„Almennt er mjög mikil ánægja með þetta“ Bjarki Sigurðsson skrifar 3. maí 2023 21:00 Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar, ásamt plakatinu. Vísir/Sigurjón Veggspjöld um kynheilbrigði voru fjarlægð af veggjum grunnskóla í Kópavogi að beiðni foreldra ungra nemenda. Verkefnastýra hjá Reykjavíkurborg sér ekkert slæmt við það að yngri börn geti kynnt sér efnið á spjöldunum. Plakatið var hannað og hengt upp í grunnskólum landsins vegna kynheilbrigðisátaksins Vika6 sem haldin er sjöttu viku hvers árs. Á plakatinu er meðal annars rætt um nánd, að setja sér mörk og að stunda ekki kynlíf fyrr en þú ert tilbúinn til þess. Plakatið er sérstaklega ætlað börnum á unglingastigi en í Smáraskóla í Kópavogi læddust tvö plaköt á veggi matsalsins þar sem allir árgangar borða hádegismat. Móðir barns við skólann óskaði, ásamt fleirum, eftir því að þau yrðu fjarlægð og voru þau færð yfir í félagsmiðstöð sem staðsett er innan veggja skólans. Samkvæmt upplýsingum frá Kópavogsbæ var það gert vegna ábendinga um að efni þeirra hæfði ekki yngri börnum en ábendingar sem þessar hafa ekki borist áður. Umrætt plakat.Vísir/Sigurjón Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar, sem sér um verkefnið, segir að þrátt fyrir að markhópur plakatsins séu unglingar þá sé alls ekki slæmt að yngri börn sjái það. „Ef yngri börn sjá plakötin, sem eru góðar líkur á, þá er þetta frábært tækifæri til þess að taka samtalið með þeim. Og hver er betri í því en starfsfólk í skóla og frístund. Þau eru fagfólk og við viljum að börn fái rétt, góð og upplýsandi svör. Þarna gefst bara mjög gott tækifæri til þess,“ segir Kolbrún. Hannað af unglingum borgarinnar Hún segir markmið átaksins vera að fanga allar hliðar kynheilbrigðis en til að byrja með voru það einungis skólar í Reykjavík sem tóku þátt í því. Nú hafa hins vegar skólar um allt land stokkið um borð. „Við erum að ýta undir kynheilbrigði líkamlega, andlega, félagslega og tilfinningalega og byggja góðan grunn og mótvægi við því sem börn fá annars staðar, til dæmis í klámi,“ segir Kolbrún. Ár hvert er nýtt plakat hannað en það eru unglingar í borginni sem ákveða þemað. Í ár var það kynlíf og kynferðisleg hegðun. Heilbrigð samskipti „Kynfræðsla fyrir yngri börn er bara grunnur. Við erum ekki að tala við börn á sama hátt og við unglinga en við erum að leggja þennan mikilvæga grunn um heilbrigð samskipti, virðingu, setja sér mörk, um að þekkja líkamann sinn. Líkamar eru alls konar og fjölskyldur eru alls konar. Við erum bara að byrja þetta ferli sem við byggjum svo jafnt og þétt ofan á. Þannig það er gott að svara börnum og veita góð og rétt svör. Um leið og barn hefur aðgengi að snjalltæki getur það fengið mjög misvísandi skilaboð sem eru misgóð,“ segir Kolbrún. Þá sé gagnrýni vegna átaksins óvenjuleg. „Það hafa einhverjir haft áhyggjur en það eru mjög fáir. Almennt er mjög mikil ánægja með þetta, hjá börnum, foreldrum og starfsfólki,“ segir Kolbrún. Klám Kynlíf Reykjavík Kópavogur Börn og uppeldi Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Sjá meira
Plakatið var hannað og hengt upp í grunnskólum landsins vegna kynheilbrigðisátaksins Vika6 sem haldin er sjöttu viku hvers árs. Á plakatinu er meðal annars rætt um nánd, að setja sér mörk og að stunda ekki kynlíf fyrr en þú ert tilbúinn til þess. Plakatið er sérstaklega ætlað börnum á unglingastigi en í Smáraskóla í Kópavogi læddust tvö plaköt á veggi matsalsins þar sem allir árgangar borða hádegismat. Móðir barns við skólann óskaði, ásamt fleirum, eftir því að þau yrðu fjarlægð og voru þau færð yfir í félagsmiðstöð sem staðsett er innan veggja skólans. Samkvæmt upplýsingum frá Kópavogsbæ var það gert vegna ábendinga um að efni þeirra hæfði ekki yngri börnum en ábendingar sem þessar hafa ekki borist áður. Umrætt plakat.Vísir/Sigurjón Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar, sem sér um verkefnið, segir að þrátt fyrir að markhópur plakatsins séu unglingar þá sé alls ekki slæmt að yngri börn sjái það. „Ef yngri börn sjá plakötin, sem eru góðar líkur á, þá er þetta frábært tækifæri til þess að taka samtalið með þeim. Og hver er betri í því en starfsfólk í skóla og frístund. Þau eru fagfólk og við viljum að börn fái rétt, góð og upplýsandi svör. Þarna gefst bara mjög gott tækifæri til þess,“ segir Kolbrún. Hannað af unglingum borgarinnar Hún segir markmið átaksins vera að fanga allar hliðar kynheilbrigðis en til að byrja með voru það einungis skólar í Reykjavík sem tóku þátt í því. Nú hafa hins vegar skólar um allt land stokkið um borð. „Við erum að ýta undir kynheilbrigði líkamlega, andlega, félagslega og tilfinningalega og byggja góðan grunn og mótvægi við því sem börn fá annars staðar, til dæmis í klámi,“ segir Kolbrún. Ár hvert er nýtt plakat hannað en það eru unglingar í borginni sem ákveða þemað. Í ár var það kynlíf og kynferðisleg hegðun. Heilbrigð samskipti „Kynfræðsla fyrir yngri börn er bara grunnur. Við erum ekki að tala við börn á sama hátt og við unglinga en við erum að leggja þennan mikilvæga grunn um heilbrigð samskipti, virðingu, setja sér mörk, um að þekkja líkamann sinn. Líkamar eru alls konar og fjölskyldur eru alls konar. Við erum bara að byrja þetta ferli sem við byggjum svo jafnt og þétt ofan á. Þannig það er gott að svara börnum og veita góð og rétt svör. Um leið og barn hefur aðgengi að snjalltæki getur það fengið mjög misvísandi skilaboð sem eru misgóð,“ segir Kolbrún. Þá sé gagnrýni vegna átaksins óvenjuleg. „Það hafa einhverjir haft áhyggjur en það eru mjög fáir. Almennt er mjög mikil ánægja með þetta, hjá börnum, foreldrum og starfsfólki,“ segir Kolbrún.
Klám Kynlíf Reykjavík Kópavogur Börn og uppeldi Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Sjá meira