Grindavík fær mikinn liðsstyrk: „Langt síðan svona stór prófíll hefur komið“ Sindri Sverrisson skrifar 5. maí 2023 11:12 DeAndre Kane er með afar spennandi ferilskrá og hefur meðal annars orðið ísraelskur meistari árin 2018 og 2019. UMFG Körfuknattleikslið Grindavíkur hefur tryggt sér afar öflugan liðsstyrk fyrir næstu leiktíð í Subway-deild karla en í dag var tilkynnt um samninga við tvo nýja leikmenn. Annar leikmannanna þekkir vel til á Íslandi en það er Daninn Daniel Mortensen sem lék með Haukum í vetur en var valinn besti erlendi leikmaðurinn í fyrra eftir frammistöðu sína með Þór Þorlákshöfn. Mortensen var einnig afar drjúgur fyrir Hauka í vetur og skoraði að meðaltali 15,2 stig í leik í Subway-deildinni, tók 8,4 fráköst og gaf 4,7 stoðsendingar. Daniel Mortensen hefur sannað sig sem afar öflugur leikmaður hér á landi.vísir/Diego Tvöfaldur meistari í Ísrael og meira til Hinn leikmaðurinn sem Grindavík hefur tryggt sér er DeAndre Kane sem er bandarískur en með ungverskt vegabréf. Í tilkynningu Grindvíkinga kemur fram að Kane, sem er 33 ára gamall og 196 sentímetrar á hæð, sé fjölhæfur leikmaður sem geti bæði spilað sem bakvörður og framherji. Kane hefur leikið víða á löngum ferli og meðal annars orðið tvívegis meistari í Ísrael með Maccabi Tel Aviv. Hann æfði meðal annars með LA Lakers og Toronto Raptors þegar háskólaferlinum lauk en hélt svo til Evrópu og spilaði í Rússlandi, Þýskalandi, Belgíu, Spáni, Ísrael og Grikklandi. Síðustu ár hefur Kane hins vegar búið í Bandaríkjunum og keppt þar í The Basketball Tournament sem er opið mót, sýnt á ESPN, þar sem verðlaunafé fyrir sigurliðið nemur 1 milljón Bandaríkjadala. Kane hefur fjórum sinnum verið í sigurliði á mótinu, að því er fram kemur í tilkynningu Grindvíkinga. „Við erum búin að vera lengi á eftir Kane enda er þetta frábær leikmaður sem gæti breytt ansi miklu fyrir okkar lið á næsta tímabili. Það er langt síðan svona stór prófíll hefur komið til okkar og við erum í skýjunum að þetta hafi loksins gengið eftir. Kane hefur alla burði til að vera einn besti leikmaður deildarinnar og við getum ekki beðið eftir að fá hann til okkar,“ segir Ingibergur Þór Jónasson, formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur, í tilkynningu frá félaginu. UMF Grindavík Subway-deild karla Haukar Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Sjá meira
Annar leikmannanna þekkir vel til á Íslandi en það er Daninn Daniel Mortensen sem lék með Haukum í vetur en var valinn besti erlendi leikmaðurinn í fyrra eftir frammistöðu sína með Þór Þorlákshöfn. Mortensen var einnig afar drjúgur fyrir Hauka í vetur og skoraði að meðaltali 15,2 stig í leik í Subway-deildinni, tók 8,4 fráköst og gaf 4,7 stoðsendingar. Daniel Mortensen hefur sannað sig sem afar öflugur leikmaður hér á landi.vísir/Diego Tvöfaldur meistari í Ísrael og meira til Hinn leikmaðurinn sem Grindavík hefur tryggt sér er DeAndre Kane sem er bandarískur en með ungverskt vegabréf. Í tilkynningu Grindvíkinga kemur fram að Kane, sem er 33 ára gamall og 196 sentímetrar á hæð, sé fjölhæfur leikmaður sem geti bæði spilað sem bakvörður og framherji. Kane hefur leikið víða á löngum ferli og meðal annars orðið tvívegis meistari í Ísrael með Maccabi Tel Aviv. Hann æfði meðal annars með LA Lakers og Toronto Raptors þegar háskólaferlinum lauk en hélt svo til Evrópu og spilaði í Rússlandi, Þýskalandi, Belgíu, Spáni, Ísrael og Grikklandi. Síðustu ár hefur Kane hins vegar búið í Bandaríkjunum og keppt þar í The Basketball Tournament sem er opið mót, sýnt á ESPN, þar sem verðlaunafé fyrir sigurliðið nemur 1 milljón Bandaríkjadala. Kane hefur fjórum sinnum verið í sigurliði á mótinu, að því er fram kemur í tilkynningu Grindvíkinga. „Við erum búin að vera lengi á eftir Kane enda er þetta frábær leikmaður sem gæti breytt ansi miklu fyrir okkar lið á næsta tímabili. Það er langt síðan svona stór prófíll hefur komið til okkar og við erum í skýjunum að þetta hafi loksins gengið eftir. Kane hefur alla burði til að vera einn besti leikmaður deildarinnar og við getum ekki beðið eftir að fá hann til okkar,“ segir Ingibergur Þór Jónasson, formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur, í tilkynningu frá félaginu.
UMF Grindavík Subway-deild karla Haukar Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn