Kynslóðir saman - grænt búsetuform framtíðar Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 6. maí 2023 09:01 Reykjavíkurborg stendur á tímamótum. Síðasta áratug og þann næsta verða mestu breytingar á borginni í hálfa öld. Framtíðarborgin farin að taka á sig mynd á sínu mesta uppbyggingarskeiði. Það er viðeigandi mitt í HönnunarMars að hafa hugrekki til að kasta fram djörfum hugmyndum um nýja nálgun í búsetuformi. Kynslóðakjarna þar sem kynslóðir búa saman, nýta sömu lífsgæðin sem hvort tveggja ýtir undir fjölbreytt mannlíf í þéttri og grænni borg. Borgin okkar er að breytast, ný hverfi verða til, byggðin tekur á sig nýja mynd og tækifæri til að móta borgarsamfélag framtíðar er núna. Aðalskipulag Reykjavíkur, leiðarljósið okkar, tekur utan um byggðina, faðmar og fangar hlýlega inn í mótandi borgarsamfélag. Tækifærið til að eiga samtal er einmitt núna, mitt í uppskeru hönnuða, arkitekta og gesta á öllum aldri sem marsera um borgina einmitt þessa helgi til að taka samtalið og spyrja. Í hvernig borg viltu búa í? Í hvernig borg viltu eldast í? Breytt samfélagsgerð kallar á nýja hugsun Í mannfjöldaspám Hagstofu Íslands stendur þjóðin frammi fyrir sömu áskorunum og nágrannalöndin okkar. Árið 2020 var hlutfall fólks yfir 65 ára 14%, árið 2038 er áætlað að það hlutfall verði yfir 20% mannfjöldans og árið 2064 yfir 25%. Þannig mun mín kynslóð og kynslóðin á undan mér, lifa lengur, vera fjölmennari og gera meiri kröfur á samfélagið, hvað varðar þjónustu, lífsgæði og heilbrigði. Við því þarf að bregðast, á jafn fjölbreyttan hátt og viðfangsefnið er víðfeðm. Hugsa til framtíðar meira en við við höfum gert hingað til. Hvar liggja tækifæri og áskoranir 21. aldar? Ákoranir framtíðar snúa ekki bara að loftslagsmálum, grænum lausnum og endurnýtingu heldur líka að einmannaleikanum en hann fangar allar kynslóðir óháð aldri. Markmið okkar sem samfélags ætti að vera að uppræta einmannaleikann í gegnum borgarskipulag og hönnun húsa. Taka hugrökk skref í brjóta upp form og festu í nýja hugsun, nýja nálgun jafnvel með augum nýsköpunar. Brjóta upp normið sem við höfum skapað í eigin huga. Hvernig getum við það? Jú í gegnum hönnun híbýli og nærumhverfis, skapa umhverfi til samskipta og samveru í gegnum góða borgarhönnunin. Að fanga mannleg tengsl í gegnum skipulag nota sameiginleg rými þar sem fólk á ólíkum aldri hittist, talar saman og ver tíma hvert með öðru. Skapa umgjörð þar sem fólk stundar saman reglulega hreyfingu og heilsurækt í góðra vina hópi, móta rými fyrir sameiginlegar tómstundir og annað sem gleður sálina og léttir lund. Þátttakan styrkir samskipti, myndun félagslegra tengsla og það er dýrmætt að verða hluti af stærri og fjölbreyttari vinahópi, sérstaklega þegar lífsins ferðalangar týna tölunni þá er gott að finna samkennd hópsins sem eftir lifir og finna nýjan takt í lífinu. Við viljum öll tilheyra hópi, vera virkir samfélagsþegnar og vaxa í umhverfi sem okkur líður vel. Kynslóðakjarni næsta stig aukinna lífsgæða Í Árósum er að finna hús kynslóðanna og annað er hugsað í hjarta Kaupmannahafnar. Í kynslóðahúsi, sem opnað hefur í Árósum búa saman kynslóðir í blandaðri byggð. Er fjölbreytt samfélag fólks sem njóta stuðnings frá hver öðrum, grunnþörfum er fullnægt en þar gefst líka kostur á félagslegu samneyti ekki bara innan kynslóða heldur milli þeirra líka. Sannkallað samfélagshús með óþrjótandi möguleikum en þar eru íbúðir fyrir fjölskyldur, stúdíó íbúðir fyrir ungt fólk, íbúðir sem þjóna þörfum fatlaðs fólks og eldra fólks með og án þjónustu. Þar er hjúkrunarheimili fléttað saman í byggðina þannig að hægt að samnýta starfsfólk, skapa sterkari rekstrargrundvöll og öryggi fyrir þá íbúa sem það þurfa. Sumar íbúðir eru án eldhús aðrar ekki, sumar eru litlar með aðgang að sameiginlegri samverustofu, aðrar ekki. Íbúðaformið er eins fjölbreytt og þarfir mannfólksins eru fjölbreyttar. Þar er veitingahús, heilsugæsla, samkomusalur fyrir viðburði og tónleikahald, gróður og listaverk, gróðurhús og grænmetisrækt og leikskóli sem útisvæði með íbúum, allt innan seilingar - Óþrjótandi möguleikar til að laða að íbúa og aðra gesti - allt aðgengilegt í göngufjarlægð, stutt í hágæða almenningssamgöngur, göngu- og hjólastíga og græn útivistarsvæði. Lífsgæði fólks á ólíkum aldri með fjölbreyttar þarfir er þrætt saman í magnaðan vef lífsins gæða. Í hvernig borg viltu eldast í? Kynslóðir breytast og þarfir þeirra með. Borg framtíðar verður til núna og því mikilvægt að kalla eftir umræðu um hvernig borg við viljum eldast í. Vill ungt fólk í dag búa bara með sínum aldri eða vill það búa með fleiri kynslóðum saman? Gott borgarsamfélag blandar saman aldri, sem aftur styður við margvíslega þjónustu og atvinnulíf samhliða ber okkur ber skylda til að nýta verðmæti borgarlandsins, mannvirkja og mannauðs með samnýtingu sameiginlegra svæða hvort tveggja kallast á við græna borgarþróun. Fólk vill gjarnan eldast í sínu hverfi og þess vegna þurfum við að koma til móts við þarfir eldra fólks í meira mæli og koma með nýjar lausnir, nýjar hugmyndir að borðinu til að svara því ákalli. Við þurfum að huga betur að því að skapa búsetuform þar sem blönduð byggð og þjónusta fyrir breiðari þarfir fólks er sett saman. Þess vegna væri svo áhugavert að fá svör spurningunni - Í hvernig borg viltu búa? Í hvernig borg viltu eldast? Er það með áframhaldandi aðgreinu kynslóða eða að hafa hugrekki til að blanda kynslóðum saman, bæta lífsgæði, stuðla að grænni borgarþróun og höggva í einmanaleikann - um leið skapa samfélag þar sem eftirsóttarvert að fæðast í, búa í, lifa í og eldast í - borg fyrir okkur öll. Höfundur er formaður Öldungaráðs Reykjavíkurborgar og varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Björg Sigurðardóttir Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg stendur á tímamótum. Síðasta áratug og þann næsta verða mestu breytingar á borginni í hálfa öld. Framtíðarborgin farin að taka á sig mynd á sínu mesta uppbyggingarskeiði. Það er viðeigandi mitt í HönnunarMars að hafa hugrekki til að kasta fram djörfum hugmyndum um nýja nálgun í búsetuformi. Kynslóðakjarna þar sem kynslóðir búa saman, nýta sömu lífsgæðin sem hvort tveggja ýtir undir fjölbreytt mannlíf í þéttri og grænni borg. Borgin okkar er að breytast, ný hverfi verða til, byggðin tekur á sig nýja mynd og tækifæri til að móta borgarsamfélag framtíðar er núna. Aðalskipulag Reykjavíkur, leiðarljósið okkar, tekur utan um byggðina, faðmar og fangar hlýlega inn í mótandi borgarsamfélag. Tækifærið til að eiga samtal er einmitt núna, mitt í uppskeru hönnuða, arkitekta og gesta á öllum aldri sem marsera um borgina einmitt þessa helgi til að taka samtalið og spyrja. Í hvernig borg viltu búa í? Í hvernig borg viltu eldast í? Breytt samfélagsgerð kallar á nýja hugsun Í mannfjöldaspám Hagstofu Íslands stendur þjóðin frammi fyrir sömu áskorunum og nágrannalöndin okkar. Árið 2020 var hlutfall fólks yfir 65 ára 14%, árið 2038 er áætlað að það hlutfall verði yfir 20% mannfjöldans og árið 2064 yfir 25%. Þannig mun mín kynslóð og kynslóðin á undan mér, lifa lengur, vera fjölmennari og gera meiri kröfur á samfélagið, hvað varðar þjónustu, lífsgæði og heilbrigði. Við því þarf að bregðast, á jafn fjölbreyttan hátt og viðfangsefnið er víðfeðm. Hugsa til framtíðar meira en við við höfum gert hingað til. Hvar liggja tækifæri og áskoranir 21. aldar? Ákoranir framtíðar snúa ekki bara að loftslagsmálum, grænum lausnum og endurnýtingu heldur líka að einmannaleikanum en hann fangar allar kynslóðir óháð aldri. Markmið okkar sem samfélags ætti að vera að uppræta einmannaleikann í gegnum borgarskipulag og hönnun húsa. Taka hugrökk skref í brjóta upp form og festu í nýja hugsun, nýja nálgun jafnvel með augum nýsköpunar. Brjóta upp normið sem við höfum skapað í eigin huga. Hvernig getum við það? Jú í gegnum hönnun híbýli og nærumhverfis, skapa umhverfi til samskipta og samveru í gegnum góða borgarhönnunin. Að fanga mannleg tengsl í gegnum skipulag nota sameiginleg rými þar sem fólk á ólíkum aldri hittist, talar saman og ver tíma hvert með öðru. Skapa umgjörð þar sem fólk stundar saman reglulega hreyfingu og heilsurækt í góðra vina hópi, móta rými fyrir sameiginlegar tómstundir og annað sem gleður sálina og léttir lund. Þátttakan styrkir samskipti, myndun félagslegra tengsla og það er dýrmætt að verða hluti af stærri og fjölbreyttari vinahópi, sérstaklega þegar lífsins ferðalangar týna tölunni þá er gott að finna samkennd hópsins sem eftir lifir og finna nýjan takt í lífinu. Við viljum öll tilheyra hópi, vera virkir samfélagsþegnar og vaxa í umhverfi sem okkur líður vel. Kynslóðakjarni næsta stig aukinna lífsgæða Í Árósum er að finna hús kynslóðanna og annað er hugsað í hjarta Kaupmannahafnar. Í kynslóðahúsi, sem opnað hefur í Árósum búa saman kynslóðir í blandaðri byggð. Er fjölbreytt samfélag fólks sem njóta stuðnings frá hver öðrum, grunnþörfum er fullnægt en þar gefst líka kostur á félagslegu samneyti ekki bara innan kynslóða heldur milli þeirra líka. Sannkallað samfélagshús með óþrjótandi möguleikum en þar eru íbúðir fyrir fjölskyldur, stúdíó íbúðir fyrir ungt fólk, íbúðir sem þjóna þörfum fatlaðs fólks og eldra fólks með og án þjónustu. Þar er hjúkrunarheimili fléttað saman í byggðina þannig að hægt að samnýta starfsfólk, skapa sterkari rekstrargrundvöll og öryggi fyrir þá íbúa sem það þurfa. Sumar íbúðir eru án eldhús aðrar ekki, sumar eru litlar með aðgang að sameiginlegri samverustofu, aðrar ekki. Íbúðaformið er eins fjölbreytt og þarfir mannfólksins eru fjölbreyttar. Þar er veitingahús, heilsugæsla, samkomusalur fyrir viðburði og tónleikahald, gróður og listaverk, gróðurhús og grænmetisrækt og leikskóli sem útisvæði með íbúum, allt innan seilingar - Óþrjótandi möguleikar til að laða að íbúa og aðra gesti - allt aðgengilegt í göngufjarlægð, stutt í hágæða almenningssamgöngur, göngu- og hjólastíga og græn útivistarsvæði. Lífsgæði fólks á ólíkum aldri með fjölbreyttar þarfir er þrætt saman í magnaðan vef lífsins gæða. Í hvernig borg viltu eldast í? Kynslóðir breytast og þarfir þeirra með. Borg framtíðar verður til núna og því mikilvægt að kalla eftir umræðu um hvernig borg við viljum eldast í. Vill ungt fólk í dag búa bara með sínum aldri eða vill það búa með fleiri kynslóðum saman? Gott borgarsamfélag blandar saman aldri, sem aftur styður við margvíslega þjónustu og atvinnulíf samhliða ber okkur ber skylda til að nýta verðmæti borgarlandsins, mannvirkja og mannauðs með samnýtingu sameiginlegra svæða hvort tveggja kallast á við græna borgarþróun. Fólk vill gjarnan eldast í sínu hverfi og þess vegna þurfum við að koma til móts við þarfir eldra fólks í meira mæli og koma með nýjar lausnir, nýjar hugmyndir að borðinu til að svara því ákalli. Við þurfum að huga betur að því að skapa búsetuform þar sem blönduð byggð og þjónusta fyrir breiðari þarfir fólks er sett saman. Þess vegna væri svo áhugavert að fá svör spurningunni - Í hvernig borg viltu búa? Í hvernig borg viltu eldast? Er það með áframhaldandi aðgreinu kynslóða eða að hafa hugrekki til að blanda kynslóðum saman, bæta lífsgæði, stuðla að grænni borgarþróun og höggva í einmanaleikann - um leið skapa samfélag þar sem eftirsóttarvert að fæðast í, búa í, lifa í og eldast í - borg fyrir okkur öll. Höfundur er formaður Öldungaráðs Reykjavíkurborgar og varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar