Kamerúni bestur í NBA en James fékk ekki atkvæði Sindri Sverrisson skrifar 3. maí 2023 11:01 Joel Embiid var verðmætasti leikmaðurinn í NBA-deildinni í vetur. Getty/Mitchell Leff Joel Embiid, leikmaður Philadelphia 76ers, var í gærkvöld útnefndur verðmætasti leikmaður NBA-deildarinnar í körfubolta, í fyrsta sinn. Hann vann kosninguna með yfirburðum. Embiid, sem er 29 ára gamall Kamerúni, er aðeins annar Afríkubúi sögunnar til að vera valinn verðmætastur í deildinni en því náði Hakeem Olajuwon einnig árið 1994. Þetta er fimmta tímabilið í röð þar sem að leikmaður frá öðru landi en Bandaríkjunum er valinn verðmætastur, en Embiid er sá fyrsti til að handleika verðlaunagripinn eftir að ákveðið var í vetur að nefna verðlaunin í höfuðið á Michael Jordan. The moment Joel Embiid became MVP pic.twitter.com/9Su49UhsNe— NBACentral (@TheNBACentral) May 2, 2023 Embiid varð stigahæstur í deildarkeppninni í vetur, annað árið í röð, með 33,1 stig að meðaltali í leik. Hann hefur misst af síðustu tveimur leikjum Philadelphia vegna meiðsla í hné og var því ekki með þegar liðið vann Boston Celtics í fyrsta leik í undanúrslitum austurdeildarinnar á mánudagskvöld. LeBron James hefur spilað í NBA-deildinni frá árinu 2003 en í ár fékk þessi 38 ára gamli leikmaður í fyrsta sinn ekki eitt einasta atkvæði í kjörinu á verðmætasta leikmanni deildarinnar. LeBron James did not receive a vote for NBA MVP this season.This is the first time in his NBA career he didn't get a single vote for MVP. pic.twitter.com/tUosrsxCZO— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) May 2, 2023 Nikola Jokic hjá Denver Nuggets kom næstur á eftir Embiid með 19 atkvæði en Embiid fékk 73 atkvæði í efsta sætið. Jokic hafði unnið verðlaunin síðustu tvö tímabil. Giannis Antetokounmpo úr Milwaukee Bucks, sem var valinn bestur 2019 og 2020, varð í þriðja sæti. NBA Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira
Embiid, sem er 29 ára gamall Kamerúni, er aðeins annar Afríkubúi sögunnar til að vera valinn verðmætastur í deildinni en því náði Hakeem Olajuwon einnig árið 1994. Þetta er fimmta tímabilið í röð þar sem að leikmaður frá öðru landi en Bandaríkjunum er valinn verðmætastur, en Embiid er sá fyrsti til að handleika verðlaunagripinn eftir að ákveðið var í vetur að nefna verðlaunin í höfuðið á Michael Jordan. The moment Joel Embiid became MVP pic.twitter.com/9Su49UhsNe— NBACentral (@TheNBACentral) May 2, 2023 Embiid varð stigahæstur í deildarkeppninni í vetur, annað árið í röð, með 33,1 stig að meðaltali í leik. Hann hefur misst af síðustu tveimur leikjum Philadelphia vegna meiðsla í hné og var því ekki með þegar liðið vann Boston Celtics í fyrsta leik í undanúrslitum austurdeildarinnar á mánudagskvöld. LeBron James hefur spilað í NBA-deildinni frá árinu 2003 en í ár fékk þessi 38 ára gamli leikmaður í fyrsta sinn ekki eitt einasta atkvæði í kjörinu á verðmætasta leikmanni deildarinnar. LeBron James did not receive a vote for NBA MVP this season.This is the first time in his NBA career he didn't get a single vote for MVP. pic.twitter.com/tUosrsxCZO— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) May 2, 2023 Nikola Jokic hjá Denver Nuggets kom næstur á eftir Embiid með 19 atkvæði en Embiid fékk 73 atkvæði í efsta sætið. Jokic hafði unnið verðlaunin síðustu tvö tímabil. Giannis Antetokounmpo úr Milwaukee Bucks, sem var valinn bestur 2019 og 2020, varð í þriðja sæti.
NBA Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira