Ákærður fyrir að beita stúlku kynferðisofbeldi í tólf ár Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. maí 2023 14:26 Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur manninum. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið ákærður fyrir ítrekuð kynferðisbrot, brot gegn barnaverndarlögum og brot gegn áfengislögum gegn stúlku yfir tólf ára tímabil. Stúlkan hefur farið fram á að maðurinn greiði sér sjö milljónir króna í miskabætur. Ákæran ver gefin út þann 23. mars síðastliðinn en brotin eru sögð hafa gerst á árunum 2001 til 2012. Ákæran er í sex liðum. Í fyrsta ákærulið er maðurinn ákærður fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn barni með því að hafa ítrekað haft samræði og önnur kynferðismök við stúlku á heimilum þeirra beggja í Reykjavík á árunum 2001 til 2005. Segir í ákærunni að maðurinn hafi nýtt sér yfirburði sína gagnvart stúlkunni og traust hennar og trúnað sem hún bar til hans. Maðurinn hafi káfað á berum kynfærum hennar, reynt að þröngva getnaðarlim sínum inn í leggöng hennar, stungið fingri í leggöng hennar, látið hana snerta getnaðarlim sinn og eiga við sig munnmök. Ekki kemur fram hversu gömul stúlkan var á þessum tíma. Hafi sýnt stúlkunni klám Þá er maðurinn ákærður fyrir kynferðisbrot en til vara fyrir brot gegn blygðunarsemi og barnaverndarlögum, með því að hafa ítrekað á sama tímabili kysst stúlkuna tungukossum, berað sig fyrir henni og sýnt henni klámfengið myndefni. Myndefnið hafi meðal annars sýnt fólk hafa samræði og maðurinn hafi sagt henni að þau myndu gera þetta einn daginn. Maðurinn er einnig ákærður fyrir tilraun til nauðgunar, en til vara tilraun til tælingar, með því að hafa eitt sinn vorið 2007 gefið stúlkunni áfengi, kysst hana tungukossum, gripið um brjóst hennar og reynt að hafa við hana kynferðismök með því að nýta sér yfirburði gagnvart stúlkunni. Fram kemur í ákærunni að í þetta sinn hafi stúlkan komist undan manninum og læst sig inni á baðherbergi. Kynferðisleg sms-skilaboð Í fjórða ákærulið er maðurinn ákærður fyrir nauðgun með því að hafa í minnst tvö skipti milli september 2007 og janúar 2008 haft önnur kynferðismök við stúlkuna með því að klæða hana úr buxunum, nærbuxunum, káfað á líkama hennar, kynfærum og stungið fingrum í leggöng hennar. Maðurinn er jafnframt ákærður fyrir kynferðislega áreitni með því að hafa ítrekað á árunum 2007 til 2012 áreitt stúlkuna kynferðislega með því að strjúka henni um rassinn utan klæða og sent henni kynferðisleg sms-skilaboð, meðal annars um að hún ætti að koma og nudda manninn. Að lokum er maðurinn ákærður fyrir tilraun til nauðgunar með því að hafa í eitt sinn árið 2011 eða 2012 í bíl sem stúlkan ók reynt að hafa önnur kynferðismök við stúlkuna. Segir í ákærunni að maðurinn hafi látið hana stöðva bílinn, kysst hana tungukossum og reynt að láta hana hafa við sig munnmök með því að hneppa frá buxum sínum og taka út getnaðarlim sinn og ýta höfði hennar að honum. Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Lögreglumál Reykjavík Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Ákæran ver gefin út þann 23. mars síðastliðinn en brotin eru sögð hafa gerst á árunum 2001 til 2012. Ákæran er í sex liðum. Í fyrsta ákærulið er maðurinn ákærður fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn barni með því að hafa ítrekað haft samræði og önnur kynferðismök við stúlku á heimilum þeirra beggja í Reykjavík á árunum 2001 til 2005. Segir í ákærunni að maðurinn hafi nýtt sér yfirburði sína gagnvart stúlkunni og traust hennar og trúnað sem hún bar til hans. Maðurinn hafi káfað á berum kynfærum hennar, reynt að þröngva getnaðarlim sínum inn í leggöng hennar, stungið fingri í leggöng hennar, látið hana snerta getnaðarlim sinn og eiga við sig munnmök. Ekki kemur fram hversu gömul stúlkan var á þessum tíma. Hafi sýnt stúlkunni klám Þá er maðurinn ákærður fyrir kynferðisbrot en til vara fyrir brot gegn blygðunarsemi og barnaverndarlögum, með því að hafa ítrekað á sama tímabili kysst stúlkuna tungukossum, berað sig fyrir henni og sýnt henni klámfengið myndefni. Myndefnið hafi meðal annars sýnt fólk hafa samræði og maðurinn hafi sagt henni að þau myndu gera þetta einn daginn. Maðurinn er einnig ákærður fyrir tilraun til nauðgunar, en til vara tilraun til tælingar, með því að hafa eitt sinn vorið 2007 gefið stúlkunni áfengi, kysst hana tungukossum, gripið um brjóst hennar og reynt að hafa við hana kynferðismök með því að nýta sér yfirburði gagnvart stúlkunni. Fram kemur í ákærunni að í þetta sinn hafi stúlkan komist undan manninum og læst sig inni á baðherbergi. Kynferðisleg sms-skilaboð Í fjórða ákærulið er maðurinn ákærður fyrir nauðgun með því að hafa í minnst tvö skipti milli september 2007 og janúar 2008 haft önnur kynferðismök við stúlkuna með því að klæða hana úr buxunum, nærbuxunum, káfað á líkama hennar, kynfærum og stungið fingrum í leggöng hennar. Maðurinn er jafnframt ákærður fyrir kynferðislega áreitni með því að hafa ítrekað á árunum 2007 til 2012 áreitt stúlkuna kynferðislega með því að strjúka henni um rassinn utan klæða og sent henni kynferðisleg sms-skilaboð, meðal annars um að hún ætti að koma og nudda manninn. Að lokum er maðurinn ákærður fyrir tilraun til nauðgunar með því að hafa í eitt sinn árið 2011 eða 2012 í bíl sem stúlkan ók reynt að hafa önnur kynferðismök við stúlkuna. Segir í ákærunni að maðurinn hafi látið hana stöðva bílinn, kysst hana tungukossum og reynt að láta hana hafa við sig munnmök með því að hneppa frá buxum sínum og taka út getnaðarlim sinn og ýta höfði hennar að honum.
Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Lögreglumál Reykjavík Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira