Flensburg lagði Íslendingaliðið og er með í titilbaráttunni Smári Jökull Jónsson skrifar 4. maí 2023 18:48 Elvar Örn Jónsson er kominn aftur í hópinn eftir veikindi. Vísir/vilhelm Lið Flensburg er enn með í toppbaráttunni í þýska handboltanum en liðið vann sigur á Íslendingaliðinu Melsungen í kvöld. Þá vann Bergischer sigur á Leipzig í öðrum Íslendingaslag. Flensburg var fyrir leikinn í dag í fjórða sæti deildarinnar en gat jafnað Fusche Berlin að stigum í þriðja sætinu og komið sér fyrir tveimur stigum fyrir aftan Kiel og Magdeburg sem eru með jafn mörg stig í efsta sætinu. Melsungen var hins vegar um miðja deild. Flensburg tók yfirhöndina snemma í dag. Þeir komust í 10-3 strax eftir tæplega fimmtán mínútna leik en Melsungen beit í skjaldarrendur og minnkaði muninn fyrir hálfleikspásuna en þá var staðan 14-12 heimaliðinu í vil. Síðari hálfleikurinn þróaðist á svipaðan hátt. Flensburg bætti jafnt og þétt við forskotið og komst sjö mörkum yfir þegar rúmar tíu mínútur voru eftir. Það var of mikill munur fyrir Melsungen að brúa, Flensburg gjörsamlega keyrði yfir Melsungen á lokamínútunum og vann að lokum tólf marka sigur, 37-25. Arnar Freyr Arnarsson verst hér gegn Ómari Inga Magnússyni í leik Melsungen og Magdeburg. Arnar Freyr skoraði tvö mörk fyrir Melsungen í kvöld. Elvar Örn Jónsson var markahæstur hjá Melsungen í kvöld með sex mörk og Arnar Freyr Arnarsson skoraði tvö. Teitur Örn Einarsson var ekki í leikmannahópi Flensburg í dag. Bergischer tók á móti lærisveinum Rúnars Sigtryggssonar í Leipzig á heimavelli sínum. Bergischer hafði frumkvæðið í fyrri hálfleik, komst mest átta mörkum yfir en leiddi 19-13 í hálfleik. Þeir héldu forystunni eftir hlé. Leipzig tókst að minnka muninn í 25-23 þegar tæpar fimmtán mínútur voru eftir en gekk illa að koma sér nær. Bergischer svaraði með tveimur mörkum í röð og vann að lokum 32-28 sigur. Arnór Þór Gunnarsson skoraði tvö mörk fyrir Bergischer í leiknum. Frederecia í góðum málum Lið Frederecia steig stórt skref í átt að undanúrslitum í dönsku deildinni þegar liðið vann góðan 34-27 sigur á Bjerringbro-Silkeborg í kvöld. Einar Þorsteinn Ólafsson var í leikmannahópi Frederecia í kvöld sem er í öðru sæti síns riðils þegar tvær umferðir eru eftir. Frederecia er með þriggja stiga forskot á Bjerringbro-Silkeborg en tvö efstu liðin fara áfram í undanúrslit. Einar Þorsteinn komst ekki á blað hjá Frederecia í kvöld en gaf tvær stoðsendingar á liðsfélaga sína. Aron Pálmarsson og félagar hans í Álaborg eru nú þegar búnir að tryggja sér sæti í undanúrslitum ásamt liði Skjern og lið GOG, sem leikur þessa stundina gegn Skanderborg, getur sömuleiðis tryggt sér sæti í undanúrslitum í kvöld. Þýski handboltinn Danski handboltinn Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Sjá meira
Flensburg var fyrir leikinn í dag í fjórða sæti deildarinnar en gat jafnað Fusche Berlin að stigum í þriðja sætinu og komið sér fyrir tveimur stigum fyrir aftan Kiel og Magdeburg sem eru með jafn mörg stig í efsta sætinu. Melsungen var hins vegar um miðja deild. Flensburg tók yfirhöndina snemma í dag. Þeir komust í 10-3 strax eftir tæplega fimmtán mínútna leik en Melsungen beit í skjaldarrendur og minnkaði muninn fyrir hálfleikspásuna en þá var staðan 14-12 heimaliðinu í vil. Síðari hálfleikurinn þróaðist á svipaðan hátt. Flensburg bætti jafnt og þétt við forskotið og komst sjö mörkum yfir þegar rúmar tíu mínútur voru eftir. Það var of mikill munur fyrir Melsungen að brúa, Flensburg gjörsamlega keyrði yfir Melsungen á lokamínútunum og vann að lokum tólf marka sigur, 37-25. Arnar Freyr Arnarsson verst hér gegn Ómari Inga Magnússyni í leik Melsungen og Magdeburg. Arnar Freyr skoraði tvö mörk fyrir Melsungen í kvöld. Elvar Örn Jónsson var markahæstur hjá Melsungen í kvöld með sex mörk og Arnar Freyr Arnarsson skoraði tvö. Teitur Örn Einarsson var ekki í leikmannahópi Flensburg í dag. Bergischer tók á móti lærisveinum Rúnars Sigtryggssonar í Leipzig á heimavelli sínum. Bergischer hafði frumkvæðið í fyrri hálfleik, komst mest átta mörkum yfir en leiddi 19-13 í hálfleik. Þeir héldu forystunni eftir hlé. Leipzig tókst að minnka muninn í 25-23 þegar tæpar fimmtán mínútur voru eftir en gekk illa að koma sér nær. Bergischer svaraði með tveimur mörkum í röð og vann að lokum 32-28 sigur. Arnór Þór Gunnarsson skoraði tvö mörk fyrir Bergischer í leiknum. Frederecia í góðum málum Lið Frederecia steig stórt skref í átt að undanúrslitum í dönsku deildinni þegar liðið vann góðan 34-27 sigur á Bjerringbro-Silkeborg í kvöld. Einar Þorsteinn Ólafsson var í leikmannahópi Frederecia í kvöld sem er í öðru sæti síns riðils þegar tvær umferðir eru eftir. Frederecia er með þriggja stiga forskot á Bjerringbro-Silkeborg en tvö efstu liðin fara áfram í undanúrslit. Einar Þorsteinn komst ekki á blað hjá Frederecia í kvöld en gaf tvær stoðsendingar á liðsfélaga sína. Aron Pálmarsson og félagar hans í Álaborg eru nú þegar búnir að tryggja sér sæti í undanúrslitum ásamt liði Skjern og lið GOG, sem leikur þessa stundina gegn Skanderborg, getur sömuleiðis tryggt sér sæti í undanúrslitum í kvöld.
Þýski handboltinn Danski handboltinn Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Sjá meira