Grindavík fær mikinn liðsstyrk: „Langt síðan svona stór prófíll hefur komið“ Sindri Sverrisson skrifar 5. maí 2023 11:12 DeAndre Kane er með afar spennandi ferilskrá og hefur meðal annars orðið ísraelskur meistari árin 2018 og 2019. UMFG Körfuknattleikslið Grindavíkur hefur tryggt sér afar öflugan liðsstyrk fyrir næstu leiktíð í Subway-deild karla en í dag var tilkynnt um samninga við tvo nýja leikmenn. Annar leikmannanna þekkir vel til á Íslandi en það er Daninn Daniel Mortensen sem lék með Haukum í vetur en var valinn besti erlendi leikmaðurinn í fyrra eftir frammistöðu sína með Þór Þorlákshöfn. Mortensen var einnig afar drjúgur fyrir Hauka í vetur og skoraði að meðaltali 15,2 stig í leik í Subway-deildinni, tók 8,4 fráköst og gaf 4,7 stoðsendingar. Daniel Mortensen hefur sannað sig sem afar öflugur leikmaður hér á landi.vísir/Diego Tvöfaldur meistari í Ísrael og meira til Hinn leikmaðurinn sem Grindavík hefur tryggt sér er DeAndre Kane sem er bandarískur en með ungverskt vegabréf. Í tilkynningu Grindvíkinga kemur fram að Kane, sem er 33 ára gamall og 196 sentímetrar á hæð, sé fjölhæfur leikmaður sem geti bæði spilað sem bakvörður og framherji. Kane hefur leikið víða á löngum ferli og meðal annars orðið tvívegis meistari í Ísrael með Maccabi Tel Aviv. Hann æfði meðal annars með LA Lakers og Toronto Raptors þegar háskólaferlinum lauk en hélt svo til Evrópu og spilaði í Rússlandi, Þýskalandi, Belgíu, Spáni, Ísrael og Grikklandi. Síðustu ár hefur Kane hins vegar búið í Bandaríkjunum og keppt þar í The Basketball Tournament sem er opið mót, sýnt á ESPN, þar sem verðlaunafé fyrir sigurliðið nemur 1 milljón Bandaríkjadala. Kane hefur fjórum sinnum verið í sigurliði á mótinu, að því er fram kemur í tilkynningu Grindvíkinga. „Við erum búin að vera lengi á eftir Kane enda er þetta frábær leikmaður sem gæti breytt ansi miklu fyrir okkar lið á næsta tímabili. Það er langt síðan svona stór prófíll hefur komið til okkar og við erum í skýjunum að þetta hafi loksins gengið eftir. Kane hefur alla burði til að vera einn besti leikmaður deildarinnar og við getum ekki beðið eftir að fá hann til okkar,“ segir Ingibergur Þór Jónasson, formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur, í tilkynningu frá félaginu. UMF Grindavík Subway-deild karla Haukar Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Körfubolti Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Handbolti Fleiri fréttir Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Sjá meira
Annar leikmannanna þekkir vel til á Íslandi en það er Daninn Daniel Mortensen sem lék með Haukum í vetur en var valinn besti erlendi leikmaðurinn í fyrra eftir frammistöðu sína með Þór Þorlákshöfn. Mortensen var einnig afar drjúgur fyrir Hauka í vetur og skoraði að meðaltali 15,2 stig í leik í Subway-deildinni, tók 8,4 fráköst og gaf 4,7 stoðsendingar. Daniel Mortensen hefur sannað sig sem afar öflugur leikmaður hér á landi.vísir/Diego Tvöfaldur meistari í Ísrael og meira til Hinn leikmaðurinn sem Grindavík hefur tryggt sér er DeAndre Kane sem er bandarískur en með ungverskt vegabréf. Í tilkynningu Grindvíkinga kemur fram að Kane, sem er 33 ára gamall og 196 sentímetrar á hæð, sé fjölhæfur leikmaður sem geti bæði spilað sem bakvörður og framherji. Kane hefur leikið víða á löngum ferli og meðal annars orðið tvívegis meistari í Ísrael með Maccabi Tel Aviv. Hann æfði meðal annars með LA Lakers og Toronto Raptors þegar háskólaferlinum lauk en hélt svo til Evrópu og spilaði í Rússlandi, Þýskalandi, Belgíu, Spáni, Ísrael og Grikklandi. Síðustu ár hefur Kane hins vegar búið í Bandaríkjunum og keppt þar í The Basketball Tournament sem er opið mót, sýnt á ESPN, þar sem verðlaunafé fyrir sigurliðið nemur 1 milljón Bandaríkjadala. Kane hefur fjórum sinnum verið í sigurliði á mótinu, að því er fram kemur í tilkynningu Grindvíkinga. „Við erum búin að vera lengi á eftir Kane enda er þetta frábær leikmaður sem gæti breytt ansi miklu fyrir okkar lið á næsta tímabili. Það er langt síðan svona stór prófíll hefur komið til okkar og við erum í skýjunum að þetta hafi loksins gengið eftir. Kane hefur alla burði til að vera einn besti leikmaður deildarinnar og við getum ekki beðið eftir að fá hann til okkar,“ segir Ingibergur Þór Jónasson, formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur, í tilkynningu frá félaginu.
UMF Grindavík Subway-deild karla Haukar Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Körfubolti Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Handbolti Fleiri fréttir Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Sjá meira