„Skeggið“ óx með ólíkindum þegar mest lá við Sindri Sverrisson skrifar 2. maí 2023 07:28 James Harden átti stórkostlegan leik gegn Boston Celtics í gærkvöld en þarf að vera fljótur að gera sig kláran í næsta slag sem er annað kvöld. AP/Charles Krupa Sundin virtust hálflokuð fyrir Philadelphia 76ers, vegna meiðsla Joel Embiid, en hinn fúlskeggjaði James Harden var ósammála og sýndi sínar gömlu, bestu hliðar í nótt í 119-115 sigri gegn Boston Celtics. Harden var allt í öllu í þessum fyrsta leik liðanna í undanúrslitum austurdeildarinnar. Hann skoraði alls 45 stig í leiknum en upp úr stóð þó þristurinn sem hann setti yfir Al Horford þegar aðeins 8,7 sekúndur voru eftir af leiknum, sem kom Philadelphia yfir. JAMES HARDEN ARE YOU KIDDING ME?!He has a playoff career-high 45 PTS pic.twitter.com/QHOJviHtEt— Bleacher Report (@BleacherReport) May 2, 2023 Jayson Tatum skoraði 39 stig fyrir Boston og Jaylen Brown 23 stig en Harden skoraði meira en þeir báðir til samans í fjórða leikhlutanum, eða 15 stig gegn 10. Staðan fyrir þann leikhluta var jöfn, 87-87, og Tatum kom Boston í 115-114 af vítalínunni þegar 26 sekúndur voru eftir. Þristurinn frá Harden, eða „Skegginu“ eins og hann er kallaður, gerði útslagið en Tatum tapaði boltanum til Paul Reed í næstu sókn Boston og Reed setti svo niður síðustu stig leiksins af vítalínunni. Harden hafði ekki skorað 45 stig í úrslitakeppninni síðan hann gerði það fyrir Houston Rockets í úrslitaseríu vesturdeildarinnar fyrir átta árum, í sigri á Golden State Warriors, og hefur raunar aldrei skorað fleiri stig í úrslitakeppni á löngum ferli. JAMES HARDEN TONIGHT: 45 POINTS 6 ASSISTS 2 STEALS7/14 3PT17/30 FGBEST PLAYOFF GAME OF HIS CAREER pic.twitter.com/MKlzxUL4bE— NBACentral (@TheNBACentral) May 2, 2023 „Við komum ekki hingað og bjuggumst við að tapa. Við komum til að vinna,“ sagði Harden eftir sigurinn en hann skipaði sínum liðsfélögum svo að fara fljótt til búningsklefa eftir leik enda einvígið rétt að byrja. „Hvort sem að Jo snýr aftur eða ekki þá verðum við tilbúnir í slaginn,“ sagði Harden en Joel Embiid meiddist í hné í þriðja leik gegn Brooklyn Nets á dögunum og varð að fylgjast með leiknum í Boston í gær af bekknum. Óvissa ríkir um þátttöku hans í næsta leik sem er einnig í Garðinum í Boston á morgun. Jokic frábær kvöldið fyrir verðlaunaafhendingu Í undanúrslitum vesturdeildarinnar eru deildarmeistarar Denver Nuggets komnir í góð mál gegn Phoenix Suns, 2-0, eftir 97-87 sigur í nótt. Nikola Jokic var að vanda áberandi í liði Denver en hann skoraði 39 stig og tók 16 fráköst. Hann er einn þriggja sem tilnefndir eru sem verðmætasti leikmaður deildarinnar. Tilkynnt verður um valið í kvöld og gæti Jokic hlotið verðlaunin þriðja árið í röð. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn Fleiri fréttir Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Sjá meira
Harden var allt í öllu í þessum fyrsta leik liðanna í undanúrslitum austurdeildarinnar. Hann skoraði alls 45 stig í leiknum en upp úr stóð þó þristurinn sem hann setti yfir Al Horford þegar aðeins 8,7 sekúndur voru eftir af leiknum, sem kom Philadelphia yfir. JAMES HARDEN ARE YOU KIDDING ME?!He has a playoff career-high 45 PTS pic.twitter.com/QHOJviHtEt— Bleacher Report (@BleacherReport) May 2, 2023 Jayson Tatum skoraði 39 stig fyrir Boston og Jaylen Brown 23 stig en Harden skoraði meira en þeir báðir til samans í fjórða leikhlutanum, eða 15 stig gegn 10. Staðan fyrir þann leikhluta var jöfn, 87-87, og Tatum kom Boston í 115-114 af vítalínunni þegar 26 sekúndur voru eftir. Þristurinn frá Harden, eða „Skegginu“ eins og hann er kallaður, gerði útslagið en Tatum tapaði boltanum til Paul Reed í næstu sókn Boston og Reed setti svo niður síðustu stig leiksins af vítalínunni. Harden hafði ekki skorað 45 stig í úrslitakeppninni síðan hann gerði það fyrir Houston Rockets í úrslitaseríu vesturdeildarinnar fyrir átta árum, í sigri á Golden State Warriors, og hefur raunar aldrei skorað fleiri stig í úrslitakeppni á löngum ferli. JAMES HARDEN TONIGHT: 45 POINTS 6 ASSISTS 2 STEALS7/14 3PT17/30 FGBEST PLAYOFF GAME OF HIS CAREER pic.twitter.com/MKlzxUL4bE— NBACentral (@TheNBACentral) May 2, 2023 „Við komum ekki hingað og bjuggumst við að tapa. Við komum til að vinna,“ sagði Harden eftir sigurinn en hann skipaði sínum liðsfélögum svo að fara fljótt til búningsklefa eftir leik enda einvígið rétt að byrja. „Hvort sem að Jo snýr aftur eða ekki þá verðum við tilbúnir í slaginn,“ sagði Harden en Joel Embiid meiddist í hné í þriðja leik gegn Brooklyn Nets á dögunum og varð að fylgjast með leiknum í Boston í gær af bekknum. Óvissa ríkir um þátttöku hans í næsta leik sem er einnig í Garðinum í Boston á morgun. Jokic frábær kvöldið fyrir verðlaunaafhendingu Í undanúrslitum vesturdeildarinnar eru deildarmeistarar Denver Nuggets komnir í góð mál gegn Phoenix Suns, 2-0, eftir 97-87 sigur í nótt. Nikola Jokic var að vanda áberandi í liði Denver en hann skoraði 39 stig og tók 16 fráköst. Hann er einn þriggja sem tilnefndir eru sem verðmætasti leikmaður deildarinnar. Tilkynnt verður um valið í kvöld og gæti Jokic hlotið verðlaunin þriðja árið í röð. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn Fleiri fréttir Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Sjá meira