Þingmaður segir skort á símasambandi óviðunandi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. maí 2023 16:05 Á neðra plani Gullfoss er símasamband svo slæmt að nýlegt dæmi er um að það hafi rofnað í símtali við neyðarlínuna. Vísir/Vilhelm Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir óviðunandi að ekki sé símasamband við þjóðveg 1 eða stærstu ferðamannastaði landsins. Hann kallar eftir að byggt verði upp 5G fjarskiptakerfi eftir færeyskri fyrirmynd. Eins og greint var frá á Vísi á mánudag er farsímasamband á neðra plani Gullfoss mjög slitrótt. Leiðsögumaðurinn Halldór Jón Jóhannesson lenti í því 26. Apríl síðastliðinn þegar tónlistarmaðurinn, vinur hans og kollegi Hjörtur Howser hneig niður við Gullfoss að símtal hans við neyðarlínuna rofnaði. Halldór þurfti þannig að hringja aftur, annar neyðarvörður svaraði, fletta þurfti málinu upp sem skapaði tilheyrandi tafir. Samtök ferðaþjónustunnar hafa gagnrýnt þetta slæma símasamband, sérstaklega í ljósi þess hve margir heimsækja fossinn á hverjum degi. Leiðsögumenn telja að á góðum sumardegi heimsæki um fimmtán til tuttugu þúsund Gullfoss og Geysi. „Slíkt er einfaldlega ekki í boði nú árið 2023. Þegar slys eða óhöpp ríða yfir geta mínútur skipt máli. Mínútur sem geta skipt sköpum er varðar líf eða dauða einstaklinga sem í því lenda,“ segir Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknar, en hann vakti máls á gölluðum fjarskiptum á landsbyggðinni á Alþingi fyrr í dag. Vill 5G að færeyskri fyrirmynd Hann segir málið einnig geta skipt viðbragðsaðila á vettvangi miklu máli. Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknar, vill að skoðað verði að byggja upp 5G kerfi að færeyskri fyrirmynd. Vísir/Vilhelm „Að geta verið í sambandi við sitt bakland er kemur að því að kalla til fleiri bjargir og skipuleggja aðgerðir, sem oft geta verið stórar og flóknar og kalla oft á mikla samhæfingu mismunandi viðbragðsaðila,“ segir Stefán. Því liggi á núna, þegar búist er við mikilli fjölgun ferðamanna, að aukinn kraftur sé settur í uppbyggingu fjarskiptanets á þessum stöðum og leggur áherslu á uppbyggingu svokallaðs 5G kerfis að færeyskri fyrirmynd. „Gengur það út á að öll fjarskipti viðbragðsaðila fari fram í gegn um 5G kerfið í síma viðkomandi aðila,“ segir Stefán. „Hér erum viðað byggja tvöfalt kerfi. Hefðbundið farsímakerfi og Tetra-fjarskiptaneyðarkerfi, sem neyðaraðilar nota með tvöföldum kostnaði. Það er mín skoðun að við eigum að hefja vinnu við að skoða færeyska módelið og skoða kosti þess að byggja upp eitt kerfi.“ Þannig mætti ná til stærra svæðis og minnka kostnað. „[Það mætti] nota þá fjármuni sem nota á til uppbyggingu tveggja kerfa í eitt. Með þeirri leið væri hægt að fjölga gríðarlega sendum, sem myndi nýtast bæði fyrir neyðaraðila og almenning.“ Alþingi Framsóknarflokkurinn Fjarskipti Ferðamennska á Íslandi Slysavarnir Bláskógabyggð Tengdar fréttir Tímabært að dusta rykið af þyrluumræðunni Pétur Pétursson slökkviliðsstjóri í Árnessýslu segir tímabært að dusta rykið af umræðu um sjúkraþyrlur. Alltaf sé til bóta þegar fólki er komið fyrr undir hendur heilbrigðisstarfsfólks þegar neyðartilvik koma upp. 2. maí 2023 18:29 Ferðamálastofa og SAF taka undir ákall leiðsögumanna um betri neyðarþjónustu Ferðamálastofa og Samtök ferðaþjónustunnar taka undir ákall leiðsögumanna um betri neyðarþjónustu á vinsælum ferðamannastöðum. Framkvæmdastjóri SAF segir óásættanlegt að símasamband á neðra plani Gullfoss sé svo slitrótt að símtal leiðsögumanns við Neyðarlínuna hafi slitnað eftir að maður hneig þar niður fyrir tveimur vikum. 2. maí 2023 14:31 Andlát Hjartar skýrt merki um að neyðarþjónustu vanti við Gullfoss Leiðsögumaður, sem varð vitni að andláti tónlistarmannsins Hjartar Howser og veitti honum fyrstu hjálp, segir neyðarþjónustu við Gullfoss og Geysi, vinsælustu ferðamannastaði landsins, til skammar. Tæp klukkustund leið frá því að hann hringdi á Neyðarlínuna eftir að Hjörtur hneig niður og þar til sjúkrabíll kom á vettvang. 1. maí 2023 07:00 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Sjá meira
Eins og greint var frá á Vísi á mánudag er farsímasamband á neðra plani Gullfoss mjög slitrótt. Leiðsögumaðurinn Halldór Jón Jóhannesson lenti í því 26. Apríl síðastliðinn þegar tónlistarmaðurinn, vinur hans og kollegi Hjörtur Howser hneig niður við Gullfoss að símtal hans við neyðarlínuna rofnaði. Halldór þurfti þannig að hringja aftur, annar neyðarvörður svaraði, fletta þurfti málinu upp sem skapaði tilheyrandi tafir. Samtök ferðaþjónustunnar hafa gagnrýnt þetta slæma símasamband, sérstaklega í ljósi þess hve margir heimsækja fossinn á hverjum degi. Leiðsögumenn telja að á góðum sumardegi heimsæki um fimmtán til tuttugu þúsund Gullfoss og Geysi. „Slíkt er einfaldlega ekki í boði nú árið 2023. Þegar slys eða óhöpp ríða yfir geta mínútur skipt máli. Mínútur sem geta skipt sköpum er varðar líf eða dauða einstaklinga sem í því lenda,“ segir Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknar, en hann vakti máls á gölluðum fjarskiptum á landsbyggðinni á Alþingi fyrr í dag. Vill 5G að færeyskri fyrirmynd Hann segir málið einnig geta skipt viðbragðsaðila á vettvangi miklu máli. Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknar, vill að skoðað verði að byggja upp 5G kerfi að færeyskri fyrirmynd. Vísir/Vilhelm „Að geta verið í sambandi við sitt bakland er kemur að því að kalla til fleiri bjargir og skipuleggja aðgerðir, sem oft geta verið stórar og flóknar og kalla oft á mikla samhæfingu mismunandi viðbragðsaðila,“ segir Stefán. Því liggi á núna, þegar búist er við mikilli fjölgun ferðamanna, að aukinn kraftur sé settur í uppbyggingu fjarskiptanets á þessum stöðum og leggur áherslu á uppbyggingu svokallaðs 5G kerfis að færeyskri fyrirmynd. „Gengur það út á að öll fjarskipti viðbragðsaðila fari fram í gegn um 5G kerfið í síma viðkomandi aðila,“ segir Stefán. „Hér erum viðað byggja tvöfalt kerfi. Hefðbundið farsímakerfi og Tetra-fjarskiptaneyðarkerfi, sem neyðaraðilar nota með tvöföldum kostnaði. Það er mín skoðun að við eigum að hefja vinnu við að skoða færeyska módelið og skoða kosti þess að byggja upp eitt kerfi.“ Þannig mætti ná til stærra svæðis og minnka kostnað. „[Það mætti] nota þá fjármuni sem nota á til uppbyggingu tveggja kerfa í eitt. Með þeirri leið væri hægt að fjölga gríðarlega sendum, sem myndi nýtast bæði fyrir neyðaraðila og almenning.“
Alþingi Framsóknarflokkurinn Fjarskipti Ferðamennska á Íslandi Slysavarnir Bláskógabyggð Tengdar fréttir Tímabært að dusta rykið af þyrluumræðunni Pétur Pétursson slökkviliðsstjóri í Árnessýslu segir tímabært að dusta rykið af umræðu um sjúkraþyrlur. Alltaf sé til bóta þegar fólki er komið fyrr undir hendur heilbrigðisstarfsfólks þegar neyðartilvik koma upp. 2. maí 2023 18:29 Ferðamálastofa og SAF taka undir ákall leiðsögumanna um betri neyðarþjónustu Ferðamálastofa og Samtök ferðaþjónustunnar taka undir ákall leiðsögumanna um betri neyðarþjónustu á vinsælum ferðamannastöðum. Framkvæmdastjóri SAF segir óásættanlegt að símasamband á neðra plani Gullfoss sé svo slitrótt að símtal leiðsögumanns við Neyðarlínuna hafi slitnað eftir að maður hneig þar niður fyrir tveimur vikum. 2. maí 2023 14:31 Andlát Hjartar skýrt merki um að neyðarþjónustu vanti við Gullfoss Leiðsögumaður, sem varð vitni að andláti tónlistarmannsins Hjartar Howser og veitti honum fyrstu hjálp, segir neyðarþjónustu við Gullfoss og Geysi, vinsælustu ferðamannastaði landsins, til skammar. Tæp klukkustund leið frá því að hann hringdi á Neyðarlínuna eftir að Hjörtur hneig niður og þar til sjúkrabíll kom á vettvang. 1. maí 2023 07:00 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Sjá meira
Tímabært að dusta rykið af þyrluumræðunni Pétur Pétursson slökkviliðsstjóri í Árnessýslu segir tímabært að dusta rykið af umræðu um sjúkraþyrlur. Alltaf sé til bóta þegar fólki er komið fyrr undir hendur heilbrigðisstarfsfólks þegar neyðartilvik koma upp. 2. maí 2023 18:29
Ferðamálastofa og SAF taka undir ákall leiðsögumanna um betri neyðarþjónustu Ferðamálastofa og Samtök ferðaþjónustunnar taka undir ákall leiðsögumanna um betri neyðarþjónustu á vinsælum ferðamannastöðum. Framkvæmdastjóri SAF segir óásættanlegt að símasamband á neðra plani Gullfoss sé svo slitrótt að símtal leiðsögumanns við Neyðarlínuna hafi slitnað eftir að maður hneig þar niður fyrir tveimur vikum. 2. maí 2023 14:31
Andlát Hjartar skýrt merki um að neyðarþjónustu vanti við Gullfoss Leiðsögumaður, sem varð vitni að andláti tónlistarmannsins Hjartar Howser og veitti honum fyrstu hjálp, segir neyðarþjónustu við Gullfoss og Geysi, vinsælustu ferðamannastaði landsins, til skammar. Tæp klukkustund leið frá því að hann hringdi á Neyðarlínuna eftir að Hjörtur hneig niður og þar til sjúkrabíll kom á vettvang. 1. maí 2023 07:00