0,0 Inga Sæland skrifar 3. maí 2023 09:30 Í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2024-2028 segir fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson, að felist skýr markmið. Meðal annars sé eitt markmiðanna að styðja við Seðlabankann í því verkefni að tempra verðbólgu. Þvílíkt froðusnakk! Það fer ekki fram hjá neinum að þetta er innantómt blaður. Við getum kinnroðalaust skrifað ófremdarástand okurvaxta og himinhárrar verðbólgu beinustu leið á stjórnvöld. Stjórnvöld sem hafa troðið fingrunum í eyrun og sett leppa fyrir bæði augun, svo einbeitt eru þau í að hunsa hjálparköllin sem berast frá Svörtuloftum, um aðstoð í baráttunni við verðbólgudrauginn. Stjórnvöld eru harðákveðin í því að vaxtahækkunarsveðjunni verði áfram höggvið af fullum þunga þar sem þegar hafa verið opnuð svöðusár. Í löndunum í kringum okkur sjáum við hvernig þjóðirnar takast með mismunandi hætti á við verðbólguna. Á Spáni sem dæmi lækkaði verðbólgan um heil tvö prósentustig á milli mánaðanna febrúar og mars. Hvernig fóru Spánverjar að því? Spænsk stjórnvöld lækkuðu álögur á bensín. Á sama tíma ákvað ríkisstjórn Íslands að hækka hvern einasta bensínlítra um níu krónur. Spænsk stjórnvöld drógu úr öllum álögum hvaða nöfnum sem þær kunna að nefnast á meðan íslensk stjórnvöld réðust af afli á samfélagið með krónutöluhækkunum. Skattahækkanirnar skiluðu sér svo beina leið út í verðlagið sem vítamínbætt fóður fyrir verðbólguna. Hvarflaði að þeim að sækja þessar krónur í stórútgerðina sem græðir sem aldrei fyrr? Eða í bankana sem mergsjúga samfélagið með okurvöxtum og verðtryggingu? Nei, að sjálfsögðu hvarflar ekki að þeim að sækja fjármagn þar sem nóg er af því fyrir og allar hirslur eru yfirfullar af peningum milljarðamæringanna sem þessi ríkisstjórn verndar með kjafti og klóm undir forystu VG. Ef einhver hefur velkst í vafa um að þetta sé ríkisstjórn sérhagsmuna þá hlýtur sannleikurinn nú að blasa við. Ríkisstjórn sérhagsmunaaflanna stendur aðgerðalaus hjá og horfir á hvernig þjóðinni blæðir á meðan hún færir auðmagninu heilu peningahlössin á silfurfati. Enn og aftur skal fórna þeim efnaminni á altari græðginnar. Ríkisstjórnin talar um að verja framúrskarandi lífskjör og kaupmátt á meðan gjáin á milli þeirra ríku og fátæku heldur áfram að breikka og dýpka. Fátækt íslenskra barna hefur vaxið um heil 44% sl. sex ár. Öll útgjöld heimilanna hafa aukist stjarnfræðilega. Ríkisstjórnin reynir að telja fátæku fólki trú um að það hafi það gott og hér drjúpi smjör af hverju strái. Þvílík ósannindi, þvílík hræsni. Ef þetta er ekki vanhæf ríkisstjorn þá er hún ekki til. Ég gef bæði ríkisstjórninni og fjármálaáætlun hennar til næstu fjögurra ára 0,0. Höfundur er formaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Sæland Flokkur fólksins Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2024-2028 segir fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson, að felist skýr markmið. Meðal annars sé eitt markmiðanna að styðja við Seðlabankann í því verkefni að tempra verðbólgu. Þvílíkt froðusnakk! Það fer ekki fram hjá neinum að þetta er innantómt blaður. Við getum kinnroðalaust skrifað ófremdarástand okurvaxta og himinhárrar verðbólgu beinustu leið á stjórnvöld. Stjórnvöld sem hafa troðið fingrunum í eyrun og sett leppa fyrir bæði augun, svo einbeitt eru þau í að hunsa hjálparköllin sem berast frá Svörtuloftum, um aðstoð í baráttunni við verðbólgudrauginn. Stjórnvöld eru harðákveðin í því að vaxtahækkunarsveðjunni verði áfram höggvið af fullum þunga þar sem þegar hafa verið opnuð svöðusár. Í löndunum í kringum okkur sjáum við hvernig þjóðirnar takast með mismunandi hætti á við verðbólguna. Á Spáni sem dæmi lækkaði verðbólgan um heil tvö prósentustig á milli mánaðanna febrúar og mars. Hvernig fóru Spánverjar að því? Spænsk stjórnvöld lækkuðu álögur á bensín. Á sama tíma ákvað ríkisstjórn Íslands að hækka hvern einasta bensínlítra um níu krónur. Spænsk stjórnvöld drógu úr öllum álögum hvaða nöfnum sem þær kunna að nefnast á meðan íslensk stjórnvöld réðust af afli á samfélagið með krónutöluhækkunum. Skattahækkanirnar skiluðu sér svo beina leið út í verðlagið sem vítamínbætt fóður fyrir verðbólguna. Hvarflaði að þeim að sækja þessar krónur í stórútgerðina sem græðir sem aldrei fyrr? Eða í bankana sem mergsjúga samfélagið með okurvöxtum og verðtryggingu? Nei, að sjálfsögðu hvarflar ekki að þeim að sækja fjármagn þar sem nóg er af því fyrir og allar hirslur eru yfirfullar af peningum milljarðamæringanna sem þessi ríkisstjórn verndar með kjafti og klóm undir forystu VG. Ef einhver hefur velkst í vafa um að þetta sé ríkisstjórn sérhagsmuna þá hlýtur sannleikurinn nú að blasa við. Ríkisstjórn sérhagsmunaaflanna stendur aðgerðalaus hjá og horfir á hvernig þjóðinni blæðir á meðan hún færir auðmagninu heilu peningahlössin á silfurfati. Enn og aftur skal fórna þeim efnaminni á altari græðginnar. Ríkisstjórnin talar um að verja framúrskarandi lífskjör og kaupmátt á meðan gjáin á milli þeirra ríku og fátæku heldur áfram að breikka og dýpka. Fátækt íslenskra barna hefur vaxið um heil 44% sl. sex ár. Öll útgjöld heimilanna hafa aukist stjarnfræðilega. Ríkisstjórnin reynir að telja fátæku fólki trú um að það hafi það gott og hér drjúpi smjör af hverju strái. Þvílík ósannindi, þvílík hræsni. Ef þetta er ekki vanhæf ríkisstjorn þá er hún ekki til. Ég gef bæði ríkisstjórninni og fjármálaáætlun hennar til næstu fjögurra ára 0,0. Höfundur er formaður Flokks fólksins.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar