Flensburg lagði Íslendingaliðið og er með í titilbaráttunni Smári Jökull Jónsson skrifar 4. maí 2023 18:48 Elvar Örn Jónsson er kominn aftur í hópinn eftir veikindi. Vísir/vilhelm Lið Flensburg er enn með í toppbaráttunni í þýska handboltanum en liðið vann sigur á Íslendingaliðinu Melsungen í kvöld. Þá vann Bergischer sigur á Leipzig í öðrum Íslendingaslag. Flensburg var fyrir leikinn í dag í fjórða sæti deildarinnar en gat jafnað Fusche Berlin að stigum í þriðja sætinu og komið sér fyrir tveimur stigum fyrir aftan Kiel og Magdeburg sem eru með jafn mörg stig í efsta sætinu. Melsungen var hins vegar um miðja deild. Flensburg tók yfirhöndina snemma í dag. Þeir komust í 10-3 strax eftir tæplega fimmtán mínútna leik en Melsungen beit í skjaldarrendur og minnkaði muninn fyrir hálfleikspásuna en þá var staðan 14-12 heimaliðinu í vil. Síðari hálfleikurinn þróaðist á svipaðan hátt. Flensburg bætti jafnt og þétt við forskotið og komst sjö mörkum yfir þegar rúmar tíu mínútur voru eftir. Það var of mikill munur fyrir Melsungen að brúa, Flensburg gjörsamlega keyrði yfir Melsungen á lokamínútunum og vann að lokum tólf marka sigur, 37-25. Arnar Freyr Arnarsson verst hér gegn Ómari Inga Magnússyni í leik Melsungen og Magdeburg. Arnar Freyr skoraði tvö mörk fyrir Melsungen í kvöld. Elvar Örn Jónsson var markahæstur hjá Melsungen í kvöld með sex mörk og Arnar Freyr Arnarsson skoraði tvö. Teitur Örn Einarsson var ekki í leikmannahópi Flensburg í dag. Bergischer tók á móti lærisveinum Rúnars Sigtryggssonar í Leipzig á heimavelli sínum. Bergischer hafði frumkvæðið í fyrri hálfleik, komst mest átta mörkum yfir en leiddi 19-13 í hálfleik. Þeir héldu forystunni eftir hlé. Leipzig tókst að minnka muninn í 25-23 þegar tæpar fimmtán mínútur voru eftir en gekk illa að koma sér nær. Bergischer svaraði með tveimur mörkum í röð og vann að lokum 32-28 sigur. Arnór Þór Gunnarsson skoraði tvö mörk fyrir Bergischer í leiknum. Frederecia í góðum málum Lið Frederecia steig stórt skref í átt að undanúrslitum í dönsku deildinni þegar liðið vann góðan 34-27 sigur á Bjerringbro-Silkeborg í kvöld. Einar Þorsteinn Ólafsson var í leikmannahópi Frederecia í kvöld sem er í öðru sæti síns riðils þegar tvær umferðir eru eftir. Frederecia er með þriggja stiga forskot á Bjerringbro-Silkeborg en tvö efstu liðin fara áfram í undanúrslit. Einar Þorsteinn komst ekki á blað hjá Frederecia í kvöld en gaf tvær stoðsendingar á liðsfélaga sína. Aron Pálmarsson og félagar hans í Álaborg eru nú þegar búnir að tryggja sér sæti í undanúrslitum ásamt liði Skjern og lið GOG, sem leikur þessa stundina gegn Skanderborg, getur sömuleiðis tryggt sér sæti í undanúrslitum í kvöld. Þýski handboltinn Danski handboltinn Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Fleiri fréttir „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ Sjá meira
Flensburg var fyrir leikinn í dag í fjórða sæti deildarinnar en gat jafnað Fusche Berlin að stigum í þriðja sætinu og komið sér fyrir tveimur stigum fyrir aftan Kiel og Magdeburg sem eru með jafn mörg stig í efsta sætinu. Melsungen var hins vegar um miðja deild. Flensburg tók yfirhöndina snemma í dag. Þeir komust í 10-3 strax eftir tæplega fimmtán mínútna leik en Melsungen beit í skjaldarrendur og minnkaði muninn fyrir hálfleikspásuna en þá var staðan 14-12 heimaliðinu í vil. Síðari hálfleikurinn þróaðist á svipaðan hátt. Flensburg bætti jafnt og þétt við forskotið og komst sjö mörkum yfir þegar rúmar tíu mínútur voru eftir. Það var of mikill munur fyrir Melsungen að brúa, Flensburg gjörsamlega keyrði yfir Melsungen á lokamínútunum og vann að lokum tólf marka sigur, 37-25. Arnar Freyr Arnarsson verst hér gegn Ómari Inga Magnússyni í leik Melsungen og Magdeburg. Arnar Freyr skoraði tvö mörk fyrir Melsungen í kvöld. Elvar Örn Jónsson var markahæstur hjá Melsungen í kvöld með sex mörk og Arnar Freyr Arnarsson skoraði tvö. Teitur Örn Einarsson var ekki í leikmannahópi Flensburg í dag. Bergischer tók á móti lærisveinum Rúnars Sigtryggssonar í Leipzig á heimavelli sínum. Bergischer hafði frumkvæðið í fyrri hálfleik, komst mest átta mörkum yfir en leiddi 19-13 í hálfleik. Þeir héldu forystunni eftir hlé. Leipzig tókst að minnka muninn í 25-23 þegar tæpar fimmtán mínútur voru eftir en gekk illa að koma sér nær. Bergischer svaraði með tveimur mörkum í röð og vann að lokum 32-28 sigur. Arnór Þór Gunnarsson skoraði tvö mörk fyrir Bergischer í leiknum. Frederecia í góðum málum Lið Frederecia steig stórt skref í átt að undanúrslitum í dönsku deildinni þegar liðið vann góðan 34-27 sigur á Bjerringbro-Silkeborg í kvöld. Einar Þorsteinn Ólafsson var í leikmannahópi Frederecia í kvöld sem er í öðru sæti síns riðils þegar tvær umferðir eru eftir. Frederecia er með þriggja stiga forskot á Bjerringbro-Silkeborg en tvö efstu liðin fara áfram í undanúrslit. Einar Þorsteinn komst ekki á blað hjá Frederecia í kvöld en gaf tvær stoðsendingar á liðsfélaga sína. Aron Pálmarsson og félagar hans í Álaborg eru nú þegar búnir að tryggja sér sæti í undanúrslitum ásamt liði Skjern og lið GOG, sem leikur þessa stundina gegn Skanderborg, getur sömuleiðis tryggt sér sæti í undanúrslitum í kvöld.
Þýski handboltinn Danski handboltinn Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Fleiri fréttir „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ Sjá meira