Er saga Kvennaskólans í Reykjavík ekki neins virði? Þengill Fannar Jónsson skrifar 4. maí 2023 13:31 Nú er komin upp sú staða að menntamálaráðuneytið hefur lagt til að sameina Menntaskólann við Sund og Kvennaskólann í Reykjavík í húsnæði gamla kennaraskólans í Stakkahlíð. Þessa hugsun má eflaust rekja til þess að ríkissjóður er rekinn í halla og það þarf að skera niður í skólamálum og þessi lausn gæti hugsast góð hvað varðar að spara pening án þess að draga úr skólahaldi. Þó það sé margt sem ég og aðrir sem hafa stundað nám við Kvennaskólann höfum út á þessa hugmynd að setja standa ákveðin atriði framar öðrum. Það sem hefur ekki verið ígrundað nægilega í þessu máli er hlutverk og merking menningarlegrar arfleiðar Kvennaskólans í Reykjavík. Kvennaskólinn var stofnaður árið 1874 í skólahúsnæði sem var endurbyggt á sama stað árið 1878. Til samanburðar hófst skólahald Menntaskólans í Reykjavík (MR) í gamla skóla árið 1846. Saga beggja skóla á þeim stöðum sem þeir standa nú er gríðarlega mikilvæg fyrir sögu menntamála á Íslandi. Allt frá stofnun Kvennaskólans hefur hann verið stoð og stytta fyrir réttindi kvenna til að stunda nám og er saga Kvennaskólans þar af leiðandi ekki einungis mikilvæg vegna aldurs skólans. Sagan er mikilvæg í samhengi kvenréttindabaráttunnar á Íslandi. Skólar á Íslandi tóku ekki að sér kvenkyns nemendur og var því stofnaður skóli sérstaklega til að kenna stúlkum. Þóra Melsteð, annar stofnandi skólans var svo fyrsta forstöðukona Kvennaskólans og sú sem tók við af henni var engin önnur en Ingibjörg H. Bjarnason fyrsta alþingiskona íslands. Sú hugmynd að taka út fyrir sviga merkingu og mikilvægi þessarar sögu einungis til hagræðingar er einfaldlega út í hött. Stóra áhyggjuefnið í þessum áformum er að MR, nágrannaskóli Kvennaskólans sem, eins og áður greinir frá hefur mikilvæga sögu í menntamálum á íslandi hefur ekki verið boðinn fram til sameiningar við aðra skóla. Ástæða þess er eflaust vegna sögu skólans og þeirra bygginga sem skólinn er hýstur í. Það er að segja nákvæmlega sömu ástæður sem segja til um það að ekki eigi að loka dyrum Kvennaskólans þar sem hann stendur nú. Ég ætla ekki að koma með neinar ásakanir hvað varða ástæður þess að Kvennaskólinn varð fyrir valinu en ekki MR en ég ætla þó að segja þetta. Ef Þessi hugmynd verður að veruleika yrði hún lituð af hugsunarleysi og tómlæti gagnvart sögu skólahalds á Íslandi og ekki síst gagnvart kvenréttindabaráttu Íslendinga. Höfundur er fyrrverandi nemandi við Kvennaskólann í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Nú er komin upp sú staða að menntamálaráðuneytið hefur lagt til að sameina Menntaskólann við Sund og Kvennaskólann í Reykjavík í húsnæði gamla kennaraskólans í Stakkahlíð. Þessa hugsun má eflaust rekja til þess að ríkissjóður er rekinn í halla og það þarf að skera niður í skólamálum og þessi lausn gæti hugsast góð hvað varðar að spara pening án þess að draga úr skólahaldi. Þó það sé margt sem ég og aðrir sem hafa stundað nám við Kvennaskólann höfum út á þessa hugmynd að setja standa ákveðin atriði framar öðrum. Það sem hefur ekki verið ígrundað nægilega í þessu máli er hlutverk og merking menningarlegrar arfleiðar Kvennaskólans í Reykjavík. Kvennaskólinn var stofnaður árið 1874 í skólahúsnæði sem var endurbyggt á sama stað árið 1878. Til samanburðar hófst skólahald Menntaskólans í Reykjavík (MR) í gamla skóla árið 1846. Saga beggja skóla á þeim stöðum sem þeir standa nú er gríðarlega mikilvæg fyrir sögu menntamála á Íslandi. Allt frá stofnun Kvennaskólans hefur hann verið stoð og stytta fyrir réttindi kvenna til að stunda nám og er saga Kvennaskólans þar af leiðandi ekki einungis mikilvæg vegna aldurs skólans. Sagan er mikilvæg í samhengi kvenréttindabaráttunnar á Íslandi. Skólar á Íslandi tóku ekki að sér kvenkyns nemendur og var því stofnaður skóli sérstaklega til að kenna stúlkum. Þóra Melsteð, annar stofnandi skólans var svo fyrsta forstöðukona Kvennaskólans og sú sem tók við af henni var engin önnur en Ingibjörg H. Bjarnason fyrsta alþingiskona íslands. Sú hugmynd að taka út fyrir sviga merkingu og mikilvægi þessarar sögu einungis til hagræðingar er einfaldlega út í hött. Stóra áhyggjuefnið í þessum áformum er að MR, nágrannaskóli Kvennaskólans sem, eins og áður greinir frá hefur mikilvæga sögu í menntamálum á íslandi hefur ekki verið boðinn fram til sameiningar við aðra skóla. Ástæða þess er eflaust vegna sögu skólans og þeirra bygginga sem skólinn er hýstur í. Það er að segja nákvæmlega sömu ástæður sem segja til um það að ekki eigi að loka dyrum Kvennaskólans þar sem hann stendur nú. Ég ætla ekki að koma með neinar ásakanir hvað varða ástæður þess að Kvennaskólinn varð fyrir valinu en ekki MR en ég ætla þó að segja þetta. Ef Þessi hugmynd verður að veruleika yrði hún lituð af hugsunarleysi og tómlæti gagnvart sögu skólahalds á Íslandi og ekki síst gagnvart kvenréttindabaráttu Íslendinga. Höfundur er fyrrverandi nemandi við Kvennaskólann í Reykjavík.
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun