Búsetufrelsi í Grímsnes- og Grafningshreppi Ása Valdís Árnadóttir og skrifa 6. maí 2023 07:00 Eitt af grundvallarverkefnum sveitarstjórnarmanna er að móta markmið og stefnu fyrir starfsemi, rekstur og framþróun síns sveitarfélags og fylgja þeim eftir. Það má því áætla að fólk sem býður sig fram til setu í sveitarstjórnum hafi bæði áhuga og metnað til að vinna fyrir sitt samfélag. Jafnframt má gera ráð fyrir því að flestir kjörnir fulltrúar séu að vinna að því sama, þ.e. að sveitarfélagið þeirra veiti ásættanlega grunnþjónustu til íbúa ásamt því að gera sitt sveitarfélag að góðum búsetukosti fyrir núverandi og framtíðar íbúa og þar með ýta undir búsetufrelsi í landinu. Grundvallar málaflokkur fyrir þróun byggðar, búsetufrelsi og samfélags eru skipulagsmál hvers sveitarfélags og er það í gegnum skipulagsáætlanir þ.m.t. aðalskipulagið sem vinnan á sér stað. Við gerð og endurskoðun aðalskipulags fyrir sveitarfélag er að mörgu að huga en í aðalskipulagi á að koma fram stefna sveitarfélagsins um landnotkun, byggðaþróun, byggðamynstur, samgöngu- og þjónustukerfi og umhverfismál. Í aðalskipulagi hafa sveitarstjórnir ákveðna landnotkunarflokka sem þær vinna með til ákvörðunar m.a. um búsetufyrirkomulag og stýra þannig íbúa- og byggðarþróun með sínum skipulagsáætlunum og meta út frá því hverskonar uppbygging þarf að eiga sér stað í sveitarfélaginu. Samhliða aðalskipulaginu eru unnar ýmsar áætlanir m.a. húsnæðisáætlun og síðan er íbúaskrá, sem aðstoða sveitarstjórnir og starfsmenn sveitarfélaga við að gera áætlanir um þjónustu og innviðauppbyggingu í samfélaginu. Innviðir í sveitarfélögum eru t.d. leik- og grunnskólar, fráveitur og vatnsveitur. E-listinn sem situr í meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps leggur með skipulagsáætlunum metnað sinn í að bjóða upp á fjölbreytta búsetukosti, möguleika á uppbyggingu á iðnaði, verslun og þjónustu og aðra innviðauppbyggingu í sveitarfélaginu. Verið er að vinna að fjölgun lóða til úthlutunar í þéttbýlinu, stutt er í fyrstu skóflustungu á viðbyggingu við íþróttamiðstöðina, deiliskipulag fyrir athafnasvæði hefur verið samþykkt af Skipulagsstofnun og áætlað er að gatnagerð hefjist þar á næstu mánuðum, svokallað miðsvæði er á lokametrunum og er hafið samtal við áhugasama aðila um rekstur á því svæði. Við gerð þessara skipulagsáætlana hefur verið tekið mið af þróun byggðar og samfélagsins í Grímsnes- og Grafningshrepp undanfarin ár. Það sem hefur þó aðeins haft áhrif á skipulagsáætlanirnar er að íbúum með ótilgreint heimilisfang í sveitarfélaginu hefur fjölgað á undanförnum árum sem gerir sveitarstjórn ekki auðvelt fyrir þegar kemur að greiningu á uppbyggingu á þjónustu og innviðauppbyggingu en þessir íbúar eru á öllum aldri. Í dag eru u.þ.b. 10% íbúa Grímsnes- og Grafningshrepps með ótilgreint heimilisfang, þetta væri eins og það væru um 1.300 manns í Árborg og um 14.000 manns í Reykjavík með ótilgreint heimilisfang. Íbúar með ótilgreint heimilisfang geta verið búsettir t.d. í frístundahúsum eða í öðru húsnæði sem ekki er skráð sem íbúðarhúsnæði og þeir hafa því ekki eiginlegt heimilisfang og því erfitt að áætla t.d. hvar veita þurfi heimilishjálp, hvert senda eigi upplýsingar bréfleiðis, fjölgun barna í leik- og grunnskóla og fleira. Samkvæmt 4. mgr. 66. gr. stjórnarskrár Íslands skulu allir sem löglega búa á landinu, ráða búsetu sinni sjálfir og vera frjálsir ferða sinna með þeim takmörkunum sem settar eru í lögum. Í lögum um lögheimili segir að lögheimili skuli skráð í íbúð eða húsi sem er skráð sem íbúðarhúsnæði í fasteignaskrá Þjóðskrár Íslands og hefur staðfang. Þessi þróun með skráningu á einstaklingum með ótilgreint heimilisfang hefur ekki eingöngu áhrif á skipulagsáætlanir sveitarfélaga heldur einnig t.d. hagsmuni einstaklinga sem hafa keypt sér t.d. frístundahús eða frístundahúsalóð með væntingar um að þar verði framtíðar frístundahúsabyggð með takmarkaðri búsetu en ekki heilsársbúsetu. Sveitarstjórnir hafa skipulagsvaldið og því fylgir ábyrgð en það er með skipulagsáætlunum sem ákveðið er hvernig íbúa- og byggðarþróun er í sveitarfélögunum og er það eins og áður sagði byggt á ýmsum áætlunum og stefnum sem unnar eru út frá hagsmunum hvers sveitarfélags. Skipulagsáætlanir geta svo vissulega tekið breytingum með formlegu skipulagsferli. Í Grímsnes- og Grafningshreppi má finna fjölbreytta búsetukosti í íbúðarhúsnæði í þéttbýlinu Borg ásamt því að það eru til sölu lóðir/ jarðir í dreifbýlinu. Miðað við gildandi skipulagsáætlanir er því vel hægt að flytja í íbúðarhúsnæði í sveitarfélaginu sem uppfyllir slíka skilgreiningu í anda laga og reglugerða. Það er stefna meirihlutans að halda áfram að bjóða upp á og ýta undir fjölbreytta búsetukosti í íbúðarhúsnæði og þar með styður Grímsnes- og Grafningshreppur við búsetufrelsi í landinu. Höfundur er oddviti Grímsnes- og Grafningshrepps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt af grundvallarverkefnum sveitarstjórnarmanna er að móta markmið og stefnu fyrir starfsemi, rekstur og framþróun síns sveitarfélags og fylgja þeim eftir. Það má því áætla að fólk sem býður sig fram til setu í sveitarstjórnum hafi bæði áhuga og metnað til að vinna fyrir sitt samfélag. Jafnframt má gera ráð fyrir því að flestir kjörnir fulltrúar séu að vinna að því sama, þ.e. að sveitarfélagið þeirra veiti ásættanlega grunnþjónustu til íbúa ásamt því að gera sitt sveitarfélag að góðum búsetukosti fyrir núverandi og framtíðar íbúa og þar með ýta undir búsetufrelsi í landinu. Grundvallar málaflokkur fyrir þróun byggðar, búsetufrelsi og samfélags eru skipulagsmál hvers sveitarfélags og er það í gegnum skipulagsáætlanir þ.m.t. aðalskipulagið sem vinnan á sér stað. Við gerð og endurskoðun aðalskipulags fyrir sveitarfélag er að mörgu að huga en í aðalskipulagi á að koma fram stefna sveitarfélagsins um landnotkun, byggðaþróun, byggðamynstur, samgöngu- og þjónustukerfi og umhverfismál. Í aðalskipulagi hafa sveitarstjórnir ákveðna landnotkunarflokka sem þær vinna með til ákvörðunar m.a. um búsetufyrirkomulag og stýra þannig íbúa- og byggðarþróun með sínum skipulagsáætlunum og meta út frá því hverskonar uppbygging þarf að eiga sér stað í sveitarfélaginu. Samhliða aðalskipulaginu eru unnar ýmsar áætlanir m.a. húsnæðisáætlun og síðan er íbúaskrá, sem aðstoða sveitarstjórnir og starfsmenn sveitarfélaga við að gera áætlanir um þjónustu og innviðauppbyggingu í samfélaginu. Innviðir í sveitarfélögum eru t.d. leik- og grunnskólar, fráveitur og vatnsveitur. E-listinn sem situr í meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps leggur með skipulagsáætlunum metnað sinn í að bjóða upp á fjölbreytta búsetukosti, möguleika á uppbyggingu á iðnaði, verslun og þjónustu og aðra innviðauppbyggingu í sveitarfélaginu. Verið er að vinna að fjölgun lóða til úthlutunar í þéttbýlinu, stutt er í fyrstu skóflustungu á viðbyggingu við íþróttamiðstöðina, deiliskipulag fyrir athafnasvæði hefur verið samþykkt af Skipulagsstofnun og áætlað er að gatnagerð hefjist þar á næstu mánuðum, svokallað miðsvæði er á lokametrunum og er hafið samtal við áhugasama aðila um rekstur á því svæði. Við gerð þessara skipulagsáætlana hefur verið tekið mið af þróun byggðar og samfélagsins í Grímsnes- og Grafningshrepp undanfarin ár. Það sem hefur þó aðeins haft áhrif á skipulagsáætlanirnar er að íbúum með ótilgreint heimilisfang í sveitarfélaginu hefur fjölgað á undanförnum árum sem gerir sveitarstjórn ekki auðvelt fyrir þegar kemur að greiningu á uppbyggingu á þjónustu og innviðauppbyggingu en þessir íbúar eru á öllum aldri. Í dag eru u.þ.b. 10% íbúa Grímsnes- og Grafningshrepps með ótilgreint heimilisfang, þetta væri eins og það væru um 1.300 manns í Árborg og um 14.000 manns í Reykjavík með ótilgreint heimilisfang. Íbúar með ótilgreint heimilisfang geta verið búsettir t.d. í frístundahúsum eða í öðru húsnæði sem ekki er skráð sem íbúðarhúsnæði og þeir hafa því ekki eiginlegt heimilisfang og því erfitt að áætla t.d. hvar veita þurfi heimilishjálp, hvert senda eigi upplýsingar bréfleiðis, fjölgun barna í leik- og grunnskóla og fleira. Samkvæmt 4. mgr. 66. gr. stjórnarskrár Íslands skulu allir sem löglega búa á landinu, ráða búsetu sinni sjálfir og vera frjálsir ferða sinna með þeim takmörkunum sem settar eru í lögum. Í lögum um lögheimili segir að lögheimili skuli skráð í íbúð eða húsi sem er skráð sem íbúðarhúsnæði í fasteignaskrá Þjóðskrár Íslands og hefur staðfang. Þessi þróun með skráningu á einstaklingum með ótilgreint heimilisfang hefur ekki eingöngu áhrif á skipulagsáætlanir sveitarfélaga heldur einnig t.d. hagsmuni einstaklinga sem hafa keypt sér t.d. frístundahús eða frístundahúsalóð með væntingar um að þar verði framtíðar frístundahúsabyggð með takmarkaðri búsetu en ekki heilsársbúsetu. Sveitarstjórnir hafa skipulagsvaldið og því fylgir ábyrgð en það er með skipulagsáætlunum sem ákveðið er hvernig íbúa- og byggðarþróun er í sveitarfélögunum og er það eins og áður sagði byggt á ýmsum áætlunum og stefnum sem unnar eru út frá hagsmunum hvers sveitarfélags. Skipulagsáætlanir geta svo vissulega tekið breytingum með formlegu skipulagsferli. Í Grímsnes- og Grafningshreppi má finna fjölbreytta búsetukosti í íbúðarhúsnæði í þéttbýlinu Borg ásamt því að það eru til sölu lóðir/ jarðir í dreifbýlinu. Miðað við gildandi skipulagsáætlanir er því vel hægt að flytja í íbúðarhúsnæði í sveitarfélaginu sem uppfyllir slíka skilgreiningu í anda laga og reglugerða. Það er stefna meirihlutans að halda áfram að bjóða upp á og ýta undir fjölbreytta búsetukosti í íbúðarhúsnæði og þar með styður Grímsnes- og Grafningshreppur við búsetufrelsi í landinu. Höfundur er oddviti Grímsnes- og Grafningshrepps.
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun