Umfjöllun og viðtöl: Valur - KR 5-0 | Valsmenn tóku nágranna sína í nefið Hjörvar Ólafsson skrifar 7. maí 2023 21:08 Valsmenn léku á als oddi í þessum leik. Vísir/Pawel Valur vann afar sannfærandi 5-0 sigur á KR þegar liðin mættust í Bestu deild karla í knattspyrnu á Origo-vellinum að Hlíðarenda í kvöld. Valsmenn skutust upp á topp deildarinnar með þessum sigri. Tryggvi Hrafn Haraldsson skoraði tvö marka Vals í leiknum og Kristinn Freyr Sigurðsson, Guðmundur Andri Tryggvason og Aron Jóhannson sitt markið hver. Guðmundur Andri Tryggvason skallar hér boltann í netið. Vísir/Pawel Sigur Vals var, eins og tölurnar gefa til kynna, afskaplega sannfærandi. Þeir leiddu 2-0 í hálfleik og hefðu átt að fá víti undir lok fyrri hálfleiks þegar Adam Ægir Pálsson átti skot af stuttu færi sem Finnur Tómas Pálmason varði með hendi. Í síðari hálfleik bættu Valsmenn síðan í. Þeir bættu við þremur mörkum og skoraði varamaðurinn Tryggvi Hrafn tvö þeirra. Birkir Már Sævarsson lagði upp þrjú af mörkum Valsara í leiknum. Lokatölur 5-0 og Valsmenn á góðu skriði í Bestu deildinni en KR í öldudal en Vesturbæingar hafa ekki skorað síðan í annarri umferð. Það var glatt á hjalla hjá heimamönnum á Hlíðarenda í kvöld. Vísir/Pawel Valur hefur haft betur í síðustu fjórum deildarleikjum sínum og tyllti sér á topp deildarinnar með þessum sigri. Flóðgáttir hafa opnast hjá leikmönnum Vals í þessum fjórum leikjum en liðið hefur skorað 17 mörk í þeim. Valur og Víkingur hafa hvort um sig 15 stig en Valur hefur betri markatölu. Víkingur á hins vegar leik til góða á Val en Fossvogspiltar sækja ÍBV heim til Vestmannaeyja á morgun. KR-ingar hafa á sama tíma beðið ósigur í síðustu fjórum deildarleikjum sínum með markatölunni 12-0 en Vesturbæingar sitja í tíunda sæti deildarinnar með fjögur stig af 18 mögulegum. Markatala KR er 3-13 í fyrstu sex leikjum Vesturbæjarliðsins í deildinni. Arnar Grétarsson var kátur að leik loknum. Vísir/Pawel Arnar: Hefðum getað skorað fleiri mörk „Þetta var mjög flottur leikur af okkar hálfu og uppspilið okkar var mjög gott. Við áttum fullt af góðum sóknum og hefðum hæglega getað skorað fleiri mörk. Það er alltaf gaman að sjá það sem verið er að æfa ganga upp þegar út í leikina er komið og það var uppi á teningnum í þessum leik,“ sagði Arnar Grétarsson, þjáflari Vals. „Það gerðist stórt atvik undir lok fyrri hálfleiks sem hefði getað verið vendipunktur í leiknum. Það er auðvitað vont að dómarinn hafi misst af því en sem betur fer hafði það ekki áhrfi á leiinn að þessu sinni," sagði Arnar sem var þar að vísa til þess þegar boltinn fór í hönd Finns Tómasar. „Mér finnst hafa verið stígandi í okkar spilamennsku í síðustu leikjum og við höfum verið að skora meira sem er afar jákvætt. Leikmenn sem voru ekki fullkomlega fit í upphafi tímabilsins eru að komast í betra form og nálgast sitt besta stand. Svo eigum við Patrick Pedersen inni þannig að það verður hausverkur að velja liðið í komandi verkefnum. Þannig viljum við aftur á móti hafa það,“ sagði hann um þróunina á frammistöðu Vals og framhaldið hjá liðinu. Rúnar: Skortir tilfinnanlega sjálfstraust í liðið „Það er lítið sem hægt er að segja eftir svona leik. Þetta eru ljótar tölur og mikil vonbrigði. Við ætluðum okkur að gera miklu betur en það tókst ekki og það sést á spilammennsku okkar að það vantar tilfinnanlega sjálfstraust í leikmenn liðsins,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, vonsvikinn. „Við byrjuðum báða hálfleika vel að mínu mati en fáum svo mörk í andlitið og þá dettur botninn úr þessu. Við opnum okkur full mikið og þeir skora úr skyndiupphlaupum. Við þurfum að þétta raðirnar og gera mun betur í varnarleiknum en við höfum verið að gera undanfarið. Það er ansi margt sem við þurfum að laga í okkar leik. Það eru engir töfralausnir í boði við þurfum bara að halda áfram að leita leiða til þess að snúa gengi okkar við,“ sagði Rúnar enn fremur. „Eftir að hafa verið að spila vel í vetur og í fyrstu leikjum deildarinnar og skora fullt af mörkum þá getum við ekki keypt okkur mark þessa stundina. Það er mikið áhyggjuefni og við þurfum að fara rækilega yfir það hvað veldur því. Við þurfum að trúa á verkefnið áfram og finna aftur taktinn sem var í liðinu fyrir norrkum vikum síðan,“ sagði hann um stöðu mála. Rúnar Kristinsson er áhyggjufullur yfir gengi KR-liðsins. Vísir/Pawel Af hverju vann Valur? Valsmenn voru skarpari og skilvirkari sínum aðgerðum. Bakverðirnir Birkir Már Sævarsson og Sigurður Egill Lárusson voru hættulegur á vængjunum og uppspil Valsliðsins gekk einkar smurt og vel upp. Valsmenn búa síðan svo vel að eiga Tryggva Hrafn Haraldsson á varamannabekknum og líkt og í leiknum gegn Fram á dögunum þá kom hann af krafti inn af bekknum. Hverjir sköruðu fram úr? Birkir Már lagði upp þrjú mörk í þessum leik og var að öðrum ólöstuðum maður leiksins. Kristinn Freyr Sigurðsson og Aron Jóhannsson voru svo afar góður inni á miðsvæðinu og voru þeir félagar partur af mörgum góðum sóknum Vals í leiknum auk þess að skora. Guðmdundur Andri Tryggvason og Adam Ægir Pálsson voru svo síógnandi á köntunum. Hvað gekk illa? Leikmenn KR eru rúnir sjálfstrausti þessa stundina og margir leikmenn ólíkir sjálfum sér í kvöld líkt og síðustu leikjum liðsins. Í stað þess að bregðast við mótlæti með því að bíta frá sér gætti á pirringi hjá KR-ingum. Hver leikmaður KR-liðsins virtist vera í sínu horni í stað þess að snúa bökum saman og bregðast við saman sem lið. Hvað gerist næst? Valur sækir KA heim norður yfir heiðar á laugardaginn kemur á meðan KR fær Breiðablik í heimsókn í Vesturbæinn. Valsarar fögnuðu sigrinum vel og innilega. Vísir/Pawel Besta deild karla Valur KR
Valur vann afar sannfærandi 5-0 sigur á KR þegar liðin mættust í Bestu deild karla í knattspyrnu á Origo-vellinum að Hlíðarenda í kvöld. Valsmenn skutust upp á topp deildarinnar með þessum sigri. Tryggvi Hrafn Haraldsson skoraði tvö marka Vals í leiknum og Kristinn Freyr Sigurðsson, Guðmundur Andri Tryggvason og Aron Jóhannson sitt markið hver. Guðmundur Andri Tryggvason skallar hér boltann í netið. Vísir/Pawel Sigur Vals var, eins og tölurnar gefa til kynna, afskaplega sannfærandi. Þeir leiddu 2-0 í hálfleik og hefðu átt að fá víti undir lok fyrri hálfleiks þegar Adam Ægir Pálsson átti skot af stuttu færi sem Finnur Tómas Pálmason varði með hendi. Í síðari hálfleik bættu Valsmenn síðan í. Þeir bættu við þremur mörkum og skoraði varamaðurinn Tryggvi Hrafn tvö þeirra. Birkir Már Sævarsson lagði upp þrjú af mörkum Valsara í leiknum. Lokatölur 5-0 og Valsmenn á góðu skriði í Bestu deildinni en KR í öldudal en Vesturbæingar hafa ekki skorað síðan í annarri umferð. Það var glatt á hjalla hjá heimamönnum á Hlíðarenda í kvöld. Vísir/Pawel Valur hefur haft betur í síðustu fjórum deildarleikjum sínum og tyllti sér á topp deildarinnar með þessum sigri. Flóðgáttir hafa opnast hjá leikmönnum Vals í þessum fjórum leikjum en liðið hefur skorað 17 mörk í þeim. Valur og Víkingur hafa hvort um sig 15 stig en Valur hefur betri markatölu. Víkingur á hins vegar leik til góða á Val en Fossvogspiltar sækja ÍBV heim til Vestmannaeyja á morgun. KR-ingar hafa á sama tíma beðið ósigur í síðustu fjórum deildarleikjum sínum með markatölunni 12-0 en Vesturbæingar sitja í tíunda sæti deildarinnar með fjögur stig af 18 mögulegum. Markatala KR er 3-13 í fyrstu sex leikjum Vesturbæjarliðsins í deildinni. Arnar Grétarsson var kátur að leik loknum. Vísir/Pawel Arnar: Hefðum getað skorað fleiri mörk „Þetta var mjög flottur leikur af okkar hálfu og uppspilið okkar var mjög gott. Við áttum fullt af góðum sóknum og hefðum hæglega getað skorað fleiri mörk. Það er alltaf gaman að sjá það sem verið er að æfa ganga upp þegar út í leikina er komið og það var uppi á teningnum í þessum leik,“ sagði Arnar Grétarsson, þjáflari Vals. „Það gerðist stórt atvik undir lok fyrri hálfleiks sem hefði getað verið vendipunktur í leiknum. Það er auðvitað vont að dómarinn hafi misst af því en sem betur fer hafði það ekki áhrfi á leiinn að þessu sinni," sagði Arnar sem var þar að vísa til þess þegar boltinn fór í hönd Finns Tómasar. „Mér finnst hafa verið stígandi í okkar spilamennsku í síðustu leikjum og við höfum verið að skora meira sem er afar jákvætt. Leikmenn sem voru ekki fullkomlega fit í upphafi tímabilsins eru að komast í betra form og nálgast sitt besta stand. Svo eigum við Patrick Pedersen inni þannig að það verður hausverkur að velja liðið í komandi verkefnum. Þannig viljum við aftur á móti hafa það,“ sagði hann um þróunina á frammistöðu Vals og framhaldið hjá liðinu. Rúnar: Skortir tilfinnanlega sjálfstraust í liðið „Það er lítið sem hægt er að segja eftir svona leik. Þetta eru ljótar tölur og mikil vonbrigði. Við ætluðum okkur að gera miklu betur en það tókst ekki og það sést á spilammennsku okkar að það vantar tilfinnanlega sjálfstraust í leikmenn liðsins,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, vonsvikinn. „Við byrjuðum báða hálfleika vel að mínu mati en fáum svo mörk í andlitið og þá dettur botninn úr þessu. Við opnum okkur full mikið og þeir skora úr skyndiupphlaupum. Við þurfum að þétta raðirnar og gera mun betur í varnarleiknum en við höfum verið að gera undanfarið. Það er ansi margt sem við þurfum að laga í okkar leik. Það eru engir töfralausnir í boði við þurfum bara að halda áfram að leita leiða til þess að snúa gengi okkar við,“ sagði Rúnar enn fremur. „Eftir að hafa verið að spila vel í vetur og í fyrstu leikjum deildarinnar og skora fullt af mörkum þá getum við ekki keypt okkur mark þessa stundina. Það er mikið áhyggjuefni og við þurfum að fara rækilega yfir það hvað veldur því. Við þurfum að trúa á verkefnið áfram og finna aftur taktinn sem var í liðinu fyrir norrkum vikum síðan,“ sagði hann um stöðu mála. Rúnar Kristinsson er áhyggjufullur yfir gengi KR-liðsins. Vísir/Pawel Af hverju vann Valur? Valsmenn voru skarpari og skilvirkari sínum aðgerðum. Bakverðirnir Birkir Már Sævarsson og Sigurður Egill Lárusson voru hættulegur á vængjunum og uppspil Valsliðsins gekk einkar smurt og vel upp. Valsmenn búa síðan svo vel að eiga Tryggva Hrafn Haraldsson á varamannabekknum og líkt og í leiknum gegn Fram á dögunum þá kom hann af krafti inn af bekknum. Hverjir sköruðu fram úr? Birkir Már lagði upp þrjú mörk í þessum leik og var að öðrum ólöstuðum maður leiksins. Kristinn Freyr Sigurðsson og Aron Jóhannsson voru svo afar góður inni á miðsvæðinu og voru þeir félagar partur af mörgum góðum sóknum Vals í leiknum auk þess að skora. Guðmdundur Andri Tryggvason og Adam Ægir Pálsson voru svo síógnandi á köntunum. Hvað gekk illa? Leikmenn KR eru rúnir sjálfstrausti þessa stundina og margir leikmenn ólíkir sjálfum sér í kvöld líkt og síðustu leikjum liðsins. Í stað þess að bregðast við mótlæti með því að bíta frá sér gætti á pirringi hjá KR-ingum. Hver leikmaður KR-liðsins virtist vera í sínu horni í stað þess að snúa bökum saman og bregðast við saman sem lið. Hvað gerist næst? Valur sækir KA heim norður yfir heiðar á laugardaginn kemur á meðan KR fær Breiðablik í heimsókn í Vesturbæinn. Valsarar fögnuðu sigrinum vel og innilega. Vísir/Pawel
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti