Allt öðruvísi leið fyrir stelpurnar okkar á næsta stórmót Sindri Sverrisson skrifar 4. maí 2023 08:00 Íslenska landsliðið hefur átt fast sæti á EM frá 2009 og var með í Englandi í fyrra, þar sem liðið tapaði ekki leik en féll þó út í riðlakeppninni eftir þrjú jafntefli. VÍSIR/VILHELM Nú þegar dregið hefur verið í riðla í fyrstu útgáfu Þjóðadeildar kvenna í fótbolta, sem leikin verður í haust, er orðið skýrara hvað Ísland þarf að gera til að komast aftur á stórmót. UEFA hefur komið á fót Þjóðadeild kvenna rétt eins og hjá körlunum, en gekk skrefi lengra og ákvað að hafa einnig „þjóðadeildarsnið“ á undankeppni stórmóta hjá konunum. Hægt er að horfa á kynningarmyndband UEFA hér. Ísland hefur verið með í lokakeppni EM síðustu fjögur skipti í röð, árin 2009, 2013, 2017 og 2022. Eftir tvö nístingssár töp síðasta haust, gegn Hollandi og Portúgal, verður liðið ekki með á HM í sumar og biðin eftir HM-sæti lengist því enn, og stelpurnar okkar hafa heldur aldrei komist á Ólympíuleika. Bara tvö sæti í boði á Ólympíuleikunum Næsta tækifæri til að komast á stórmót er einmitt Ólympíuleikarnir í París á næsta ári. Ísland er ein af 15 Evrópuþjóðum sem eiga möguleika á að komast þangað, en tvær þjóðanna komast á leikana ásamt Frökkum sem spila þar sem gestgjafar. Til að komast á Ólympíuleikana þarf Ísland að standa uppi sem sigurvegari í sínum riðli í Þjóðadeildinni í haust, eftir samtals sex leiki við Þýskaland, Danmörku og Wales. Leikdagar Íslands í Þjóðadeildinni Ísland - Wales, 22. september Þýskaland - Ísland, 26. september Ísland - Danmörk, 27. október Ísland - Þýskaland, 31. október Wales - Ísland, 1. desember Danmörk - Ísland, 5. desember Það yrði auðvitað stórkostlegur árangur en myndi ekki duga, því liðið væri þá komið í undanúrslit og þyrfti enn að slá út eitt lið þar og komast í úrslitaleikinn til að komast á Ólympíuleikana (eða ná 3. sæti ef Frakkland kemst í úrslitaleikinn). The 2023/24 #UWNL League stage draw is complete.Here's how the groups look — UEFA Women's Nations League (@WEURO) May 2, 2023 Allt í lagi, svo að Ólympíuleikarnir eru frekar fjarlægur draumur. Lokakeppni EM 2025, sem fram fer í Sviss, er það hins vegar ekki. Leikið verður um EM-farseðilinn á næsta ári og það verður ekki gert með hefðbundinni undankeppni heldur verður undankeppnin með „þjóðadeildarsniði“. Það mun því skipta máli upp á möguleikana á EM-sæti hvar Ísland endar í Þjóðadeildinni í haust. Niðurstaðan í haust hefur mikil áhrif á keppni um sæti á EM Hvernig þá? Jú, ef að Ísland endar í 1. eða 2. sæti síns riðils í Þjóðadeildinni í haust mun liðið spila áfram í A-deild í undankeppni EM á næsta ári. Ef að Ísland endar í 3. sæti þarf liðið að fara í umspil í febrúar við lið úr 2. sæti í B-deild, og ef að Ísland endar í 4. sæti fellur liðið og þarf að spila í B-deild undankeppni EM. Í undankeppninni á næsta ári munu svo liðin átta sem enda í 1. og 2. sæti síns riðils í A-deild komast beint á EM. Sviss fær öruggt sæti sem gestgjafi og eftir standa þá sjö sæti sem spilað verður um í umspili. Sveindís Jane Jónsdóttir felldi tár eins og margir fleiri þegar Ísland missti naumlega af því að komast á HM í fyrsta sinn, með tapi gegn Portúgal í framlengdum leik í fyrrahaust. Nýja þjóðadeildarfyrirkomulagið verður notað í undankeppni HM 2027.VÍSIR/VILHELM Liðin átta í A-deild sem ekki komast beint á EM fara í það umspil, og mæta þá átta bestu liðunum úr C-deild Þjóðadeildarinnar. Í flestum tilvikum ættu þar liðin úr A-deild að eiga frekar greiða leið áfram í seinni umferð umspilsins. Sex bestu liðin úr B-deild fara sömuleiðis í umspil við sex lið til viðbótar úr B-deild. Þaðan komast því sex lið áfram í seinni umferð umspilsins ásamt liðunum átta úr A- og C-deild, þar sem fjórtán lið leika þá í sjö einvígum um sæti á EM. Mikilvægt að forðast fall Hvað þýðir þetta fyrir Ísland? Ef að stelpurnar okkar ná að forðast fall í haust eiga þær möguleika á að tryggja sig beint inn á EM á næsta ári. Þær væru jafnframt öruggar um að lágmarki sæti í umspili, og myndu ekki þurfa að leika þar gegn liði úr A-deildinni í fyrri hlutanum, heldur liði úr C-deild. En ef að Ísland fellur, það er að segja endar neðst í sínum riðli í haust eða í 3. sæti og tapar umspili í febrúar (umspili sem ekki væri hægt að spila hér á landi vegna úrelts þjóðarleikvangs), gæti róðurinn á EM orðið afar þungur því liðið þyrfti að vinna sig inn í umspil og sigra þar lið úr B-deild og svo væntanlega lið úr A-deild. Allt skýrist þetta enn betur í haust með spennandi viðureignum við Wales, Danmörku og Þýskaland en riðlakeppnin hefst með leikjum 20.-26. september og henni lýkur í byrjun desember. Undanúrslitin og úrslitin, ásamt umspili um sæti í A- og B-deild, fara svo fram 21.-28. febrúar. EM í Sviss 2025 Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira
UEFA hefur komið á fót Þjóðadeild kvenna rétt eins og hjá körlunum, en gekk skrefi lengra og ákvað að hafa einnig „þjóðadeildarsnið“ á undankeppni stórmóta hjá konunum. Hægt er að horfa á kynningarmyndband UEFA hér. Ísland hefur verið með í lokakeppni EM síðustu fjögur skipti í röð, árin 2009, 2013, 2017 og 2022. Eftir tvö nístingssár töp síðasta haust, gegn Hollandi og Portúgal, verður liðið ekki með á HM í sumar og biðin eftir HM-sæti lengist því enn, og stelpurnar okkar hafa heldur aldrei komist á Ólympíuleika. Bara tvö sæti í boði á Ólympíuleikunum Næsta tækifæri til að komast á stórmót er einmitt Ólympíuleikarnir í París á næsta ári. Ísland er ein af 15 Evrópuþjóðum sem eiga möguleika á að komast þangað, en tvær þjóðanna komast á leikana ásamt Frökkum sem spila þar sem gestgjafar. Til að komast á Ólympíuleikana þarf Ísland að standa uppi sem sigurvegari í sínum riðli í Þjóðadeildinni í haust, eftir samtals sex leiki við Þýskaland, Danmörku og Wales. Leikdagar Íslands í Þjóðadeildinni Ísland - Wales, 22. september Þýskaland - Ísland, 26. september Ísland - Danmörk, 27. október Ísland - Þýskaland, 31. október Wales - Ísland, 1. desember Danmörk - Ísland, 5. desember Það yrði auðvitað stórkostlegur árangur en myndi ekki duga, því liðið væri þá komið í undanúrslit og þyrfti enn að slá út eitt lið þar og komast í úrslitaleikinn til að komast á Ólympíuleikana (eða ná 3. sæti ef Frakkland kemst í úrslitaleikinn). The 2023/24 #UWNL League stage draw is complete.Here's how the groups look — UEFA Women's Nations League (@WEURO) May 2, 2023 Allt í lagi, svo að Ólympíuleikarnir eru frekar fjarlægur draumur. Lokakeppni EM 2025, sem fram fer í Sviss, er það hins vegar ekki. Leikið verður um EM-farseðilinn á næsta ári og það verður ekki gert með hefðbundinni undankeppni heldur verður undankeppnin með „þjóðadeildarsniði“. Það mun því skipta máli upp á möguleikana á EM-sæti hvar Ísland endar í Þjóðadeildinni í haust. Niðurstaðan í haust hefur mikil áhrif á keppni um sæti á EM Hvernig þá? Jú, ef að Ísland endar í 1. eða 2. sæti síns riðils í Þjóðadeildinni í haust mun liðið spila áfram í A-deild í undankeppni EM á næsta ári. Ef að Ísland endar í 3. sæti þarf liðið að fara í umspil í febrúar við lið úr 2. sæti í B-deild, og ef að Ísland endar í 4. sæti fellur liðið og þarf að spila í B-deild undankeppni EM. Í undankeppninni á næsta ári munu svo liðin átta sem enda í 1. og 2. sæti síns riðils í A-deild komast beint á EM. Sviss fær öruggt sæti sem gestgjafi og eftir standa þá sjö sæti sem spilað verður um í umspili. Sveindís Jane Jónsdóttir felldi tár eins og margir fleiri þegar Ísland missti naumlega af því að komast á HM í fyrsta sinn, með tapi gegn Portúgal í framlengdum leik í fyrrahaust. Nýja þjóðadeildarfyrirkomulagið verður notað í undankeppni HM 2027.VÍSIR/VILHELM Liðin átta í A-deild sem ekki komast beint á EM fara í það umspil, og mæta þá átta bestu liðunum úr C-deild Þjóðadeildarinnar. Í flestum tilvikum ættu þar liðin úr A-deild að eiga frekar greiða leið áfram í seinni umferð umspilsins. Sex bestu liðin úr B-deild fara sömuleiðis í umspil við sex lið til viðbótar úr B-deild. Þaðan komast því sex lið áfram í seinni umferð umspilsins ásamt liðunum átta úr A- og C-deild, þar sem fjórtán lið leika þá í sjö einvígum um sæti á EM. Mikilvægt að forðast fall Hvað þýðir þetta fyrir Ísland? Ef að stelpurnar okkar ná að forðast fall í haust eiga þær möguleika á að tryggja sig beint inn á EM á næsta ári. Þær væru jafnframt öruggar um að lágmarki sæti í umspili, og myndu ekki þurfa að leika þar gegn liði úr A-deildinni í fyrri hlutanum, heldur liði úr C-deild. En ef að Ísland fellur, það er að segja endar neðst í sínum riðli í haust eða í 3. sæti og tapar umspili í febrúar (umspili sem ekki væri hægt að spila hér á landi vegna úrelts þjóðarleikvangs), gæti róðurinn á EM orðið afar þungur því liðið þyrfti að vinna sig inn í umspil og sigra þar lið úr B-deild og svo væntanlega lið úr A-deild. Allt skýrist þetta enn betur í haust með spennandi viðureignum við Wales, Danmörku og Þýskaland en riðlakeppnin hefst með leikjum 20.-26. september og henni lýkur í byrjun desember. Undanúrslitin og úrslitin, ásamt umspili um sæti í A- og B-deild, fara svo fram 21.-28. febrúar.
Leikdagar Íslands í Þjóðadeildinni Ísland - Wales, 22. september Þýskaland - Ísland, 26. september Ísland - Danmörk, 27. október Ísland - Þýskaland, 31. október Wales - Ísland, 1. desember Danmörk - Ísland, 5. desember
EM í Sviss 2025 Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira