Þingmaður segir skort á símasambandi óviðunandi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. maí 2023 16:05 Á neðra plani Gullfoss er símasamband svo slæmt að nýlegt dæmi er um að það hafi rofnað í símtali við neyðarlínuna. Vísir/Vilhelm Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir óviðunandi að ekki sé símasamband við þjóðveg 1 eða stærstu ferðamannastaði landsins. Hann kallar eftir að byggt verði upp 5G fjarskiptakerfi eftir færeyskri fyrirmynd. Eins og greint var frá á Vísi á mánudag er farsímasamband á neðra plani Gullfoss mjög slitrótt. Leiðsögumaðurinn Halldór Jón Jóhannesson lenti í því 26. Apríl síðastliðinn þegar tónlistarmaðurinn, vinur hans og kollegi Hjörtur Howser hneig niður við Gullfoss að símtal hans við neyðarlínuna rofnaði. Halldór þurfti þannig að hringja aftur, annar neyðarvörður svaraði, fletta þurfti málinu upp sem skapaði tilheyrandi tafir. Samtök ferðaþjónustunnar hafa gagnrýnt þetta slæma símasamband, sérstaklega í ljósi þess hve margir heimsækja fossinn á hverjum degi. Leiðsögumenn telja að á góðum sumardegi heimsæki um fimmtán til tuttugu þúsund Gullfoss og Geysi. „Slíkt er einfaldlega ekki í boði nú árið 2023. Þegar slys eða óhöpp ríða yfir geta mínútur skipt máli. Mínútur sem geta skipt sköpum er varðar líf eða dauða einstaklinga sem í því lenda,“ segir Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknar, en hann vakti máls á gölluðum fjarskiptum á landsbyggðinni á Alþingi fyrr í dag. Vill 5G að færeyskri fyrirmynd Hann segir málið einnig geta skipt viðbragðsaðila á vettvangi miklu máli. Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknar, vill að skoðað verði að byggja upp 5G kerfi að færeyskri fyrirmynd. Vísir/Vilhelm „Að geta verið í sambandi við sitt bakland er kemur að því að kalla til fleiri bjargir og skipuleggja aðgerðir, sem oft geta verið stórar og flóknar og kalla oft á mikla samhæfingu mismunandi viðbragðsaðila,“ segir Stefán. Því liggi á núna, þegar búist er við mikilli fjölgun ferðamanna, að aukinn kraftur sé settur í uppbyggingu fjarskiptanets á þessum stöðum og leggur áherslu á uppbyggingu svokallaðs 5G kerfis að færeyskri fyrirmynd. „Gengur það út á að öll fjarskipti viðbragðsaðila fari fram í gegn um 5G kerfið í síma viðkomandi aðila,“ segir Stefán. „Hér erum viðað byggja tvöfalt kerfi. Hefðbundið farsímakerfi og Tetra-fjarskiptaneyðarkerfi, sem neyðaraðilar nota með tvöföldum kostnaði. Það er mín skoðun að við eigum að hefja vinnu við að skoða færeyska módelið og skoða kosti þess að byggja upp eitt kerfi.“ Þannig mætti ná til stærra svæðis og minnka kostnað. „[Það mætti] nota þá fjármuni sem nota á til uppbyggingu tveggja kerfa í eitt. Með þeirri leið væri hægt að fjölga gríðarlega sendum, sem myndi nýtast bæði fyrir neyðaraðila og almenning.“ Alþingi Framsóknarflokkurinn Fjarskipti Ferðamennska á Íslandi Slysavarnir Bláskógabyggð Tengdar fréttir Tímabært að dusta rykið af þyrluumræðunni Pétur Pétursson slökkviliðsstjóri í Árnessýslu segir tímabært að dusta rykið af umræðu um sjúkraþyrlur. Alltaf sé til bóta þegar fólki er komið fyrr undir hendur heilbrigðisstarfsfólks þegar neyðartilvik koma upp. 2. maí 2023 18:29 Ferðamálastofa og SAF taka undir ákall leiðsögumanna um betri neyðarþjónustu Ferðamálastofa og Samtök ferðaþjónustunnar taka undir ákall leiðsögumanna um betri neyðarþjónustu á vinsælum ferðamannastöðum. Framkvæmdastjóri SAF segir óásættanlegt að símasamband á neðra plani Gullfoss sé svo slitrótt að símtal leiðsögumanns við Neyðarlínuna hafi slitnað eftir að maður hneig þar niður fyrir tveimur vikum. 2. maí 2023 14:31 Andlát Hjartar skýrt merki um að neyðarþjónustu vanti við Gullfoss Leiðsögumaður, sem varð vitni að andláti tónlistarmannsins Hjartar Howser og veitti honum fyrstu hjálp, segir neyðarþjónustu við Gullfoss og Geysi, vinsælustu ferðamannastaði landsins, til skammar. Tæp klukkustund leið frá því að hann hringdi á Neyðarlínuna eftir að Hjörtur hneig niður og þar til sjúkrabíll kom á vettvang. 1. maí 2023 07:00 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Fleiri fréttir Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Sjá meira
Eins og greint var frá á Vísi á mánudag er farsímasamband á neðra plani Gullfoss mjög slitrótt. Leiðsögumaðurinn Halldór Jón Jóhannesson lenti í því 26. Apríl síðastliðinn þegar tónlistarmaðurinn, vinur hans og kollegi Hjörtur Howser hneig niður við Gullfoss að símtal hans við neyðarlínuna rofnaði. Halldór þurfti þannig að hringja aftur, annar neyðarvörður svaraði, fletta þurfti málinu upp sem skapaði tilheyrandi tafir. Samtök ferðaþjónustunnar hafa gagnrýnt þetta slæma símasamband, sérstaklega í ljósi þess hve margir heimsækja fossinn á hverjum degi. Leiðsögumenn telja að á góðum sumardegi heimsæki um fimmtán til tuttugu þúsund Gullfoss og Geysi. „Slíkt er einfaldlega ekki í boði nú árið 2023. Þegar slys eða óhöpp ríða yfir geta mínútur skipt máli. Mínútur sem geta skipt sköpum er varðar líf eða dauða einstaklinga sem í því lenda,“ segir Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknar, en hann vakti máls á gölluðum fjarskiptum á landsbyggðinni á Alþingi fyrr í dag. Vill 5G að færeyskri fyrirmynd Hann segir málið einnig geta skipt viðbragðsaðila á vettvangi miklu máli. Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknar, vill að skoðað verði að byggja upp 5G kerfi að færeyskri fyrirmynd. Vísir/Vilhelm „Að geta verið í sambandi við sitt bakland er kemur að því að kalla til fleiri bjargir og skipuleggja aðgerðir, sem oft geta verið stórar og flóknar og kalla oft á mikla samhæfingu mismunandi viðbragðsaðila,“ segir Stefán. Því liggi á núna, þegar búist er við mikilli fjölgun ferðamanna, að aukinn kraftur sé settur í uppbyggingu fjarskiptanets á þessum stöðum og leggur áherslu á uppbyggingu svokallaðs 5G kerfis að færeyskri fyrirmynd. „Gengur það út á að öll fjarskipti viðbragðsaðila fari fram í gegn um 5G kerfið í síma viðkomandi aðila,“ segir Stefán. „Hér erum viðað byggja tvöfalt kerfi. Hefðbundið farsímakerfi og Tetra-fjarskiptaneyðarkerfi, sem neyðaraðilar nota með tvöföldum kostnaði. Það er mín skoðun að við eigum að hefja vinnu við að skoða færeyska módelið og skoða kosti þess að byggja upp eitt kerfi.“ Þannig mætti ná til stærra svæðis og minnka kostnað. „[Það mætti] nota þá fjármuni sem nota á til uppbyggingu tveggja kerfa í eitt. Með þeirri leið væri hægt að fjölga gríðarlega sendum, sem myndi nýtast bæði fyrir neyðaraðila og almenning.“
Alþingi Framsóknarflokkurinn Fjarskipti Ferðamennska á Íslandi Slysavarnir Bláskógabyggð Tengdar fréttir Tímabært að dusta rykið af þyrluumræðunni Pétur Pétursson slökkviliðsstjóri í Árnessýslu segir tímabært að dusta rykið af umræðu um sjúkraþyrlur. Alltaf sé til bóta þegar fólki er komið fyrr undir hendur heilbrigðisstarfsfólks þegar neyðartilvik koma upp. 2. maí 2023 18:29 Ferðamálastofa og SAF taka undir ákall leiðsögumanna um betri neyðarþjónustu Ferðamálastofa og Samtök ferðaþjónustunnar taka undir ákall leiðsögumanna um betri neyðarþjónustu á vinsælum ferðamannastöðum. Framkvæmdastjóri SAF segir óásættanlegt að símasamband á neðra plani Gullfoss sé svo slitrótt að símtal leiðsögumanns við Neyðarlínuna hafi slitnað eftir að maður hneig þar niður fyrir tveimur vikum. 2. maí 2023 14:31 Andlát Hjartar skýrt merki um að neyðarþjónustu vanti við Gullfoss Leiðsögumaður, sem varð vitni að andláti tónlistarmannsins Hjartar Howser og veitti honum fyrstu hjálp, segir neyðarþjónustu við Gullfoss og Geysi, vinsælustu ferðamannastaði landsins, til skammar. Tæp klukkustund leið frá því að hann hringdi á Neyðarlínuna eftir að Hjörtur hneig niður og þar til sjúkrabíll kom á vettvang. 1. maí 2023 07:00 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Fleiri fréttir Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Sjá meira
Tímabært að dusta rykið af þyrluumræðunni Pétur Pétursson slökkviliðsstjóri í Árnessýslu segir tímabært að dusta rykið af umræðu um sjúkraþyrlur. Alltaf sé til bóta þegar fólki er komið fyrr undir hendur heilbrigðisstarfsfólks þegar neyðartilvik koma upp. 2. maí 2023 18:29
Ferðamálastofa og SAF taka undir ákall leiðsögumanna um betri neyðarþjónustu Ferðamálastofa og Samtök ferðaþjónustunnar taka undir ákall leiðsögumanna um betri neyðarþjónustu á vinsælum ferðamannastöðum. Framkvæmdastjóri SAF segir óásættanlegt að símasamband á neðra plani Gullfoss sé svo slitrótt að símtal leiðsögumanns við Neyðarlínuna hafi slitnað eftir að maður hneig þar niður fyrir tveimur vikum. 2. maí 2023 14:31
Andlát Hjartar skýrt merki um að neyðarþjónustu vanti við Gullfoss Leiðsögumaður, sem varð vitni að andláti tónlistarmannsins Hjartar Howser og veitti honum fyrstu hjálp, segir neyðarþjónustu við Gullfoss og Geysi, vinsælustu ferðamannastaði landsins, til skammar. Tæp klukkustund leið frá því að hann hringdi á Neyðarlínuna eftir að Hjörtur hneig niður og þar til sjúkrabíll kom á vettvang. 1. maí 2023 07:00