Verðum að grípa inn í áður en gervigreindin tekur völdin Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. maí 2023 20:00 Haraldur Þorleifsson frumkvöðull er kunnugur tæknigeiranum. Hann segir blikur á lofti í gervigreindarmálum um þessar mundir. Vísir/vilhelm Guðfaðir gervigreindar sagði upp hjá Google til að geta varað óheft við tækninni. Lektor í tölvunarfræði segir fulla ástæðu til að staldra við í gervigreindarkapphlaupinu - og frumkvöðull kunnugur tæknigeiranum varar við því að tæknin hreinlega taki yfir, grípi stjórnvöld ekki í taumana. Geoffrey Hinton hefur unnið að þróun gervigreindar eins og spjallyrkisins ChatGPT undanfarna hálfa öld. Hann hætti nýlega hjá tæknirisanum Google svo hann gæti talað opinskátt um þær hættur sem hann telur stafa af gervigreindinni. Hann lýsir áhyggjum sínum við New York Times; skil milli raunveruleika og sýndarveruleika verði æ óljósari og störf þurrkist út. Og í fjarlægari framtíð hefur Hinton jafnvel áhyggjur af því að gervigreindin ógni tilvist mannkynsins sjálfs. Að drápsvélmenni í dystópískum vísindaskáldsögum verði að veruleika. Hafsteinn Einarsson lektor í tölvunarfræði segir ákvörðun Hintons þýðingarmikla. „Það að hann hætti hjá Google hefur mikið vægi. Og bara við það ættum við kannski öll aðeins að staldra við og hugsa hvað þetta hefur verið að gerast hratt og hvað er í rauninni að fara að gerast í framtíðinni,“ segir Hafsteinn. Haraldur Þorleifsson frumkvöðull, sem þar til nýlega starfaði hjá samfélagsmiðlarisanum Twitter, tekur undir með Hafsteini. Þróunin sé mun hraðari en flestir reiknuðu með. „Þetta er að gerast eiginlega allt á forsendum tækninnar, ekki á forsendum fólks. Og það verður mjög hröð breyting. Miklu hraðari og stærri en fólk gerir sér grein fyrir og þá er ég að tala um kannski næstu tíu ár.“ Hafsteinn Einarsson, lektor í tölvunarfræði við Háskóla Íslands. Hann er ekki jafnuggandi yfir stöðu gervigreindarkapphlaupsins og Haraldur.Skjáskot/Stöð 2 Hafsteinn hefur einna mestar áhyggjur af samkeppni risa eins og Google og Microsoft sem þegar er hafin. „Þá fer maður að spyrja sig: Hvert fer siðferðið? Og hvernig er hægt að gera þetta með ábyrgum hætti þegar þetta snýst um að fá sem flesta notendur og græða sem mestan pening?“ Tekur gervigreindin yfir? Heilt yfir er Hafsteinn þó ekki mjög uggandi. „Við erum ekki að sjá einhverja ofurgervigreind að verða til sem mun taka yfir, eða eitthvað slíkt. En fólk hefur áhyggjur af því að missa mögulega starfið því það er hægt að leysa þeirra verkefni með gervigreind,“ segir Hafsteinn. Haraldur er öllu áhyggjufyllri. „Það er fræðilegur möguleiki, alvöru möguleiki, að tæknin muni taka það miklum breytingum það hratt að hún síðan taki yfir og við endum í algjörlega nýjum heimi, þar sem við erum ekki ráðandi lífverurnar. Það þarf að grípa inn í með alþjóðlegum lögum og reglum. Það er eina leiðin til þess að hægja á þróuninni,“ segir Haraldur. Viðtal kvöldfrétta við bæði Harald Þorleifsson og Hafstein Einarsson má sjá í spilaranum fyrir ofan. Gervigreind Google Microsoft Tækni Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Hætti hjá Google til að vara við hættu af gervigreind Frumkvöðull í gervigreind segist hafa sagt starfi sínu hjá tæknirisanum Google lausu til þess að geta tjáð sig óheft um þær hættur sem hann telur að fylgi tækninni. Hann segist hafa gert sér grein fyrir að tölvur gætu orðið greindari en menn mun fyrr en hann taldi. 2. maí 2023 11:55 Tilgangur kennarans ekki að lesa ritgerðir eftir gervigreind Hlutverk kennara er ekki að lesa ritgerðir sem gervigreind hefur skrifað. Þetta segir formaður Félags framhaldsskólakennara en nokkur slík tilfelli hafa komið upp og þeim fer fjölgandi. Líta verði á gervigreindarbyltinguna sem tækifæri til að færa áherslur í kennslu meira í átt að hinu félagslega og nær kjarnahlutverki framhaldsskólans. 30. apríl 2023 07:01 Ekki ólíklegt að gervigreindin mismuni konum og körlum Það kann að koma á óvart hversu mikil skekkja er enn í gögnum sem þó hafa veruleg áhrif á það hvernig vörur, þjónusta, stofnanir, vöruhönnun og fleira kemur við karla annars vegar og konur hins vegar. 20. apríl 2023 07:02 Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Fleiri fréttir Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sjá meira
Geoffrey Hinton hefur unnið að þróun gervigreindar eins og spjallyrkisins ChatGPT undanfarna hálfa öld. Hann hætti nýlega hjá tæknirisanum Google svo hann gæti talað opinskátt um þær hættur sem hann telur stafa af gervigreindinni. Hann lýsir áhyggjum sínum við New York Times; skil milli raunveruleika og sýndarveruleika verði æ óljósari og störf þurrkist út. Og í fjarlægari framtíð hefur Hinton jafnvel áhyggjur af því að gervigreindin ógni tilvist mannkynsins sjálfs. Að drápsvélmenni í dystópískum vísindaskáldsögum verði að veruleika. Hafsteinn Einarsson lektor í tölvunarfræði segir ákvörðun Hintons þýðingarmikla. „Það að hann hætti hjá Google hefur mikið vægi. Og bara við það ættum við kannski öll aðeins að staldra við og hugsa hvað þetta hefur verið að gerast hratt og hvað er í rauninni að fara að gerast í framtíðinni,“ segir Hafsteinn. Haraldur Þorleifsson frumkvöðull, sem þar til nýlega starfaði hjá samfélagsmiðlarisanum Twitter, tekur undir með Hafsteini. Þróunin sé mun hraðari en flestir reiknuðu með. „Þetta er að gerast eiginlega allt á forsendum tækninnar, ekki á forsendum fólks. Og það verður mjög hröð breyting. Miklu hraðari og stærri en fólk gerir sér grein fyrir og þá er ég að tala um kannski næstu tíu ár.“ Hafsteinn Einarsson, lektor í tölvunarfræði við Háskóla Íslands. Hann er ekki jafnuggandi yfir stöðu gervigreindarkapphlaupsins og Haraldur.Skjáskot/Stöð 2 Hafsteinn hefur einna mestar áhyggjur af samkeppni risa eins og Google og Microsoft sem þegar er hafin. „Þá fer maður að spyrja sig: Hvert fer siðferðið? Og hvernig er hægt að gera þetta með ábyrgum hætti þegar þetta snýst um að fá sem flesta notendur og græða sem mestan pening?“ Tekur gervigreindin yfir? Heilt yfir er Hafsteinn þó ekki mjög uggandi. „Við erum ekki að sjá einhverja ofurgervigreind að verða til sem mun taka yfir, eða eitthvað slíkt. En fólk hefur áhyggjur af því að missa mögulega starfið því það er hægt að leysa þeirra verkefni með gervigreind,“ segir Hafsteinn. Haraldur er öllu áhyggjufyllri. „Það er fræðilegur möguleiki, alvöru möguleiki, að tæknin muni taka það miklum breytingum það hratt að hún síðan taki yfir og við endum í algjörlega nýjum heimi, þar sem við erum ekki ráðandi lífverurnar. Það þarf að grípa inn í með alþjóðlegum lögum og reglum. Það er eina leiðin til þess að hægja á þróuninni,“ segir Haraldur. Viðtal kvöldfrétta við bæði Harald Þorleifsson og Hafstein Einarsson má sjá í spilaranum fyrir ofan.
Gervigreind Google Microsoft Tækni Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Hætti hjá Google til að vara við hættu af gervigreind Frumkvöðull í gervigreind segist hafa sagt starfi sínu hjá tæknirisanum Google lausu til þess að geta tjáð sig óheft um þær hættur sem hann telur að fylgi tækninni. Hann segist hafa gert sér grein fyrir að tölvur gætu orðið greindari en menn mun fyrr en hann taldi. 2. maí 2023 11:55 Tilgangur kennarans ekki að lesa ritgerðir eftir gervigreind Hlutverk kennara er ekki að lesa ritgerðir sem gervigreind hefur skrifað. Þetta segir formaður Félags framhaldsskólakennara en nokkur slík tilfelli hafa komið upp og þeim fer fjölgandi. Líta verði á gervigreindarbyltinguna sem tækifæri til að færa áherslur í kennslu meira í átt að hinu félagslega og nær kjarnahlutverki framhaldsskólans. 30. apríl 2023 07:01 Ekki ólíklegt að gervigreindin mismuni konum og körlum Það kann að koma á óvart hversu mikil skekkja er enn í gögnum sem þó hafa veruleg áhrif á það hvernig vörur, þjónusta, stofnanir, vöruhönnun og fleira kemur við karla annars vegar og konur hins vegar. 20. apríl 2023 07:02 Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Fleiri fréttir Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sjá meira
Hætti hjá Google til að vara við hættu af gervigreind Frumkvöðull í gervigreind segist hafa sagt starfi sínu hjá tæknirisanum Google lausu til þess að geta tjáð sig óheft um þær hættur sem hann telur að fylgi tækninni. Hann segist hafa gert sér grein fyrir að tölvur gætu orðið greindari en menn mun fyrr en hann taldi. 2. maí 2023 11:55
Tilgangur kennarans ekki að lesa ritgerðir eftir gervigreind Hlutverk kennara er ekki að lesa ritgerðir sem gervigreind hefur skrifað. Þetta segir formaður Félags framhaldsskólakennara en nokkur slík tilfelli hafa komið upp og þeim fer fjölgandi. Líta verði á gervigreindarbyltinguna sem tækifæri til að færa áherslur í kennslu meira í átt að hinu félagslega og nær kjarnahlutverki framhaldsskólans. 30. apríl 2023 07:01
Ekki ólíklegt að gervigreindin mismuni konum og körlum Það kann að koma á óvart hversu mikil skekkja er enn í gögnum sem þó hafa veruleg áhrif á það hvernig vörur, þjónusta, stofnanir, vöruhönnun og fleira kemur við karla annars vegar og konur hins vegar. 20. apríl 2023 07:02