„Þetta er orðið eins og skúlptúrar í ofsalega fallegum fjallasal.“
Það sem heillaði RAX mest af þessum minjum, sem deilt er um hvort að eigi að fjarlægja eða ekki, voru bílarnir sem horfðu á hann með brotnum luktum og virtust hafa frá einhverju að segja.
„Þeir stara á þig og horfa á þig og snúa í allar áttir.“
Heimsókn RAX til hins kynngimagnaða Ikatek flugvallar má sjá í nýjasta þætti RAX Augnablik í spilaranum hér að neðan.
Hér fyrir neðan má sjá fleiri þætti úr smiðju RAX.
RAX var eitt sinn á ferð í þorpinu Tiniteqilaaq við Sermilik fjörð sem er í nokkurri nálægð við Ikatek flugvöllinn. Eftir að hafa varið nokkrum dögum við myndatöku í þorpinu þurfti hann að leggja á flótta undan stormi ásamt veiðimanninum Tobiasi, til þess að verð ekki veðurtepptur í þorpinu í einhverjar vikur.
Áhrifin af hlýnun jarðar hafa ekki farið fram hjá RAX á ferðum hans um Grænland í gegnum árin. Þegar efsta lag Grænlandsjökuls bráðnar myndast fagurblá vötn ofan á honum. Í einni af ferðum sínum fór RAX ásamt Ragnari Sigurðssyni eldfjallafræðingi að skoða vötnin betur og RAX gerði undantekningu á því að mynda í svart/hvítu því að hinn lygilega fagurblái litur myndi ekki skila sér á svart/hvítum myndum.
Í þáttunum RAX Augnablik segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2+.
Hægt er að sjá alla þættina hér á Vísi.