Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. nóvember 2024 16:59 Hákon Óli Sigurðsson tók þessar myndir eftir fyrri skriðuna í Eyrarhlíð sem féll um klukkan 15. Hákon Óli Sigurðsson Önnur aurskriða féll á Eyrarhlíð milli Ísafjarðar og Hnífsdals á fimmta tímanum. Vegurinn verður því lokaður út nóttina. Þá verður Súðavíkurhlíð einnig lokað klukkan tíu í kvöld. Fjöldahjálparstöðvar voru opnaðar í Bolungarvík og á Ísafirði en þeim hefur verið lokað á ný. Þetta kemur fram í tilkynningum frá Lögreglunni á Vestfjörðum. Í nýjustu tilkynningunni frá lögreglu segir að fjöldahjálparstöðvum, sem voru opnaðar fyrr í kvöld í Bolungarvík og á Ísafirði, hafi verið lokað þar sem ekki reyndist lengur þörf á þeim. Vanti einhvern gistingu í nótt bendir lögreglan viðkomandi á að hringja í 112 og óska eftir sambandi við lögregluna á Ísafirði sem muni í kjölfarið gera þá ráðstafanir. Ráðstafanir gerðar vegna íbúa „öfugu megin“ „Verið er að gera ráðstafanir vegna þeirra sem eru staðsettir „öfugu“ megin við heimili sín,“ sagði í tilkynningu lögreglu rétt fyrir klukkan 17 síðdegis. Íbúar í Bolungarvík og Hnífsdal komast ekki til Ísafjarðar og öfugt. Aurskriða féll á sama dag um klukkan 15 í dag og má sjá myndefni frá svæðinu, sem Hákon Óli Sigurðsson, tók fyrir fréttastofu hér að neðan. Lögreglan hefur sagt að nánari upplýsingar verði settar inn á Facebook-síðu lögreglunnar á Vestfjörðum um leið og þær liggja fyrir. „Vinsamlegast sparið símtöl við lögreglu vegna þessa, þar sem álagið er mikið og allar upplýsingar sem máli skipta munu berast hér,“ sagði lögreglan og vísaði aftur til Facebook-síðu sinnar. Aurskriðurnar hafa haft áhrif víðar í Ísafjarðarbæ, meðal annars á Flateyri þar sem lokað var fyrir vatnið á meðan hreinsun á vatnsbóli stendur yfir. Myndir og myndbönd af vettvangi Álfheiður Marta Kjartansdóttir tók myndböndin að neðan á og við Flateyri fyrir fréttastofu. Að neðan má sjá fleiri myndir frá Eyrarhlíð. Hákon Óli Sigurðsson Hákon Óli Sigurðsson Hákon Óli Sigurðsson Hákon Óli Sigurðsson Hákon Óli Sigurðsson Ísafjarðarbær Veður Náttúruhamfarir Samgöngur Færð á vegum Tengdar fréttir Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Aurskriða féll á veginn um Eyrarhlíð milli Ísafjarðar og Hnífsdals um þrjúleytið. Vegurinn er lokaður vegna þessa og verður um sinn. Staðan verður metin út frá aðstæðum að því er segir í tilkynningu frá Lögreglunni á Vestfjörðum. 12. nóvember 2024 15:32 Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skrúfað verður fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðuföll næturinnar og eru íbúar í Bolungarvík hvattir til að sjóða vatn fyrir neyslu þar sem það er drullugt. Þá liggur matarvinnsla niðri á svæðinu. Íbúi á Flateyri greip til þess ráðs að fylla á vatnsflöskur á Ísafirði vegna vatnsskorts.Töluverð skriðuhætta er enn á Vestfjörðum. Elísabet Inga. 12. nóvember 2024 12:02 Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Íbúar í Bolungarvík hafa verið hvattir til að sjóða vatn til neyslu eftir að skriður féllu á vatnsbólið í Hlíðardal. Vatnið í bænum er því ekki gott, drullugt og óhæft til drykkjar þar sem allar síur hafi stíflast. 12. nóvember 2024 11:22 Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningum frá Lögreglunni á Vestfjörðum. Í nýjustu tilkynningunni frá lögreglu segir að fjöldahjálparstöðvum, sem voru opnaðar fyrr í kvöld í Bolungarvík og á Ísafirði, hafi verið lokað þar sem ekki reyndist lengur þörf á þeim. Vanti einhvern gistingu í nótt bendir lögreglan viðkomandi á að hringja í 112 og óska eftir sambandi við lögregluna á Ísafirði sem muni í kjölfarið gera þá ráðstafanir. Ráðstafanir gerðar vegna íbúa „öfugu megin“ „Verið er að gera ráðstafanir vegna þeirra sem eru staðsettir „öfugu“ megin við heimili sín,“ sagði í tilkynningu lögreglu rétt fyrir klukkan 17 síðdegis. Íbúar í Bolungarvík og Hnífsdal komast ekki til Ísafjarðar og öfugt. Aurskriða féll á sama dag um klukkan 15 í dag og má sjá myndefni frá svæðinu, sem Hákon Óli Sigurðsson, tók fyrir fréttastofu hér að neðan. Lögreglan hefur sagt að nánari upplýsingar verði settar inn á Facebook-síðu lögreglunnar á Vestfjörðum um leið og þær liggja fyrir. „Vinsamlegast sparið símtöl við lögreglu vegna þessa, þar sem álagið er mikið og allar upplýsingar sem máli skipta munu berast hér,“ sagði lögreglan og vísaði aftur til Facebook-síðu sinnar. Aurskriðurnar hafa haft áhrif víðar í Ísafjarðarbæ, meðal annars á Flateyri þar sem lokað var fyrir vatnið á meðan hreinsun á vatnsbóli stendur yfir. Myndir og myndbönd af vettvangi Álfheiður Marta Kjartansdóttir tók myndböndin að neðan á og við Flateyri fyrir fréttastofu. Að neðan má sjá fleiri myndir frá Eyrarhlíð. Hákon Óli Sigurðsson Hákon Óli Sigurðsson Hákon Óli Sigurðsson Hákon Óli Sigurðsson Hákon Óli Sigurðsson
Ísafjarðarbær Veður Náttúruhamfarir Samgöngur Færð á vegum Tengdar fréttir Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Aurskriða féll á veginn um Eyrarhlíð milli Ísafjarðar og Hnífsdals um þrjúleytið. Vegurinn er lokaður vegna þessa og verður um sinn. Staðan verður metin út frá aðstæðum að því er segir í tilkynningu frá Lögreglunni á Vestfjörðum. 12. nóvember 2024 15:32 Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skrúfað verður fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðuföll næturinnar og eru íbúar í Bolungarvík hvattir til að sjóða vatn fyrir neyslu þar sem það er drullugt. Þá liggur matarvinnsla niðri á svæðinu. Íbúi á Flateyri greip til þess ráðs að fylla á vatnsflöskur á Ísafirði vegna vatnsskorts.Töluverð skriðuhætta er enn á Vestfjörðum. Elísabet Inga. 12. nóvember 2024 12:02 Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Íbúar í Bolungarvík hafa verið hvattir til að sjóða vatn til neyslu eftir að skriður féllu á vatnsbólið í Hlíðardal. Vatnið í bænum er því ekki gott, drullugt og óhæft til drykkjar þar sem allar síur hafi stíflast. 12. nóvember 2024 11:22 Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Aurskriða féll á veginn um Eyrarhlíð milli Ísafjarðar og Hnífsdals um þrjúleytið. Vegurinn er lokaður vegna þessa og verður um sinn. Staðan verður metin út frá aðstæðum að því er segir í tilkynningu frá Lögreglunni á Vestfjörðum. 12. nóvember 2024 15:32
Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skrúfað verður fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðuföll næturinnar og eru íbúar í Bolungarvík hvattir til að sjóða vatn fyrir neyslu þar sem það er drullugt. Þá liggur matarvinnsla niðri á svæðinu. Íbúi á Flateyri greip til þess ráðs að fylla á vatnsflöskur á Ísafirði vegna vatnsskorts.Töluverð skriðuhætta er enn á Vestfjörðum. Elísabet Inga. 12. nóvember 2024 12:02
Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Íbúar í Bolungarvík hafa verið hvattir til að sjóða vatn til neyslu eftir að skriður féllu á vatnsbólið í Hlíðardal. Vatnið í bænum er því ekki gott, drullugt og óhæft til drykkjar þar sem allar síur hafi stíflast. 12. nóvember 2024 11:22