Skjálftarnir tengist líklega vatni og jarðhita en ekki kvikuhreyfingum Atli Ísleifsson skrifar 4. maí 2023 14:17 Mýrdalsjökull dramatískur séður úr linsu Ragnars Axelssonar. Vísir/RAX Sérfræðingar Veðurstofunnar telja líklegast að skjálftarnir sem urðu í Kötluöskju í morgun tengist jarðhita og vatni, frekar en kvikuhreyfingum. Kristín Jónsdóttir, fagstjóri náttúruvár, segir í samtali við fréttastofu að virknin nú hafi verið þannig að skjálftarnir hafi verið grunnir. „Þegar um er að ræða kvikuhreyfingar þá er virknin allt önnur og fleiri minni skjálftar. Þetta datt eiginlega alveg niður um klukkan ellefu sem bendir þá til að þetta tengist frekar vatni og jarðhita,“ segir Kristín. Kristín Jónsdóttir, fagstjóri náttúruvár, segir nauðsynlegt að fylgjast áfram með stöðunni á svæðinu. Vísir/Vilhelm Kröftug jarðskjálftahrina hófst í norðausturhluta öskjunnar í Kötlu klukkan 9:41 í morgun. Þrír skjálftar yfir fjórum að stærð hafa mælst í dag, sá stærsti 4,5 klukkan 9:52. Ekki hefur þó mikið gerst eftir klukkan 11. Ragnar Axelsson, ljósmyndari fréttastofu, flaug yfir Mýrdalsjökul á góðviðrisdegi fyrir tveimur vikum og á myndunum að neðan má sjá sigdæld í jöklinum. Langlíklegast að þetta sé búið Kristín segir langlíklegast að það muni ekkert meira gerast. „Það var þannig árið 2016 þegar síðast voru skjálftar af þessari stærðargráðu á þessu svæði. Það er enginn sérstakur gosórói núna eða eitthvað sem bendi til að það sé vatn á leiðinni. Það má vera að þessi hrina núna sé til marks um breyttar aðstæður hvað varðar aðgengi að vatni og þrýstingi í jarðskorpunni. Við þurfum bara að halda áfram að fylgjast vel með. Stundum koma hlaup úr þessum kötlum, en það lekur líka úr þeim jafnt og þétt. En það er ákveðin óvissa núna.“ Ragnar Axelsson flaug nýlega yfir Mýrdalsjökul og myndaði hann úr háloftunum.Vísir/RAX Fylgjast áfram vel með Kristín segir að alltaf þegar verða skjálftar sem þessir þá er nauðsynlegt að fylgjast vel með. „Þetta er þokkalegur hristingur, sá mesti frá árinu 2016. Þessir skjálftar fundust vel víða. Þegar er svona óróleikatímabil þá þarf að vera á tánum og fylgjast vel með. En það er ekkert núna sem bendir til að það sé eitthvað fleira að fara að gerast.“ Katla Eldgos og jarðhræringar Mýrdalshreppur Almannavarnir Tengdar fréttir „Við erum bara róleg ennþá“ Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshreppur, segir einhverja íbúa í Vík og annars staðar í Mýrdalshreppi hafa fundið fyrir skjálftunum í Kötluöskju í morgun. Hann sé þó ekki einn þeirra. „Við erum bara róleg ennþá og ýmsu vön.“ 4. maí 2023 13:39 Skjálftar í Kötluöskju sem hafa ekki sést síðan 2016 Kristín Jónsdóttir, deildarstjóri hjá Veðurstofunni, segir að vegna þeirrar skjálftavirkni sem hafi verið í Kötlu í morgun sé starfsfólk Veðurstofunnar að setja sig í stellingar. Fylgst sé grannt með gangi mála. 4. maí 2023 11:03 Kröftug skjálftahrina og fluglitakóði við Kötlu settur á gult Kröftug jarðskjálftahrina hófst í Mýrdalsjökli klukkan 9:41 í morgun. Óyfirfarnar niðurstöður jarðvássérfræðinga Veðurstofunnar sýna að þrír skjálftanna voru yfir fjórir að stærð; frá 4,2 upp í 4,5. Um sjö skjálftar hafa orðið á stærðarbilinu þrír til fjórir. 4. maí 2023 10:14 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Kristín Jónsdóttir, fagstjóri náttúruvár, segir í samtali við fréttastofu að virknin nú hafi verið þannig að skjálftarnir hafi verið grunnir. „Þegar um er að ræða kvikuhreyfingar þá er virknin allt önnur og fleiri minni skjálftar. Þetta datt eiginlega alveg niður um klukkan ellefu sem bendir þá til að þetta tengist frekar vatni og jarðhita,“ segir Kristín. Kristín Jónsdóttir, fagstjóri náttúruvár, segir nauðsynlegt að fylgjast áfram með stöðunni á svæðinu. Vísir/Vilhelm Kröftug jarðskjálftahrina hófst í norðausturhluta öskjunnar í Kötlu klukkan 9:41 í morgun. Þrír skjálftar yfir fjórum að stærð hafa mælst í dag, sá stærsti 4,5 klukkan 9:52. Ekki hefur þó mikið gerst eftir klukkan 11. Ragnar Axelsson, ljósmyndari fréttastofu, flaug yfir Mýrdalsjökul á góðviðrisdegi fyrir tveimur vikum og á myndunum að neðan má sjá sigdæld í jöklinum. Langlíklegast að þetta sé búið Kristín segir langlíklegast að það muni ekkert meira gerast. „Það var þannig árið 2016 þegar síðast voru skjálftar af þessari stærðargráðu á þessu svæði. Það er enginn sérstakur gosórói núna eða eitthvað sem bendi til að það sé vatn á leiðinni. Það má vera að þessi hrina núna sé til marks um breyttar aðstæður hvað varðar aðgengi að vatni og þrýstingi í jarðskorpunni. Við þurfum bara að halda áfram að fylgjast vel með. Stundum koma hlaup úr þessum kötlum, en það lekur líka úr þeim jafnt og þétt. En það er ákveðin óvissa núna.“ Ragnar Axelsson flaug nýlega yfir Mýrdalsjökul og myndaði hann úr háloftunum.Vísir/RAX Fylgjast áfram vel með Kristín segir að alltaf þegar verða skjálftar sem þessir þá er nauðsynlegt að fylgjast vel með. „Þetta er þokkalegur hristingur, sá mesti frá árinu 2016. Þessir skjálftar fundust vel víða. Þegar er svona óróleikatímabil þá þarf að vera á tánum og fylgjast vel með. En það er ekkert núna sem bendir til að það sé eitthvað fleira að fara að gerast.“
Katla Eldgos og jarðhræringar Mýrdalshreppur Almannavarnir Tengdar fréttir „Við erum bara róleg ennþá“ Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshreppur, segir einhverja íbúa í Vík og annars staðar í Mýrdalshreppi hafa fundið fyrir skjálftunum í Kötluöskju í morgun. Hann sé þó ekki einn þeirra. „Við erum bara róleg ennþá og ýmsu vön.“ 4. maí 2023 13:39 Skjálftar í Kötluöskju sem hafa ekki sést síðan 2016 Kristín Jónsdóttir, deildarstjóri hjá Veðurstofunni, segir að vegna þeirrar skjálftavirkni sem hafi verið í Kötlu í morgun sé starfsfólk Veðurstofunnar að setja sig í stellingar. Fylgst sé grannt með gangi mála. 4. maí 2023 11:03 Kröftug skjálftahrina og fluglitakóði við Kötlu settur á gult Kröftug jarðskjálftahrina hófst í Mýrdalsjökli klukkan 9:41 í morgun. Óyfirfarnar niðurstöður jarðvássérfræðinga Veðurstofunnar sýna að þrír skjálftanna voru yfir fjórir að stærð; frá 4,2 upp í 4,5. Um sjö skjálftar hafa orðið á stærðarbilinu þrír til fjórir. 4. maí 2023 10:14 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
„Við erum bara róleg ennþá“ Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshreppur, segir einhverja íbúa í Vík og annars staðar í Mýrdalshreppi hafa fundið fyrir skjálftunum í Kötluöskju í morgun. Hann sé þó ekki einn þeirra. „Við erum bara róleg ennþá og ýmsu vön.“ 4. maí 2023 13:39
Skjálftar í Kötluöskju sem hafa ekki sést síðan 2016 Kristín Jónsdóttir, deildarstjóri hjá Veðurstofunni, segir að vegna þeirrar skjálftavirkni sem hafi verið í Kötlu í morgun sé starfsfólk Veðurstofunnar að setja sig í stellingar. Fylgst sé grannt með gangi mála. 4. maí 2023 11:03
Kröftug skjálftahrina og fluglitakóði við Kötlu settur á gult Kröftug jarðskjálftahrina hófst í Mýrdalsjökli klukkan 9:41 í morgun. Óyfirfarnar niðurstöður jarðvássérfræðinga Veðurstofunnar sýna að þrír skjálftanna voru yfir fjórir að stærð; frá 4,2 upp í 4,5. Um sjö skjálftar hafa orðið á stærðarbilinu þrír til fjórir. 4. maí 2023 10:14