hafi verið endurkjörinn með lófaklappi.

Þegar Drífa Snædal sagði af sér sem forseti ASÍ tók Kristján við embættinu samhliða formennskunni í Rafiðnaðarsambandinu. Hann hafði síðan þá verið hvattur af fjölmörgum til að bjóða sig fram til forseta á þingi sambandsins en ákvað að lokum að gera það ekki.

Kristján sagði þá að risastór verkefni væru í gangi hjá Rafiðnaðarsambandinu og að hann myndi snúa sér að málefnum þess af fullum þunga fram að og í kjölfar þings ASÍ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×